"Þegar veðrið er svona gott á maður að nýta það og hanga ekki inni á bókasafni að gera einhver skiladæmi. Í það minnsta var það attitudið í dag hjá okkur strákunum og fóru mjög margir í golf. Ég fór í fyrsta skipti í golf í dag og var með Káka, Fjalari og Gunna. Við laumuðum okkur á korpúlfsstaðavöllinn og tókum einn hring. Eins og við var að búast var ég ömurlegur en átti nokkur góð högg inn á milli. Þetta var ágætt en það verður eflaust langt þangað til að maður kemst aftur í golf, haustið og veturinn nálgast óðfluga eins og maður fékk að kynnast í vikunni."
bloggað 25.september 2003
Gaman að skoða gömul blogg og þetta er ársgamalt. Lítið vissi ég þá að ég ætti eftir að spila golf jafnoft og raunin varð í fyrra því við fórum eflaust 10 sinnum eða oftar eftir þetta skipti, þarna um haustið.
bloggað 25.september 2003
Gaman að skoða gömul blogg og þetta er ársgamalt. Lítið vissi ég þá að ég ætti eftir að spila golf jafnoft og raunin varð í fyrra því við fórum eflaust 10 sinnum eða oftar eftir þetta skipti, þarna um haustið.