A site about nothing...

laugardagur, desember 07, 2002

Það held ég heillin, Manchester United is back in business. Við strákarnir fórum að horfa á leikinn og það var ekki laust við það að ég var pínu spenntur, því maður veit hvers megnugt þetta Arsenal lið er, en frá fyrstu mínutu voru Manchester eins og grenjandi ljón og gáfu Arsenal mönnum ekki cm til að vinna með. Arsenal skoraði ekki í fyrsta skipti í 55 leikjum og Manchester er komið í baráttuna. Svo tapaði Liverpool þannig að maður sér fram á skemmtilegt season í boltanum.

Lögfræðinemar voru í prófi í dag. Ég sá námsefnið í vikunni og þetta var massíft mikið. Það mætti líta á þetta sem stórt sögupróf því prófið er réttarsaga minnir mig frá tímum áður en fyrstu landnemarnir komu hingað og jafnvel fyrr. Þegar ég las glósurnar hjá einum lögfræðinema sem ég þekki þá var ég ekki heitur fyrir því að fara í þetta próf, þó svo að saga sé mitt uppáhaldsfag.

Nýja lagið með mínus er þvílík snilld. Ég fílaði þá ekki mikið hér áður en núna eru þeir orðnir meira melodískir en samt er mikill kraftur í þeim. Mæli með því að fólk tjekki á nýja vídeóinu með nýja laginu á minus.is eða minus.com man ekki hvort það er.