A site about nothing...

fimmtudagur, september 23, 2004

Vísindaferð á fimmtudegi, alltaf upplifir maður eitthvað nýtt. Samskip er með samning við verkfræðideild og eitt af því sem við gerum er að mæta í svona vísindaferð hjá þeim, þ.e. þriðja árið auk kennara. Fínasta ferð þar sem við fengum að sjá hvað væri á döfinni, t.d. að taka í gagnið nýtt vöruhótel og skrifstofuhúsnæði sem er 27000 ferkílómetrar, að þeir séu að kaupa nýtt skip og svona hluti. Við vorum keyrð í rútu inn á athafnasvæði þeirra og einhver gaur skýrði frá hvað væri að gerast. Ef einhver af okkur hefði farið út úr rútunni á svæðinu hefði það verið heavy mikið mál sökum öryggismála, þannig að við vorum bara túristar í rútu. Svo fengum við að fara inn í hús sem ber heitið Ísheimar minnir mig og þar inni er konstant 25 gráðu frost. Þegar við löbbuðum þangað inn þá svona "snjóaði" á okkur og svo vorum við aðeins þarna inni og það var helvíti kalt. Svo þegar við löbbuðum út, þá sortnaði fyrir alla sem höfðu gleraugu, móða dauðans. Móðan varði í góðar tvær mínútur þannig að það var ansi hressandi. Svo eftir skoðunartúrinn var farið inn í skrifstofuhúsnæði þeirra þar sem við hlustuðum á fyrirlestur og gæddum okkur á veitingum. Ég tók einhverjar myndir og mun skella þeim innan tíðar á myndasíðuna.