A site about nothing...

föstudagur, desember 06, 2002

Það er ekki laust við að maður sé með pínu hnút í maganum. Ástæða, jú á morgun er stórleikur, Manchester United á móti arsenal. Við drengirnir ætlum að hittast eins og svo oft áður og styðja okkar lið, en þetta á eftir að vera þvílík spenna ég bara finn það á mér.

Svo var ég að gera draumaliðið klárt fyrir næstu umferð. Það gekk ekki svo vel í síðustu umferð og missti ég góðu stöðuna mína sem ég hafði komið mér í með umferðinni á undan. Nú er bara vona að mínir menn stendi sig á vellinum og tryggi mér fullt af stigum, því annars á ég ekki eftir að ná takmarkinu mínu, að komast inn á topp tíu listann.

Sumir kennarar eru ótrúlega bíræfnir. T.d. í tímanum í dag, og mörgum sinnum áður rændi kennarinn af okkur frímínútum og fór að auki yfir tímann. Það er hreint ótrúlegt hvað menn geta verið bíræfnir. Föstudagar eru leiðinlegustu dagar í skólanum. Maður er samfellt frá 8-15:20, ekkert matarhlé og þetta eru svona skriffög sem maður er í allan daginn. Enda er maður líka búinn þegar maður kemur heim. Og ekki skánar það þegar kennararnir eru gjarnir á það að ræna af manni mínútunum.