Já eins og ég sagði í gær þá ætla ég að vera hér með annál yfir árið 2002. Ársins verður helst minnst fyrir það að maður kláraði Menntaskólann í Reykjavík, með fyrstu einkunn sem var eitthvað sem ég bjóst ekki við, og vel ég það því hápunkt ársins. Það var mjög ljúft að geta farið í síðasta prófið vitandi það að maður gæti kúkað á sig í prófinu en samt náð að útskrifast, engin pressa. Því án vafa er munnleg stærfræði eitt mesta lottó sem maður fer í. Draga eina sönnun af 150 og kunna hana upp á tíu, það er ekki sjálfgefið.
Vonbrigði ársins
Að fá ekki rjúpur um jólin. Rjúpur eru jólin fyrir mér. Eins og ég hef áður sagt að ef ég er ekki komin í jólaskap á aðfangadag þá vanalega fer ég í það þegar lyktin af rjúpunum leikur um heimilið.
Tónlistarárið 2002
Besti erlendi diskur 2002: Coldplay: A rush of blood to the head
Besti íslenski diskur 2002: Leaves: Breathe
Besta erlenda lagið: Rokklega séð vel ég Outtathaway með The Vines og svona instrumental lega séð vel ég Ghostwriter með RJD2
Besta íslenska lagið: Romantic Exorcism með Mínus. Kom mér mjög á óvart að þetta væru Mínus. Ég hélt að þeir væru öskurapar sem spiluðu leiðinlega tónlist en þarna afsanna þeir það algjörlega. Þvílíkur kraftur og myndbandið er snilld.
Tónlistarviðburður ársins: Coldplay tónleikarnir í höllinni 19.des
Kvikmyndir og sjónvarp
Þar sem ég sá enga íslenska kvikmynd á árinu ætla ég ekki að velja bestu íslensku kvikmyndina.
Besta erlenda kvikmynd: Tvær myndir standa algjörlega uppúr en það eru Minority Report og Lord of The rings: The two Towers
Besti sjónvarpsþátturinn: Kemur á óvart en það er Alias hehe
Svo er það alltaf þannig þegar maður er að gera svona upp að það sem kom fyrst út á árinu gleymist vanalega þannig að það getur verið að ég hafi gleymt einhverju.