A site about nothing...

sunnudagur, september 26, 2004

Í fyrsta skipti í langan tíma fór ég í bæinn, tvö kvöld í röð. Á föstudaginn var eitthvað partý á vegum félags verkfræðinema í sjálfstæðissalnum úti á seltjarnarnesi og fór ég þangað. Það var nú ekkert troðið en samt ágætis stemmning. Þaðan var haldið niður í bæ, þar sem ég og Gunni tjekkuðum á Nasa, þar sem stuðmenn voru að spila djassmúsík. Þeir spiluðu eitt lag meðan við vorum inni og svo var settið þeirra búið. Það var ekki pakkað inni, þó svo ókeypis væri, en fólk var hresst. Einhver eldri maður fór í slag við yngri gaur á meðan tónleikunum stóð, hressandi það. Svo fórum við á ellefuna þar sem ég var inni í 3 mínútur eða svo og fór svo heim. Maður er ekki alveg í stuði ef maður fer ekki í vísindaferð á undan einhvernveginn.
Í gær fór ég svo ásamt Árna frænda mínum í bíó á Anchorman, ágætis ræma þar á ferð og svo ákváðum við að kíkja aðeins í bæinn. Við vorum eitthvað seinir þannig að það voru raðir á helstu staðina, þannig að Árni sýndi mér nýjan Hiphop stað sem heitir Kjallarinn og er í kjallaranum á Kapital. Það var nú engin spes stemmning þar og kvenfólkið virkaði frekar ungt. Svo fórum við upp á Kapital og þar hefði maður getað haldið að eitthvað menntaskólaball væri í gangi. Við litum svo á Hressó þar sem ég hitti Evu kærustuna hans Dabba og hún sagði að hún hefði hitt frænku sína sem er fædd 1988 á Kapital, þannig að þetta staðfesti grun manns. Við enduðum á Vegamótum og þar hitti ég Röggu úr verkfræðinni og einhverjar vinkonur hennar. Við sátum hjá þeim þangað til við fórum og var bara ansi fínt þarna inni, fín músík og svona og nóg af fallegu kvenfólki þarna, sem er aldrei slæmt.
Að lokum, þá hef ég skellt inn myndum frá vísó í Samskip. Ein eða tvær myndir þarna eru photoshoppaðar, maður er eitthvað að daðra við þetta forrit. En stóra spurningin er, á ég að stækka myndirnar eins og þið sjáið þær? Hvað finnst ykkur?