A site about nothing...

laugardagur, júní 26, 2004

Ég held að ég hafi séð of marga þætti af Bold and the Beautiful. Þar er ekki óalgengt að sjá t.d. Sally Spectra halda heilu ræðurnar þar sem hún talar við sjálfa sig, voða íhugul og svona. Nú er mál þannig með vexti að ég stend mig oft að því að tala við sjálfan mig upphátt, það sem ég er að hugsa. Áður gerði ég þetta kanski stundum ef ég var einn, t.d. í bílnum á leiðinni í eða úr skólanum. En núna hef ég tekið eftir því að ég er farinn að gera þetta oftar og passa mig greinilega ekki, því þetta lítur út eins og maður sé geðveikur. Hvað finnst ykkur er þetta merki um geðveiki?
Leikur Frakka og Grikkja í gær var einn sá leiðinlegasta í keppninni til þessa. Leikurinn í kvöld var ekki mikið skárri svosem og það var mikið drama að horfa á vítóið. Nú er bara vonandi að seinasti leikur átta liða úrslitanna verði bráðfjörugur því átta liða úrslitin hafa ekki verið nógu skemmtileg miðað við riðlakeppnina.

fimmtudagur, júní 24, 2004

Tjallarnir liðið sem ég held með, auk Hollands, er fallið úr leik eftir ansi dramatískan leik. Spurning hvort Beckham fái að taka víti aftur, hann er ekki alveg að nýta þau en hann var mjög óheppinn að renna þarna. Ricardo án vafa hetja kvöldsins, ver víti berhentur og skorar síðan ótrúlega örugglega og tryggir sigurinn. Postiga var líka kaldur með chippinu. Nú hvetur maður bara Holland áfram.
Sjónvarpsstöðvarnar eru með hreint út sagt mjög gott prógram í sumar. Hver raunveruleikasjónvarpsþátturinn (mjög langt orð) er að hefja göngu sýna og maður verður að velja og hafna hvað skal horfa á, því annars fer maður ekkert úr húsi. Í gær sá ég fyrsta þáttinn af Joe Schmo á Popptívi. Hugmyndin að baki þættinum er snilld að mínu mati, þetta er svona survivor dæmi, þ.e. að þola eitthvað fólk sem þú þekkir ekkert á meðan þú keppir við þau í allskonar keppnum og svo er svona Truman show fílingur í þessu sem er snilld að mínu mati. Gaurinn sem er Joe Schmo heldur að hann sé að keppa í raunveruleikaþætti sem heitir Lap of Luxury eða eitthvað álíka og er mjög ýkt útgáfa af svona þáttum. Það sem hann veit ekki er að allir aðrir keppendur eru leikarar sem eru í starfinu allan tímann og verða að passa sig að klúðra ekki hlutunum svo hann fatti ekki hvað sé í gangi. Gaurinn er þvílíkt næs og viðkunnalegur og mjög fyndið að fylgjast með þessu. Ég mæli allaveganna með því að fólk sem fýlar raunveruleikasjónvarpsþætti tjekki á þessum því þetta er stálið. Sýnt á þriðjudögum klukkan hálfníu eða níu.

Að lokum update varðandi stakeout gaurinn. Hann var ekki úti í dag og því spurning hvort stakeoutið sé búið eða gaurinn búinn að lemja þann sem skuldar. Reyndar kom ný kenning fram í gær. Mömmu datt í hug að þetta væri eitthvað svona foreldraerjur, hver á að fá börnin dæmi, og gaurinn ætlaði að ná börnunum sínum.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Það er voða spennó hlutir í gangi fyrir utan heimili mitt um þessar mundir. Þannig er mál með vexti að í gær þegar ég kom heim úr vinnunni þá var bíll í bílastæði bróður míns og þar sat einhver gaur. Þegar mamma kom heim sagði hún okkur að hann hefði verið þarna nánast allan daginn og við fórum að velta því fyrir okkur hvað gæti verið í gangi. Nú um kvöldið þá fer hann en viti menn, klukkan 9 í morgun var hann mættur og núna á öðrum bíl. Þegar ég kom heim klukkan 5 spurði mamma mig hvort hann væri ennþá fyrir utan sem hann og var. Ég held að þetta sé lögga eða eitthvað slíkt í stake-outi og sé að fylgjast með einhverjum í einhverri blokk í nágreninu, í það minnsta ekki minni blokk því þá væri þetta lélegt stake-out hjá honum. Ég sagði Einari frá þessu og hann giskaði á að þetta gæti verið einhver gaur sem ynni fyrir fíkniefnadúdda og væri að bíða eftir að sjá manneskjuna sem skuldar þeim pening til að handrukka hana.
Verður böst á morgun? Fylgist með

Að óskyldu máli, knattspyrnu. FC Kaos gerði jafntefli við liðið Hvat í gær sem margir spá ágætu gengi. Leikurinn fór 1-1 og var hörkuleikur sem hefði getað dottið hjá hvoru liðinu sem var. Það þarf vart að taka það fram að Sjonni skoraði okkar mark og að Fjalarr átti mjög góðan leik í markinu. Annars börðumst við vel og sóttum vel þannig að þetta er að smella hjá okkur.
Svo vil ég bara lýsa yfir ánægju minni að Hollendingar og Tékkar komust úr D-riðli en ekki Þjóðverjar. Tékkar eru með rosalega gott lið og komast eflaust langt. Svo held ég eiginlega með Hollendingum og því var ljúft að sjá þá fara áfram. Þessi Kolinko átti stórleik þrátt fyrir að fá á sig þrjú mörk. Hann gæti farið í eitthvað gott lið næsta haust, nema hann sé nú þegar í góðu liði, ég hreinlega veit það ekki.

mánudagur, júní 21, 2004

Bongó blíða eins og fólk segir í allan dag. Maður hatar ekki þegar veðrið er svona. Þetta eru dagarnir þar sem ég væri til í að vinna úti. Það væri svalt ef maður væri í svona vinnu þar sem maður ynni úti þegar góða veðrið væri og inni þegar leiðinlega veðrið væri.
Þegar veðrið er svona þá er nánast skylda að kíkja á Austurvöll því þar er stemmningin. Fólk situr út um allt, með öllara eða eitthvað annað í gúddí fíling. ÁTVR græðir náttúrulega feitt á þessu því það vilja allir fá sér öllara, þ.e. það fólk sem er fyrir öllarann gefinn. Svo leiðist manni nú ekki að kíkja á kvenfólkið sem spókar sig um í bænum.
Það er vonandi að veðrið verði jafngott á morgun því þá eigum við leik í Carlsberg deildinni og það er alltaf gaman að keppa í góðu veðri.

laugardagur, júní 19, 2004

Þvílíkur leikur sem Hollendingar og Tékkar spiluðu áðan og að sama skapi, þvílík vonbrigði. Bæði lið sýndu frábæran sóknarbolta mestan hluta leiksins og tempóið í leiknum var fáránlegt, þeir eru eflaust allir dauðuppgefnir núna. Dick Advocaat gerði þvílík mistök þegar hann tók Robben útaf og ákvað að reyna að halda fengnum hlut í stöðunni 2-1, hann nagar sig eflaust í handabökin núna. Dómarinn var sá versti sem ég hef séð í lengri tíma og mætti líta á sigurinn sem hálfgerða gjöf frá honum til Tékka. Heitinga var óréttlátt sendur af velli þar sem þetta var svo langt frá því að vera gult spjald fyrir brotið á Nedved og svo var spurning um eitt eða tvö víti sem Holland hefði getað fengið. En það þýðir víst lítið að gráta það sem er liðið. Nú þurfa Hollendingar bara að taka Letta sem verður reyndar ekki auðvelt miðað við frammistöðu þeirra í dag og vonandi tapa Þjóðverjar eða gera jafntefli.

föstudagur, júní 18, 2004

Er fótbolti lífið? Svei mér þá ef það á ekki bara við um þessar mundir. Dag eftir dag sér maður æsispennandi leiki þar sem bestu fótboltamenn heims etja kappi á móti hvor öðrum og óvænt úrslit og flott tilþrif eiga sér stað. Litlu liðin eru að standa í stóru liðunum og lúffa ekki fyrir þeim þó svo að hefðin sé kanski hjá stóru liðunum, fyrir það eiga þau hrós skilið. Grikkir svo dæmi séu tekin eru í mjög góðri aðstöðu til að eyðileggja mótið fyrir Spánverjum eða það sem er líklegra, Portúgölum.
Í kvöld var hörkuleikur þegar Svíar og Ítalir mættust. Ítalir réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og hefðu hæglega verið búnir að setja eins og fimm kvikindi í netið eða svo en það var aðeins einn bolti sem fór inn. Í síðari hálfleik bökkuðu þeir eins og þeirra er von og vísa og hófu að leika sinn leiðilega leik. Þá tóku Svíar við sér og réðu lögum og lofum á vellinum og voru stórhættulegir en lengi vel tókst Ítölum að verjast vel. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og þurfti "undramark" snillingsins Ibrahimovic til. Adolf Ingi fór að hlægja geðveikislegum hlátri í útsendingunni þegar markið var sýnt aftur því þetta var svo fáránlegt mark. Ibrahimovic notaði hælinn til að flicka boltanum og einhvern veginn endaði hann upp undir slánni efst í markhorninu. Ótrúlegur leikur og leikurinn milli Svía og Dana verður rosalegur.
Á morgun er annar rosalegur leikur þegar Hollendingar, liðið sem ég styð soldið í keppninni, mæta Tékkum í riðli dauðans.
Annars verð ég að taka undir með þeim skonrokk mönnum þegar þeir tala um að lýsendurnir sumir hverjir á RÚV eru í tómu tjóni að lýsa leikjunum. Adolf Ingi er án vafa versti lýsandinn. Hans markmið er að þylja allt upp sem hann veit um leikmennina og ef t.d. einhver væri blindur að "horfa" á leikinn, hefði sá hinn sami ekki hugmynd um hvað væri að gerast á vellinum.
Annars er það bara gott fótboltatjill um helgina.

fimmtudagur, júní 17, 2004

FC Kaos keppti í kvöld og í fyrsta skipti höfðum við áhorfanda. Hildur Einars kærasta fyrirliðans, Sigurjóns, mætti og öskraði á við tíu manns milli þess sem hún barði á bassatrommu sem hún hafði með í förum.
En ef við snúum okkur að leiknum þá var þetta baráttuleikur gegn sterku liði. Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður hjá okkur en í seinni hálfleik spiluðum við miklu betur og vorum stanslaust í sókn. Við lentum tvívegis undir en komum tilbaka, jöfnuðum og komumst yfir. Þá jöfnuðu þeir og lítið var eftir, þarna var staðan 3-3. Við náðum að setja eitt kvikindi í viðbót og svo halda og munaði þar mikið um þátt Fjalarkattarins, a.k.a. Der Katze, a.k.a. Lárus, a.k.a. whole lot of a.k.a´s, hann átti nokkrar magnaðar markvörslur sem björguðu okkur í þessum leik. Þannig að í heildina var þetta mjög sætur baráttu sigur og vonandi setur þetta tóninn fyrir sumarið.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ég varð þvílíkt fyrir vonbrigðum þegar ég horfði á leik Hollendinga og Þjóðverja áðan. Hollendingar voru ógurlega slakir í fyrri hálfleik og fremstur í flokki var Bolo Zenden. Maðurinn var algjörlega út úr takti við þennan leik. Snejder, Overmars og Hávaxni maðurinn, man ekki hvernig nafnið er skrifað, breyttu gangi leiksins. Ég skal hundur heita ef Zenden byrjar næsta leik inni á. Annars var markið hjá RUUUD snilld, þvílíkt vel gert hjá honum, enda öskraði ég hátt af gleði þegar hollendingar loksins brutu ísinn.

mánudagur, júní 14, 2004

Þvílíkt svekkelsi fyrir England. Spiluðu leikinn taktískt séð virkilega vel og hefðu átt skilið öll þrjú stigin eða í það minnsta eitt stig. En svona er fótboltinn og ekki laust við að þetta minnti mann á Camp Nou 1999. Verður Gerrard hataður á Englandi eftir þetta?
Hérna til hliðar er linkur sem á stendur myndir. Þarna eru myndir sem ég hef tekið í gegnum tíðina og er nýbúinn að fleygja á netið. Knock yourselves out.

sunnudagur, júní 13, 2004

Sem ég sat ásamt þremur öðrum drengjum, þeim Hrafni, Adda AK og Bjarna Torfasyni á Hvebbanum í gær fór ég að pæla í því hvort það væri fyndið eða steikt ef allt í einu þegar eitthvað ákveðið lag kæmi að við myndum standa upp, og dansa heavy samhæfðan og flottan dans. Svo þegar lagið væri búið myndum við bara sitjast aftur niður og halda áfram að spjalla. Hvað finnst ÞÉR, fyndið eða steikt?
Annað atvik sem ég minnist á Hvebbanum. Nú er það þannig að maður er mjög vanur að sjá myndir af tveimur stúlkum að kyssast og er svo komið fyrir mér að mér er hætt að finnast þetta voða spes, því vanalega er þetta eitthvað svona hálskyrtlahokkí og frekar ósexy að mínu mati. Sem við vorum á þarna í gær voru tvær mjög fallegar stúlkur að láta vel að hvor annarri og kysstust nokkrum sinnum mjög innilega. Og við strákarnir vorum ekki að hata það skal ég ykkur segja. Þetta var svo fallegt eitthvað hehe, svona ljúfur koss, ekki hálskyrtlahokkí.
Jón Árni úr verkfræðinni var með partý í gær og drengurinn kann að halda partý. Hann var búinn að panta eitthvað temmilega stórt partýtjald sem gestir gátu setið inni í og notið þess að heyra tónlistina úr hátölurunum sem voru úti. Inni hafði hann búið til svona dansherbergi sem var með reykvél, diskókúlu, útfjólubláu ljósi, leysigeislasjóvi og svona blikkandi ljósi. Einnig var hann með á boðstólnum RC Kóla sem ég held að hann hafi pantað á netinu.
Marta hélt upp á tuttuguogtveggja ára afmælið sitt í dag í sumarbústað sem fjölskylda hennar á rétt utan við Reykjavík. Marta er náttúrulega ein mesta húsmóðir sem ég veit um. Þvílíkar voru veitingarnar að maður var nánast saddur allan tímann sem maður var þarna, ég kom 5 og fór klukkan að verða þrjú um nóttu. Svo hafði hún skipulagt ratleik og þegar ég mætti var veðrið ekki nógu gott en það rættist úr því og var þetta hinn fínasti ratleikur. Okkar lið fékk ekki stígvél þannig að ég óð einhverja litla á sem þurfti að komast yfir og ná í vísbendingu, hvað gerir maður ekki fyrir liðið? Við síðan vorum seinust í mark en unnum samt, fengum flest stig úr leystum þrautum. Svo var gerður varðeldur og sungið. Helvíti fínt afmæli hjá stelpunni.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Nú vita flestir að ég er frekar fanatískur Radiohead aðdáandi og fýla nærrum allt sem þeir gera. En það er þó eitt lag sem ég fýla ekki mjög og um tíma þoldi ég hreinlega ekki og það er lagið High and Dry af The Bends. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart þar sem þetta er frekar vinsælt lag. Um daginn heyrði ég hinsvegar útgáfu af þessu lagi sem mér finnst virkilega flott. Það er einhver breskur hotshot að nafni Jamie Cullum sem gerði þessa útgáfu og er hún svona í djassstíl og mér finnst lagið einhvernveginn njóta sín miklu betur. Ég mæli allaveganna með því að allir tjekki á þessu hjá kappanum því þetta er mjög flott stuff.
Eftir að hafa unnið á lagernum í viku plús nokkra daga er ég farinn að hugsa í staðlaðri byrði.
Ástralir eru þvílíkir snillingar. Mig langar ekki lítið til að fara þangað einn daginn og skoða mig almennilega um eða jafnvel búa þar um stund. Þessa skoðun mína byggi ég á því sjónvarpsefni sem ég hef séð í gegnum árin og er framleitt í Ástralíu. Nágrannar eru náttúrulega það fyrsta sem maður sá, allaveganna sem ég man eftir og ég horfði einu sinni alltaf á þá þætti. Svo var þáttur sem heitir Hartbreak High sem var mjög góður og nú nýjast The Block. Eftir að hafa séð þann þátt langar mig enn frekar til Ástralíu því fólkið er mjög svalt og gellurnar virkilega flottar, t.d. hún Fiona úr þáttunum. Og ef maður væri kominn á þessar slóðir væri ekki óvitlaust að kíkja til Nýja Sjálands því eftir að maður sá LOTR myndirnar þá væri ansi magnað að skoða þetta land. Þetta er að mig minnir eina landið í heiminum sem hefur allar gerðir af veðrakerfum, held ég sé að fara með rétt mál hérna, og svo er landið gullfallegt.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Hér á eftir fer lítil en sönn saga.
Á sunnudagsmorgun vakna ég upp við það að ég heyri suð í að þvi er ég tel, býflugu á bakvið gluggatjöldin í herbergi mínu. Þar sem mér er ekki vel við býflugur eða geitunga vildi því ekki fá eina slíka í andlitið ákvað ég að skríða fram í sófa og lúra þar. Um kvöldið er ég eitthvað að dunda í tölvunni en heyri ekkert í býflugunni og býst því við að hún sé annaðhvort dauð eða floginn út um gluggann sem hún kom inn. Ég fer því að sofa í góðri trú um að "hættan" sé liðin hjá. Þá nótt vakna ég klukkan hálffimm um morgunin við það að ég heyri í helvítis býflugunni og er hún komin á kreik. Enn heyrist mér hún vera bakvið gluggatjöldin en eins og deginum áður, ákveð ég að sofa frekar í sófanum frammi heldur en að standa í stórræðum við það að eyða flugunni. Þegar ég kem heim úr vinnunni þennan dag, fer ég að kíkja hvort býflugan væri ennþá og dreg alveg frá og skoða vel í kringum mig. Ég næ meira að segja í ryksuguna og ryksuga á bakvið rúmið ef vera skyldi að hún leyndist þar. Nú var ég þess fullviss um að engin væri fluga lengur í herbergi mínu og skríð því upp í rúm með góðri samvisku um að hafa losnað við ófétið sem hafði gert mér þann grikk að pirra mig í svefni. Sem ég sit í rúminu og er að lesa heyri ég í suðinu. Ég stend upp og varlega kíki bakvið gluggatjöldin öðru megin en engin fluga leyndist þar, svo dreg ég frá hinum megin, þar sem glugginn er og viti menn, var ekki bara geitungur á svæðinu. Ég fer og næ í ryksuguna og kem aftur í herbergið vopnaður henni, nú skyldi sko eyða þessari leiðindaflugu. Þegar ég kem aftur inn heyri ég ekkert suð en ég dreg samt gluggatjöldin þeim megin sem glugginn er frá varlega og skima í kringum mig. Ég lít upp á vegginn í hornið á gluggakamrinum og sé ég þar helvítið sitjandi á búi sínu. Fuck hugsa ég með mér, flugan er búin að gera sér bú, lítið reyndar. Ég snara því stútnum á ryksugunni að flugunni og búinu og sýg helvítið inn í ryksuguna, einnig tók ég búið með, sem reyndist þó nokkuð erfitt að losa en ég náði því samt fyrir rest. Lýkur hérmeð þessari hetjufrásögn af sjálfum mér.

mánudagur, júní 07, 2004

Hérna er linkurinn á myndir sem sýna nýja dúið, ég var ekkert að pósa fyrir þetta, heldur tók bara hlutlausa svipinn á þetta. Erum við að tala um Too cool for school eða komdu með gamla Óttar aftur, þennan með hári.

sunnudagur, júní 06, 2004

Inga vinkona mín sem ég hef þekkt í um 16 ár hélt upp á tuttuguogtveggja ára afmælið í gær. Ég og Einar fórum og var þetta bara hið fínasta afmæli. Við spjölluðum mestmegnis við gamlan vin minn úr grunnskóla og frænda Ingu sem ég missti samband við eftir grunnskóla og rifjuðum upp gamla tíma, kærustu þessa félaga míns og norska vinkonu Ingu sem hún kynntist þegar hún var í Cannes í einhverja mánuði. Eitt fyndið við þetta afmæli var hvernig húsið var skipt í þrjá hópa. Það var þessir krakkar sem ég taldi upp að ofan, svo voru stelpur sem eru með Ingu í frönsku og svo var annar vinahópur. Það er alltaf erfitt að mixa saman svona ólíkum hópi fólks, nema það verði mjög drukkið.
Ég afrekaði það að vera valinn maður kvöldsins fyrir það eitt að keyra í bæinn á bílnum hennar Ingu. Ég ætlaði ekki upphaflega að fara í bæinn þar sem það var bikarleikur í Carlsberg bikarnum en lét tilleiðast. Svo kíkti ég með fólkinu inn á nokkra staði. Þannig að þetta var bara fínasta kvöld.
Talandi um bikarleikinn þá var hann í dag og andstæðingarnir voru úr B-riðli og leið þeirra heitir Marksæknir. Mjög gott lið þarna á ferð og greinilegt að þeir hafa spilað mikið saman. Fyrri hálfleikur fór 5-1 fyrir þeim en við unnum seinni hálfleik 3-2, þannig að FC Kaos er dottið úr bikarkeppninni þetta árið sem þýðir færri leikir.
Í dag komst ég að því að ég hef tvo massífa fæðingarbletti á hnakkanum. Að þessu komst ég þegar Árni Bjé frændi minn snoðaði mig. Ég hef verið að gæla við það að prufa hvernig það er að vera snoðaður þar sem ég hef aldrei verið það og í dag ákvað ég að kýla á það. Mamma fékk reyndar sjokk en hún er svona að sættast á þetta núna. Svo fór ég áðan út á flugvöll til að ná í skyldmenni mín sem voru að koma frá Vestfjörðum, þar sem þau voru í vinnuferð að laga bústað sem við eigum og almennt þá kannaðist fólk ekki við mig með þetta nýja dú.

föstudagur, júní 04, 2004

Seinasti vinaþátturinn var bara að klárast. Frekar mikið væl, en svosem skiljanlegt þegar jafnvinsæll þáttur og þessi er að hætta. Allt fór eins og það átti að fara, hefði verið kúl hefðu þau fokkað aðeins upp í þessu, en nei BNA menn gera það ekki. Ég persónulega hefði viljað að Joe og Rachel myndu enda saman, en það er bara ég.
Fyrsta vinnuvikan búin og er það fínt. Þetta er án vafa líkamlegasta erfiðasta vinna sem ég hef unnið, t.d. í gær og í dag var ég að raða pallettum, öðru nafni brettum, inn í gám sem átti svo að fara með í burtu. Svo fleygði ég rusli úr einhverjum kassa og á botninum fann ég litla mús í hnipri sem var látin, blessuð sé minning hennar. Eitt sem ég sakna þó, það er þessi tími þegar lítið er að gera í vinnunni og maður er að chatta við samstarfsfólkið um allt og ekkert. Það er ekki mikið af því í þessari vinnu, en það verður bara að hafa það, ég verð bara að hafa hugfast að ég slepp við að afgreiða leiðinlega íslendinga sem kvarta yfir öllu, allaveganna eru þeir það margir að maður tekir eftir því.
Annar leikur FC Kaos er um helgina og nú er það bikarkeppnin. Eigum leik við lið sem heitir Marksæknir og ef spáin stenst varðandi veðrið, allaveganna sem ég sá seinast ætti að vera bongó blíða á meðan leiknum stendur. Fólk sem vill koma og hvetja er bent á að koma á leiknisvöllinn klukkan 14 á sunnudag.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Ég viðurkenni fúslega að ég hata ekki að horfa á Las Vegas. Fólk getur skotið á mig fyrir þetta og sagt að það sé enginn söguþráður og þetta snúist bara um að horfa á flottu gellurnar og það allt, en mér er sama. Það þarf ekki allt að vera útpælt eins og samtal í Dawson´s Creek. Allaveganna í gær kom linkur á batman á myndir sem teknar voru fyrir Sports Illustrated, The swimsuit edition, reyndar frá 2003, sem er sú útgáfa SI sem flestir karlmenn í BNA bíða í ofvæni eftir hvert ár. Þegar ég var að skoða myndirnar sá ég eina bráðhuggulega stúlku sem mér þótti bara pretty fine og komst að því að hún heitir Molly Sims, tjekkið á myndunum hennar. Nú í kvöld var ég að horfa á Las Vegas og sá þá kunnuglegt nafn, nefnilega Molly Sims og nú skammast ég mín, því ég tel mig vera mannglöggan mann, fyrir að fatta ekki hver gellan var á myndunum sem ég skoðaði í gær, því ég hef vissulega tekið eftir því í þáttunum að hún er fine. Ég varð bara að deila þessu með fólki, þó svo þetta sé óskiljanlegt blaður af minni hálfu.
Fyrsti vinnudagurinn í dag. Ég vissi náttúrulega ekki hvað neitt var á staðnum og fannst það óþægilegt. Því seinustu fjögur sumur hef ég unnið við sama hlutinn og gæti gert það sofandi. En þetta á eftir að skána eftir því sem líður á sumarið. Ég er strax samt byrjaður að pressa á það að það verði sett upp sjónvarp á lagernum fyrir EM :)
Fór á The Day after Tomorrow og þetta er bara mjög góð mynd. Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð hetjusaga, pínu rómans og bandarísk þjóðernisást. Sumarmynd eftir formúlunni.