A site about nothing...

sunnudagur, júní 06, 2004

Inga vinkona mín sem ég hef þekkt í um 16 ár hélt upp á tuttuguogtveggja ára afmælið í gær. Ég og Einar fórum og var þetta bara hið fínasta afmæli. Við spjölluðum mestmegnis við gamlan vin minn úr grunnskóla og frænda Ingu sem ég missti samband við eftir grunnskóla og rifjuðum upp gamla tíma, kærustu þessa félaga míns og norska vinkonu Ingu sem hún kynntist þegar hún var í Cannes í einhverja mánuði. Eitt fyndið við þetta afmæli var hvernig húsið var skipt í þrjá hópa. Það var þessir krakkar sem ég taldi upp að ofan, svo voru stelpur sem eru með Ingu í frönsku og svo var annar vinahópur. Það er alltaf erfitt að mixa saman svona ólíkum hópi fólks, nema það verði mjög drukkið.
Ég afrekaði það að vera valinn maður kvöldsins fyrir það eitt að keyra í bæinn á bílnum hennar Ingu. Ég ætlaði ekki upphaflega að fara í bæinn þar sem það var bikarleikur í Carlsberg bikarnum en lét tilleiðast. Svo kíkti ég með fólkinu inn á nokkra staði. Þannig að þetta var bara fínasta kvöld.
Talandi um bikarleikinn þá var hann í dag og andstæðingarnir voru úr B-riðli og leið þeirra heitir Marksæknir. Mjög gott lið þarna á ferð og greinilegt að þeir hafa spilað mikið saman. Fyrri hálfleikur fór 5-1 fyrir þeim en við unnum seinni hálfleik 3-2, þannig að FC Kaos er dottið úr bikarkeppninni þetta árið sem þýðir færri leikir.
Í dag komst ég að því að ég hef tvo massífa fæðingarbletti á hnakkanum. Að þessu komst ég þegar Árni Bjé frændi minn snoðaði mig. Ég hef verið að gæla við það að prufa hvernig það er að vera snoðaður þar sem ég hef aldrei verið það og í dag ákvað ég að kýla á það. Mamma fékk reyndar sjokk en hún er svona að sættast á þetta núna. Svo fór ég áðan út á flugvöll til að ná í skyldmenni mín sem voru að koma frá Vestfjörðum, þar sem þau voru í vinnuferð að laga bústað sem við eigum og almennt þá kannaðist fólk ekki við mig með þetta nýja dú.