Rennandi nef er ekki að gera góða hluti. Er búinn að vera snýta mér í allan fokkin dag og um leið og ég er búinn að snýta mér finnst mér eins og það sé miklu meira eftir þegar það er ekkert eftir. Svo rennur úr öðru auganu líka og mig klæjar í nefið, svona tilfinningin eins og maður þarf að hnerra en nær því ekki, mjög pirrandi. En eitt sem ég hef tekið eftir er hversu fáránlega gott er að hnerra þegar maður er með kvef. Krafturinn er miklu meiri og þetta er svo hreinsandi eitthvað.
Morgundagurinn, þ.e. laugardagur, verður tekinn í chill þar sem ég ætla að liggja uppi í sófa, horfa á allt það sem ég hef tekið upp upp á síðkastið, þar meðtalið alias, og bara reyna að fá mig góðan af þessu kvefi.
Morgundagurinn, þ.e. laugardagur, verður tekinn í chill þar sem ég ætla að liggja uppi í sófa, horfa á allt það sem ég hef tekið upp upp á síðkastið, þar meðtalið alias, og bara reyna að fá mig góðan af þessu kvefi.