Í Survivor hafa nú verið margar gellur. Hver man ekki eftir úr Survivor 1, Colleen Haskell sem síðar átti eftir að leika í the Animal, úr Survivor 2 megagellan Elisabeth Filarski, úr Survivor 3 Kim Powers og Kelly Goldsmith og úr Survivor 4 Gina Crews? Núna er hægt að endurnýja kynni sín af þessum gellum á síðunni Survivorfoxes.com, þar sem maður getur skoðað myndaalbúm og lesið sér til um innri manneskjuna sem þessar stúlkur hafa að geyma, því það er jú ekki bara útlit pakkans sem gildir heldur líka það sem er inni í honum.
Það styttist í jól og einhversstaðar eru komin jól, þannig að það er bara stemmning. Ég er búinn að heyra Jussa Björling syngja O, Helga nat sem maður bara verður að gera minnst einu sinni fyrir jólin og búinn að fá mér kókópuffs, þannig að jólaskapið er bara að detta yfir mig held ég. Ég vil óska öllum gleðilegrar hátíðar.
Það styttist í jól og einhversstaðar eru komin jól, þannig að það er bara stemmning. Ég er búinn að heyra Jussa Björling syngja O, Helga nat sem maður bara verður að gera minnst einu sinni fyrir jólin og búinn að fá mér kókópuffs, þannig að jólaskapið er bara að detta yfir mig held ég. Ég vil óska öllum gleðilegrar hátíðar.