Ein skemmtilegasta myndin sem tekin var í Köben ferð minni var ekki tekin af mér, heldur af myndavél í klettarússibananum í tívolí. Ég, Káki, Sara og Gígja skelltum okkur í hann og eins og sjá má af myndinni þá mætti halda að Gígja og Káki hafi séð eitthvað hræðilegt, miðað við hræðslusvipinn sem er á þeim og einnig mætti halda að ég væri að biðja til guðs eða eitthvað álíka. Snilldarmynd hreint út sagt, nær andartakinu mjög vel.
