A site about nothing...

fimmtudagur, desember 05, 2002

Maður hefur aðeins dregið úr skrifum hérna. Ástæða? Jú prófin nálgast. Í dag eru nákvæmlega 2 vikur þangað til öll próf eru búin. Eftir tvær vikur um kvöldið mun ég fara að sjá Colplay.

Á laugardaginn verður dómsdagur. Þá mætast Manchester United og arsenal. Ef Man Utd vinnur þá er allt opið fyrir þeim í meistarabaráttunni en ef þeir tapa er á brattann að sækja. Það er varla að maður geti horft á þetta, þetta verður eflaust alltof spennandi. En maður lætur sig nú hafa það, enda um stórleik að ræða.

Skrýtið hvað maður gleymir alltaf þegar maður sest niður gagngert til að skrifa hérna öllu því sem maður hafði dottið í hug, það hafa ýmsar hugmyndir komið upp í kollinn á mér, og núna mundi ég eftir einni. Ég ætlaði til dæmis að tala eitthvað um íslensk jólalög. T.d. finnst mér eitt leiðinlegasta jólalagið vera Svona eru Jólin, ég tengi lagið við eymd og leiðindi, sérstaklega út af bakraddasöngvurunum sem syngja sérstaklega eymingjalega. Svo er náttla lagið Ef ég nenni. Það lag kemst hátt á lista yfir leiðinlegustu lög fyrir það eitt hversu lélegur textinn er. Jólahjól var alltaf í miklu uppáhaldi en eftir að hafa unnið í Smáralind um síðustu jól, þar sem ég heyrði þetta lag of oft þá eyðilagðist þetta lag fyrir mér. Mér finnst það ekki jafngott lengur.