A site about nothing...

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ég varð þvílíkt fyrir vonbrigðum þegar ég horfði á leik Hollendinga og Þjóðverja áðan. Hollendingar voru ógurlega slakir í fyrri hálfleik og fremstur í flokki var Bolo Zenden. Maðurinn var algjörlega út úr takti við þennan leik. Snejder, Overmars og Hávaxni maðurinn, man ekki hvernig nafnið er skrifað, breyttu gangi leiksins. Ég skal hundur heita ef Zenden byrjar næsta leik inni á. Annars var markið hjá RUUUD snilld, þvílíkt vel gert hjá honum, enda öskraði ég hátt af gleði þegar hollendingar loksins brutu ísinn.