Í dag hef ég verið að hjálpa spánarförunum, þeim Jóni Skafta og Gulla Úlfs að setja upp síðuna þeirra sem þeir verða með úti á Spáni. Það þurfti að redda allskonar hlutum og ýmsar pælingar um hvað ætti að standa á nokkrum stöðum, t.d. hvað síðan ætti að heita og svona, sem lentu í miklum umræðum. En þetta náðist allt að lokum og í vikunni verður opnun á síðunni sem ég mun eflaust auglýsa auk þess sem ég fleygi inn tengli á síðuna.
Röddin á mér er eins slök og hægt er, fáránlegt að heyra mig tala. Ég hljóma eins og ég sé í þvílíkum mútum, þannig að maður reynir að tala sem minnst. En þetta lagast vonandi á morgun, þannig að maður þurfi ekki að vera í skömm fyrir röddina á skólanum á mánudag.
Röddin á mér er eins slök og hægt er, fáránlegt að heyra mig tala. Ég hljóma eins og ég sé í þvílíkum mútum, þannig að maður reynir að tala sem minnst. En þetta lagast vonandi á morgun, þannig að maður þurfi ekki að vera í skömm fyrir röddina á skólanum á mánudag.