A site about nothing...

föstudagur, desember 27, 2002

Ég er búinn að sofa svo mikið þessi jól að ég er kominn með hausverk, hehe. Já þetta hafa verið mjög góð jól. Vissulega voru ákveðin vonbrigði að fá ekki rjúpur í jólamatinn en frönsku andabringurnar voru ágætar. Svo var hangikjötið á jóladag mjög fínt og gaman í því jólaboði og svo fékk ég hamborgarhrygg í kvöld, þannig að maður er búinn að taka allan pakkann á þetta. Í ár er í fyrsta skipti í einhvenr tíma þar sem ég hafði eiginlega ekki hugmynd um hvað ég myndi fá og því var mjög gaman að opna suma pakka. Ég fékk rakvél og seríu nr 2 af Simpson´s á DVD, Jón Sigurðsson bókina, geisladiskastand, johnny cash geisladisk, brauðrétti eftir Jóa Fel sem á eftir að koma sér vel þar sem ég er mikill samlokukarl eins og einhverjir vita, svo var eitthvað fleira sem ég fékk.

Ég var í matarboði hjá ömmu áðan og eftir matinn sat ég ásamt einni stelpu sem var í matarboðinu og er í 10.bekk í grunnskóla og við vorum að horfa á Temptation Island, einhvern svona aukaþátt því serían er búin. Fjallaði þátturinn um hvort fólkið væri ennþá saman 6 mánuðum seinna. Og stelpan var svo spennt að vita þetta og svo þegar hún fékk að vita þá heyrðist t.d., Oh my god, og What og henni greinilega brugðið að sjá hvað hafði gerst á þessum 6 mánuðum. Svo í næstu viku verður væntanlega er ekki viss, þáttur þar sem allt það naughty sem gerðist í þáttunum verður sýnt, kellingarnar á júlíunum og singles fólkið að segja frá hvað gerðist og svona. Það á sko að mjólka þetta.