A site about nothing...

laugardagur, júní 26, 2004

Ég held að ég hafi séð of marga þætti af Bold and the Beautiful. Þar er ekki óalgengt að sjá t.d. Sally Spectra halda heilu ræðurnar þar sem hún talar við sjálfa sig, voða íhugul og svona. Nú er mál þannig með vexti að ég stend mig oft að því að tala við sjálfan mig upphátt, það sem ég er að hugsa. Áður gerði ég þetta kanski stundum ef ég var einn, t.d. í bílnum á leiðinni í eða úr skólanum. En núna hef ég tekið eftir því að ég er farinn að gera þetta oftar og passa mig greinilega ekki, því þetta lítur út eins og maður sé geðveikur. Hvað finnst ykkur er þetta merki um geðveiki?
Leikur Frakka og Grikkja í gær var einn sá leiðinlegasta í keppninni til þessa. Leikurinn í kvöld var ekki mikið skárri svosem og það var mikið drama að horfa á vítóið. Nú er bara vonandi að seinasti leikur átta liða úrslitanna verði bráðfjörugur því átta liða úrslitin hafa ekki verið nógu skemmtileg miðað við riðlakeppnina.