A site about nothing...

fimmtudagur, desember 12, 2002

Jónas eða Johnny Mable eins og hann er betur þekktur sem plöggaði mig á síðunni sinni og viti menn, heimsóknarfjöldinn rauk upp úr öllu valdi, eins og veldisfall jafnvel, eða svo gott sem. Eitthvað um hundrað heimsóknir á einum degi, það hefur aldrei verið svo mikið. Takk fyrir plöggið Jónas.

Lag vikunnar
Það er komið nýtt lag vikunnar eins og ég lofaði í morgun. Lag vikunnar þetta skiptið er chill-lag dauðans. Það fyrirfinnst varla sá chilldiskur sem er ekki með þessu lagi en þar er reyndar notað instrumental útgáfan. Mér persónulega finnst þessi útgáfa betri. Lag vikunnar er Slip into something more comfortable og er með Kinobe. Njótið

Mikil bið hefur verið eftir því að vita hvað maður fékk í verklegri eðlisfræði, svo maður geti metið hversu gott maður þarf að fá á sjálfu prófinu til að ná. Ég fékk átta og er bara sáttur við það, hæsta einkunn var níu þannig að maður getur bara vel við unað.

Mig langaði ógurlega að kíkja inn í Íþöku í kvöld þegar ég beið eftir strætó niður á Lækjargötu. Það hefði svosem ekkert verið því til fyrirstöðu að líta aðeins inn í húsið þar sem ég í vor eyddi 6 vikum við próflestur og svo hefur maður verið þarna í öðrum prófatörnum. Kannski maður geri það næst, það eru víst fáir að læra þarna sem er synd því það myndast alltaf góð stemmning þarna meðal "the regulars".