A site about nothing...

þriðjudagur, desember 31, 2002

Annáll
Já eins og ég sagði í gær þá ætla ég að vera hér með annál yfir árið 2002. Ársins verður helst minnst fyrir það að maður kláraði Menntaskólann í Reykjavík, með fyrstu einkunn sem var eitthvað sem ég bjóst ekki við, og vel ég það því hápunkt ársins. Það var mjög ljúft að geta farið í síðasta prófið vitandi það að maður gæti kúkað á sig í prófinu en samt náð að útskrifast, engin pressa. Því án vafa er munnleg stærfræði eitt mesta lottó sem maður fer í. Draga eina sönnun af 150 og kunna hana upp á tíu, það er ekki sjálfgefið.
Vonbrigði ársins
Að fá ekki rjúpur um jólin. Rjúpur eru jólin fyrir mér. Eins og ég hef áður sagt að ef ég er ekki komin í jólaskap á aðfangadag þá vanalega fer ég í það þegar lyktin af rjúpunum leikur um heimilið.
Tónlistarárið 2002
Besti erlendi diskur 2002: Coldplay: A rush of blood to the head
Besti íslenski diskur 2002: Leaves: Breathe
Besta erlenda lagið: Rokklega séð vel ég Outtathaway með The Vines og svona instrumental lega séð vel ég Ghostwriter með RJD2
Besta íslenska lagið: Romantic Exorcism með Mínus. Kom mér mjög á óvart að þetta væru Mínus. Ég hélt að þeir væru öskurapar sem spiluðu leiðinlega tónlist en þarna afsanna þeir það algjörlega. Þvílíkur kraftur og myndbandið er snilld.
Tónlistarviðburður ársins: Coldplay tónleikarnir í höllinni 19.des
Kvikmyndir og sjónvarp
Þar sem ég sá enga íslenska kvikmynd á árinu ætla ég ekki að velja bestu íslensku kvikmyndina.
Besta erlenda kvikmynd: Tvær myndir standa algjörlega uppúr en það eru Minority Report og Lord of The rings: The two Towers
Besti sjónvarpsþátturinn: Kemur á óvart en það er Alias hehe
Svo er það alltaf þannig þegar maður er að gera svona upp að það sem kom fyrst út á árinu gleymist vanalega þannig að það getur verið að ég hafi gleymt einhverju.

mánudagur, desember 30, 2002

Alias, Alias, ALIAS. Þessir þættir eru svo mikil snilld. Hef ég minnst á það áður???? Ef þú lesandi góður ert ekki byrjaður að horfa á þessa þætti, þá drífðu í því að horfa á þetta. Þetta eru bestu þættir sem sjónvarpið hefur upp á að bjóða í dag. Þeir eru á mánudögum klukkan 22:20 vanalega. Ekki örvænta þó svo að þú hafir ekki séð fyrstu þættina. Hver þáttur byrjar á því að útskýra hvað þættirnir eru um. Svo enda þættirnir vanalega á einhverri bombu og maður getur ekki beðið eftir því að sjá næsta þátt.

Það er allt að verða brjálað í HFJ. Allir unglingarnir að sprengja eins og þeir eiga lífið að leysa, og helst eins seint á kvöldin og mögulegt er. Manni líður eins og maður sé staddur í miðri styrjöld, þvílík eru lætin. Enda ekkert nema blokkir í kringum mig sem magna upp hávaðann. Ég hef reyndar ekki verið í HFJ á gamlárs í mörg ár þannig að ég veit ekki hvernig þetta er þá, en miðað við dagana á undan myndi ég búast við því að það sé sprengt mikið.

Stay tuned fyrir morgundaginn gott fólk því þá mun ég gera upp árið. Ég mun velja, bestu kvikmynd ársins að mati Óttars, bestu hljómplötuna, lagið, besta sjónvarpsþáttinn(hver ætli vinni það hmmm :) ) og fleira.

laugardagur, desember 28, 2002

Lag vikunnar
Ég gleymi alltaf að skella inn nýju lagi vikunnar. Núna valdi ég lag sem er nett hallærislegt en megakúl. Lagið er í svona speisuðum stíl og fjallar um unga konu sem hringir í manninn sinn sem er á leiðinni til Mars. Þetta er eightís-lag. Ég hef alltaf verið hrifinn af svona speisuðum lögum, það er bara eitthvað við þau sem heillar mig. Lagið heitir Clouds across the moon, og ég heyrði það fyrst fyrir mörgum árum en vissi aldrei hvað það heitir þangað til í ár þegar ég var að skoða tilveruna og þá var það þar.

Fór á Lord of the rings í gær. Þetta er massíf mynd ég þvi miður náði ekki að njóta hennar eins og ég vildi sökum þess hversu ömurlegt sæti ég fékk því það var stappað í bíó. Ég sat neðst til hægri og þurfti að snúa upp á hálsinn allan tíman sem ég horfði á myndina, við það stífnaði ég upp og vöðvabólgan sem fyrir var versnaði og ég fékk massífan höfuðverk. En ég fer aftur, einhvern tíma eftir áramót því þá hægist um og maður fær almennilegt sæti án þess að þurfa að berjast fyrir því. Svo komst ég að því í gær að mér finnst Legolas nettasti karakterinn í myndinni.

föstudagur, desember 27, 2002

Gleði, gleði. Ég fékk snemmbúna afmælisgjöf í dag í formi Fifa 2003. Ég bað reyndar um að fá hana núna milli jóla og nýárs svo ég gæti leikið mér eitthvað. Og viti menn, þessi leikur er fucking brilliant. Þetta er bara eins og maður sé að horfa á fótboltaleik. Það er rugl hversu vel EA Sports hafa náð þessum mönnum og það er mikið erfiðara að gera allt sem er bara skemmtilegra og mikil áskorun.

Ég er búinn að sofa svo mikið þessi jól að ég er kominn með hausverk, hehe. Já þetta hafa verið mjög góð jól. Vissulega voru ákveðin vonbrigði að fá ekki rjúpur í jólamatinn en frönsku andabringurnar voru ágætar. Svo var hangikjötið á jóladag mjög fínt og gaman í því jólaboði og svo fékk ég hamborgarhrygg í kvöld, þannig að maður er búinn að taka allan pakkann á þetta. Í ár er í fyrsta skipti í einhvenr tíma þar sem ég hafði eiginlega ekki hugmynd um hvað ég myndi fá og því var mjög gaman að opna suma pakka. Ég fékk rakvél og seríu nr 2 af Simpson´s á DVD, Jón Sigurðsson bókina, geisladiskastand, johnny cash geisladisk, brauðrétti eftir Jóa Fel sem á eftir að koma sér vel þar sem ég er mikill samlokukarl eins og einhverjir vita, svo var eitthvað fleira sem ég fékk.

Ég var í matarboði hjá ömmu áðan og eftir matinn sat ég ásamt einni stelpu sem var í matarboðinu og er í 10.bekk í grunnskóla og við vorum að horfa á Temptation Island, einhvern svona aukaþátt því serían er búin. Fjallaði þátturinn um hvort fólkið væri ennþá saman 6 mánuðum seinna. Og stelpan var svo spennt að vita þetta og svo þegar hún fékk að vita þá heyrðist t.d., Oh my god, og What og henni greinilega brugðið að sjá hvað hafði gerst á þessum 6 mánuðum. Svo í næstu viku verður væntanlega er ekki viss, þáttur þar sem allt það naughty sem gerðist í þáttunum verður sýnt, kellingarnar á júlíunum og singles fólkið að segja frá hvað gerðist og svona. Það á sko að mjólka þetta.

þriðjudagur, desember 24, 2002

Í Survivor hafa nú verið margar gellur. Hver man ekki eftir úr Survivor 1, Colleen Haskell sem síðar átti eftir að leika í the Animal, úr Survivor 2 megagellan Elisabeth Filarski, úr Survivor 3 Kim Powers og Kelly Goldsmith og úr Survivor 4 Gina Crews? Núna er hægt að endurnýja kynni sín af þessum gellum á síðunni Survivorfoxes.com, þar sem maður getur skoðað myndaalbúm og lesið sér til um innri manneskjuna sem þessar stúlkur hafa að geyma, því það er jú ekki bara útlit pakkans sem gildir heldur líka það sem er inni í honum.

Það styttist í jól og einhversstaðar eru komin jól, þannig að það er bara stemmning. Ég er búinn að heyra Jussa Björling syngja O, Helga nat sem maður bara verður að gera minnst einu sinni fyrir jólin og búinn að fá mér kókópuffs, þannig að jólaskapið er bara að detta yfir mig held ég. Ég vil óska öllum gleðilegrar hátíðar.

sunnudagur, desember 22, 2002

Ennþá ekkert shout out, fyrir utan prufuna mína. Er fólk hætt að lesa síðuna mína? Mér er spurn

Styttist bara í jólin og búið að kaupa kókópuffsið. Sko það er ekki til kókópuffs heima hjá mér nema á jólum og um páska þannig að það er svona eitthvað sem maður tengir við jól. Reyndar var keypt ansi lítill pakki, hann klárast þá væntanlega leiftursnöggt og bara spurning um hver vakni fyrstur hér á heimilinu.

Ahh ég ætla núna að fara að rifja upp gamla tíma í CM, það er LANGT síðan ég spilaði eitthvað síðast.

laugardagur, desember 21, 2002

Einn dagur liðinn og ekkert shout out. Hver mun eiga fyrsta shout out-ið?

Fyrsti dagurinn í vinnunni í dag, einungis 2 eftir. Í dag rifjaðist margt upp fyrir mér afhverju mig langar ekkert rosalega að vinna næsta sumar í HP, jú nefnilega að þurfa alltaf að vera biðjast afsökunar á einhverjum mistökum sem eru ekki einu sinni mér að kenna og svo leiðinlegir kúnnar. Þetta er nú reyndar einstaklega slæmt um jólin. Fólk er oft mjög leiðinlegt og ekkert er nógu gott fyrir það. Þess vegna reyni ég alltaf að vera góðir við starfsfólkið í þeim búðum sem ég fer í. Reyndar eins og ég var búinn að skrifa áður ætlaði ég mér ekkert að vinna um þessi jól en það var víst allt vitlaust að gera í Smáralind og ég sá aumur á verslunastjóranum. Greyið maðurinn hefur nánast ekkert sofið. Svo er þetta ágætt fæ pínu pening og svona. Það sem kom mér hvað mest á óvart í dag var það að það voru engir jólasveinar að hlaupa um og syngja Senn koma jólin( hey baby I wanna know lagið). Í fyrra var þetta að gera mig geðveikan. En það er allur morgundagurinn og þorláksmessa eftir þannig að við bíðum og sjáum til.

föstudagur, desember 20, 2002

Lög vikunnar
As promised er komið nýtt lag vikunnar og í þetta skiptið er það tvöföld ánægja. Fyrra lagið er með Radiohead en er samt svo ótrúlega ólíkt öllu sem Radiohead hafa gert. Hérna eru þeir instrumental með svona chillað lag, gott að hlusta á í jólastressinu. Þetta lag kom fyrst út að því er ég best veit á ep skífunni Airbag/how am I driving sem er snilldargripur og mæli ég með því að allir fari á dallasmavs.net/rhead og niðurhali honum þar.
Seinna lagið er með snillingnum RJD2 sem ég er að missa mig yfir þessa stundina. Þetta lag heitir The Horror og er bara massa kúl.
Endilega gefið shout out og segið mér hvað ykkur finnst.

Það hlaut að koma að því, mér hefur tekist að koma inn message kerfi. Þetta hefur verið mikil þrautarganga skal ég ykkur segja og ég einfaldlega náði því ekki afhverju mér tækist þetta ekki, þ.e. að setja inn eitt helv*** message kerfi. En núna er það komið og þá get ég farið að tjá mig og fengið viðbrögð sem er eitthvað sem ég vonast til að nýta mér.

Nú fer maður að reka af sér slyðruorðið og blogga reglulega. Ástæða fárra pósta síðustu daga eru náttúrulega prófin en núna er þau búin. Svo kanski maður reyni að hressa eitthvað upp á útlit síðunnar í góðum fílingi. Svo er ég að hugsa um að hafa tvöfalt lag vikunnar þetta skiptið, því ég hef verið svo óduglegur upp á síðkastið að setja inn nýtt lag vikunnar og á réttum tíma. Líklega mun ég setja inn í kvöld næstu lög.

Prófin kláruðust í gær, loksins og það var einkar gaman að fara í svona gott próf. Svo var náttúrulega mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu að fara að sjá Ash og Coldplay. Þegar ég mætti á svæðið var brjáluð röð en sem betur fer gekk þetta hratt fyrir sig. Augljóst var strax þarna að troðið yrði á tónleikunum. Þegar maður labbaði inn í salinn var frekar stappað og hófst þá troðningur við það að reyna að fá sér almennilegt pláss til að standa á og sjá eitthvað. Á svona tímum vildi ég vera svona 30 cm metrum stærri svo að ég sæi almennilega hvað væri í gangi þó svo tónlistin skipti mestu máli. Ash var upphitunarbandið og þeir voru bara mjög góðir, komu manni í gírinn fyrir því sem koma skyldi. Það kom mér í raun og veru á óvart hvað maður þekkti mörg lög með þeim og hversu lengi þau hafa verið að. Ég hef nú ekki alltaf fílað þau en þarna í gær voru þau með gott gig. Þegar Ash hafði lokið sér af hófst biðin eftir Coldplay. Sumir héldu því fram að einungis 10 mín bið eða svo væri eftir þeim og fólk stóð sem kyrrast inni í salnum en þegar það uppgötvaði að biðin yrði eitthvað lengri fór fólk að fara fram. Í hléinu sá ég soldið sem mér fannst svo fáránlegt og það var með mínútu millibili. Ég sá fólk sem var svo útúrdrukkið að það vissi varla hvað það héti og önnur þeirra stóð ekki í lappirnar. Pælið í því hvað það er leiðinlegt að missa af geðveikum tónleikum útaf því að þú varst svo full/ur. Ég hálfvorkenndi þessum stelpum því þær hafa líklega misst af tónleikunum. Eftir góða 25-30 mínútna bið stigu þeir loksins á sviðið og hófu leik og þeir voru í fantaformi. Chris Martin, crowdpleaser, byrjaði sterkt með því að tala nokkur vel valin orð á íslensku og salurinn missti sig. Svo hófu þeir leik og þeir voru drullugóðir. Þeir keyrðu í gegnum sín þekktustu lög eins og Yellow og Trouble, og svo tóku þeir lög af nýju plötunni, sem mér finnst ótrúlega góð og var mjög feginn að þeir tóku tvö af mínum uppáhaldslögum þar, Daylight og God put a smile upon your face. Það sem mér fannst annsi magnað við þessa tónleika var að þeir náðu nánd við áhorfendur fannst mér. T.d. allt í einu í miðju lagi hættu þeir að spila og Chris bað alla í höllinni að syngja með sem við og gerðum og það var helvíti flott sko. Svo í öðru lagi þá var svona millikafli í lagi þá kom hann með tilvísun í Sigurrósar lag, gott ef ekki lag númer 2 á Ágætis Byrjun og áhorfendur fíluðu þetta í botn. Svo var það nú ansi fyndið þegar hann var að byrja á einhverju lagi þá tók hann brjálað mútur og allir fóru að hlægja og hann líka. Svo var þrefalt uppklapp, sem þeir fá hrós fyrir að vera ekki alltof stutt á sviðinu, ólíkt Travis og svo endaði hann kvöldið með jólalagi og sendi alla glaða heim. Að mínu mati verða þetta að teljast bestu tónleikar sem ég hef farið á á Íslandi, báðar hljómsveitir í mögnuðu formi og með gott show. En þetta nær ekki að toppa Radiohead í Köben árið 2000 með Sigurrós sem upphitunarband. Það eru og verða bestu tónleikar sem ég hef farið á.
Tók einhver eftir því að áður en hann tók Yellow sagði hann að mér heyrðist: This song belongs to Iceland??? Heyrði einhver annar sem fór á tónleikana þetta?
Sagan segir nefnilega að þetta lag sé samið um Elízu nokkra, söngkonu Kolrössu Krókríðandi, síðar Bellatrix. En Bellatrix fór í tónleikaferðalag með Coldplay þegar þeir voru að byrja og þær voru að reyna fyrir sér í útlöndum.

laugardagur, desember 14, 2002

Háskólinn býður upp á það að maður fái sendar einkunnir með sms. Mér fannst þetta voða sniðugt og skráði mig í þessa þjónustu. Svo fór ég að spjalla við eitthvað lið sem er með mér í Verkfræðinni og þá kom í ljós að enginn hafði farið að mínu fordæmi. Bentu þau á hversu óþægliegt það yrði að fá einkunnir með sms. Því í hvert skipti sem maður fengi sms um jólin myndi maður halda að það væru einkunnirnar og yrði spenntur að vita, svo kæmi í ljós að þetta væru ekki einkunnirnar þá fengi maður spennufall og óþolinmóður eftir að þær færu nú að koma

2 Down and 2 to go. Já maður er bara búinn með helminginn af prófunum. Síðari hlutinn verður að teljast strembnari þó, eðlisfræði og stærðfræðigreining. Fór í rekstrarfræðipróf í dag og mér fannst mér ganga bara helvíti vel. Þetta á eflaust eftir að vera mér gott veganesti inn í næsta próf sem verður eðlisfræðin en ég met hana sem erfiðasta prófið.

Vonbrigði ársins voru núna nýlega. Þá var mér tjáð að engin yrði rjúpan um jólin, en fyrir mér er rjúpan tákn jólanna. Ef ég er ekki kominn í jólaskapið á aðfangadag þá kemst ég alltaf í jólaskapið þegar ég finn lyktina af rjúpunum. Ef einhver sem ég þekki fær rjúpur, þá má hann bjóða mér í mat.

fimmtudagur, desember 12, 2002

Jónas eða Johnny Mable eins og hann er betur þekktur sem plöggaði mig á síðunni sinni og viti menn, heimsóknarfjöldinn rauk upp úr öllu valdi, eins og veldisfall jafnvel, eða svo gott sem. Eitthvað um hundrað heimsóknir á einum degi, það hefur aldrei verið svo mikið. Takk fyrir plöggið Jónas.

Lag vikunnar
Það er komið nýtt lag vikunnar eins og ég lofaði í morgun. Lag vikunnar þetta skiptið er chill-lag dauðans. Það fyrirfinnst varla sá chilldiskur sem er ekki með þessu lagi en þar er reyndar notað instrumental útgáfan. Mér persónulega finnst þessi útgáfa betri. Lag vikunnar er Slip into something more comfortable og er með Kinobe. Njótið

Mikil bið hefur verið eftir því að vita hvað maður fékk í verklegri eðlisfræði, svo maður geti metið hversu gott maður þarf að fá á sjálfu prófinu til að ná. Ég fékk átta og er bara sáttur við það, hæsta einkunn var níu þannig að maður getur bara vel við unað.

Mig langaði ógurlega að kíkja inn í Íþöku í kvöld þegar ég beið eftir strætó niður á Lækjargötu. Það hefði svosem ekkert verið því til fyrirstöðu að líta aðeins inn í húsið þar sem ég í vor eyddi 6 vikum við próflestur og svo hefur maður verið þarna í öðrum prófatörnum. Kannski maður geri það næst, það eru víst fáir að læra þarna sem er synd því það myndast alltaf góð stemmning þarna meðal "the regulars".

Ég var að lesa síðuna hjá henni beturokk og hún er með svona kommentakerfim, sem er eitthvað sem mun koma í náinni framtíð á þessari síðu, og menn voru eitthvað að óska henni til hamingju að vera byrjuð aftur að blogga, hún hætti í 3 daga held ég. Svo byrjar einhver gaur að gera grín og þykjast vera duranona og kemur með einhverjar líkingar. Svo eins og oft vill verða þá leiðist samtalið á aðra leið heldur en að fjalla bara um betu, en hérna getið þið séð hvað einhverjir grínistar settu inn á kommentakerfið hennar. Mér þótti þetta fyndið:

mér finnst bara gott að beta sé búin að láta þessa stríðni frammhjá sér fara!bara eins og þegar ég var fyrst valinn í landsliðið,þá stríddu strákarnir mér útaf því að ég er svartur!.en ég lét það ekki á mig fá og sýndi það enn og aftur að ég get stokkið yfir hvaða vörn sem er!!
svo við tölum nú ekki um línusendingarnar.ha!!
þinn dúndranúna
Robert Duranona

ég vil taka það fram að ég og scrub-ið mitt Stjáni þekkjum ekki til þeirra einstaklinga sem eru að reyna finta sig og aðra hér í comment boxinu hennar Betu. Ég hef aldrei séð þá niðrí Kaplakrika að senda línusendingar og hvað þá borða hollt hjá Jóa Fel í hádeginu með okkur strákunum úr Rótaryfélagi Hafnarfjarðar. Það ætti að bera þá/hann útaf með slitinn streng...
Þorgils Óttar

Ém minnist nú ekki eftir að hafa séð ykkur á fundi íslenska hanboltasambandsins sem haldið var í íþróttaheimilinu á siglufyrði! en mér langar sammt að kasta alveg eitraðri línusendingu til allra þeirra sem að tóku mér eins og ég er.
blökkumaður með hæfileika...

dúndranúna
Róbert Duranona

ég man nú ekki eftir að hafa séð þig í b-keppnini ´89.....
svo talarðu heldur ekki íslensku, hvernig geturu stjórnað 6-0 vörn ef þú getur ekki öskrað "TALA SAMAN STRÁKAR!!!" ?
Fáðu þér 1hvað hollt að borða og hættu svo að stela frösunum okkar, þetta er fekar gelt hjá þér...

Kristján Arason

Skot í skrefinu.......
Arason!!!!!
Kristján Arason

Ég ætla plögga næsta lag vikunnar í kvöld. hef ekki haft tíma til þess fyrr en núna.

mánudagur, desember 09, 2002

Shiiiiii, ég var að horfa á minn uppáhaldsþátt, Alias og Goddamn hvað hann var góður. Þessir þættir eru svo way above aðra þætti um þessar mundir að það er ekki fyndið. T.d. lék Mr. Tarantino í þættinum í kvöld einhvern mega svala dude sem var að skapa usla og viti menn, það er framhald í næsta þætti. Höfundar þáttanna klára sjaldnast mál í einum þætti heldur gefa hverju máli tíma. Allir að horfa á Alias, næsta mánudag, mr. Tarantino og Jennifer Garner í svakastuði, ójá.

Síðustu tvær helgar hafa verið mjög skemmtilegar fyrir mig. Annað bróður minn er nefnilega Lifrarpollar aðdáandi og hinn er ArsAnal aðdáandi og mitt lið, Manchester United hefur unnið þau bæði. Svo hef ég líka skemmt mér yfir því að bróðir minn er með hálsbólgu og talar því eins og hann sé í mútum. Ég hef vitanlega gert mikið grín að honum eins og góðum bróðir sæmir, því ég fattaði ekki að gera þetta þegar hann var á unglingsskeiðinu.

laugardagur, desember 07, 2002

Það held ég heillin, Manchester United is back in business. Við strákarnir fórum að horfa á leikinn og það var ekki laust við það að ég var pínu spenntur, því maður veit hvers megnugt þetta Arsenal lið er, en frá fyrstu mínutu voru Manchester eins og grenjandi ljón og gáfu Arsenal mönnum ekki cm til að vinna með. Arsenal skoraði ekki í fyrsta skipti í 55 leikjum og Manchester er komið í baráttuna. Svo tapaði Liverpool þannig að maður sér fram á skemmtilegt season í boltanum.

Lögfræðinemar voru í prófi í dag. Ég sá námsefnið í vikunni og þetta var massíft mikið. Það mætti líta á þetta sem stórt sögupróf því prófið er réttarsaga minnir mig frá tímum áður en fyrstu landnemarnir komu hingað og jafnvel fyrr. Þegar ég las glósurnar hjá einum lögfræðinema sem ég þekki þá var ég ekki heitur fyrir því að fara í þetta próf, þó svo að saga sé mitt uppáhaldsfag.

Nýja lagið með mínus er þvílík snilld. Ég fílaði þá ekki mikið hér áður en núna eru þeir orðnir meira melodískir en samt er mikill kraftur í þeim. Mæli með því að fólk tjekki á nýja vídeóinu með nýja laginu á minus.is eða minus.com man ekki hvort það er.

föstudagur, desember 06, 2002

Það er ekki laust við að maður sé með pínu hnút í maganum. Ástæða, jú á morgun er stórleikur, Manchester United á móti arsenal. Við drengirnir ætlum að hittast eins og svo oft áður og styðja okkar lið, en þetta á eftir að vera þvílík spenna ég bara finn það á mér.

Svo var ég að gera draumaliðið klárt fyrir næstu umferð. Það gekk ekki svo vel í síðustu umferð og missti ég góðu stöðuna mína sem ég hafði komið mér í með umferðinni á undan. Nú er bara vona að mínir menn stendi sig á vellinum og tryggi mér fullt af stigum, því annars á ég ekki eftir að ná takmarkinu mínu, að komast inn á topp tíu listann.

Sumir kennarar eru ótrúlega bíræfnir. T.d. í tímanum í dag, og mörgum sinnum áður rændi kennarinn af okkur frímínútum og fór að auki yfir tímann. Það er hreint ótrúlegt hvað menn geta verið bíræfnir. Föstudagar eru leiðinlegustu dagar í skólanum. Maður er samfellt frá 8-15:20, ekkert matarhlé og þetta eru svona skriffög sem maður er í allan daginn. Enda er maður líka búinn þegar maður kemur heim. Og ekki skánar það þegar kennararnir eru gjarnir á það að ræna af manni mínútunum.

fimmtudagur, desember 05, 2002

Maður hefur aðeins dregið úr skrifum hérna. Ástæða? Jú prófin nálgast. Í dag eru nákvæmlega 2 vikur þangað til öll próf eru búin. Eftir tvær vikur um kvöldið mun ég fara að sjá Colplay.

Á laugardaginn verður dómsdagur. Þá mætast Manchester United og arsenal. Ef Man Utd vinnur þá er allt opið fyrir þeim í meistarabaráttunni en ef þeir tapa er á brattann að sækja. Það er varla að maður geti horft á þetta, þetta verður eflaust alltof spennandi. En maður lætur sig nú hafa það, enda um stórleik að ræða.

Skrýtið hvað maður gleymir alltaf þegar maður sest niður gagngert til að skrifa hérna öllu því sem maður hafði dottið í hug, það hafa ýmsar hugmyndir komið upp í kollinn á mér, og núna mundi ég eftir einni. Ég ætlaði til dæmis að tala eitthvað um íslensk jólalög. T.d. finnst mér eitt leiðinlegasta jólalagið vera Svona eru Jólin, ég tengi lagið við eymd og leiðindi, sérstaklega út af bakraddasöngvurunum sem syngja sérstaklega eymingjalega. Svo er náttla lagið Ef ég nenni. Það lag kemst hátt á lista yfir leiðinlegustu lög fyrir það eitt hversu lélegur textinn er. Jólahjól var alltaf í miklu uppáhaldi en eftir að hafa unnið í Smáralind um síðustu jól, þar sem ég heyrði þetta lag of oft þá eyðilagðist þetta lag fyrir mér. Mér finnst það ekki jafngott lengur.

þriðjudagur, desember 03, 2002

Lag vikunnar
þessu sinni er lag vikunnar með B-jerk, eða Björk. Þetta lag er í miklu uppáhaldi hjá mér af lögum hennar, bæði venjulega útgáfan og svo sú sem ég set inn núna. Lagið heitir Isobel (carcass remix). Það sem er magnað við þetta remix er það að allir sinfoníupartarnir eru spilaðir af gítar, og lagið er allt í svona þungarokkstón. Tjekkið á þessu, þetta er massa kúl.

sunnudagur, desember 01, 2002

Sumar unglinga ástarmyndir eru svo ótrúlega fyrirsjáanlegar að maður þarf bara að sjá trailer-inn til að vita hvað gerist í myndinni. Að vissu leyti er þetta gott, þá þarf maður ekki að borga sig inn á þær myndir( maður er reyndar farinn að vera mjög picky á myndir því það kostar 800kr inn). Svona í ganni mínu ætla ég að lýsa einni svona mynd.

Persónur:Oft snúast svona myndir um ljótu stelpuna, þið vitið þessi með gleraugun. Aðalstrákurinn er fyrirliði fótbolta liðsins sem allir dýrka, og aðalklappstýran sem er mesta tíkin í myndinni.

Söguþráður:
Prom er framundan og aðalumræðuefnið er hver verði promking og promqueen. Fólk er að bjóða hvort öðru á ballið og aðalklappstýran er þess fullviss um að fyrirliði fótboltaliðsins muni bjóða sér. Ljóta stelpan telur sig vera heppna ef einhver býður sér. Svo gerist það að fyrirliði fótboltaliðsins gerir veðmál við félaga sína í líðinu um að hann geti gert ljótu stelpuna að drottningu á einungis 3 vikum eða svo. Byrjar hann að hözzla hana og hún trúir því ekki hvað hún er heppin að aðalgaurinn í skólanum, strákurinn sem hún hefur alltaf verið hrifinn af skuli tala við sig, hvað þá bjóða sér á stefnumót. Við þetta umbreytist stelpan hægt og rólega og mesta umbreytingin verður á kvöldinu sem promið er, þá kemur hún eins og svanur, íðilfagur, fram og strákurinn trúir ekki sínum eigin augum. Þau fara á promið eru valin king og queen en stelpan kemst að því að gert hafði verið veðmál. Hún verður voða fúl og gaurinn er voða sorry. Hann segir henni að jú vissulega hafði verið gert veðmál í upphafi en svo hafi hann orðið ástfanginn af henni, en hún trúir honum ekki alveg. Myndin endar samt alltaf á því að hún fyrirgefur stráknum og þau ná saman.

Fór í gær til ömmu og skar út laufabrauð. Ég gerði eflaust flottasta laufabrauð kvöldsins en samt var það mjög steikt. Ég bjó til pí. Eftir að hafa skorið út frekar fá laufabrauð skellti ég mér í bíó með Einsa Kalda og við sjáum 007 kl: 007. Þetta var einhver powersýning og djössins læti. Manni leið eins og maður væri í bardaganum, þvílíkur var hávaðinn í skotunum. Myndin sem slík er ágætis afþreyfing, söguþráðurinn er ekki upp á marga fiska eins og í gömlu myndunum þar sem þeir gerðu í það minnsta heiðarlega tilraun heldur eru ofsafengin háskaatriði í aðalhlutverki. Þegar Ísland var fyrst nefnt í myndinni fóru allir að hlægja, það var mjög merkilegt. Og mér fannst það soldið skemmtilegt að sjá að nánast allir bílarnir í atriðunum á Íslandi voru með íslensk bílnúmer.