A site about nothing...

föstudagur, júní 18, 2004

Er fótbolti lífið? Svei mér þá ef það á ekki bara við um þessar mundir. Dag eftir dag sér maður æsispennandi leiki þar sem bestu fótboltamenn heims etja kappi á móti hvor öðrum og óvænt úrslit og flott tilþrif eiga sér stað. Litlu liðin eru að standa í stóru liðunum og lúffa ekki fyrir þeim þó svo að hefðin sé kanski hjá stóru liðunum, fyrir það eiga þau hrós skilið. Grikkir svo dæmi séu tekin eru í mjög góðri aðstöðu til að eyðileggja mótið fyrir Spánverjum eða það sem er líklegra, Portúgölum.
Í kvöld var hörkuleikur þegar Svíar og Ítalir mættust. Ítalir réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og hefðu hæglega verið búnir að setja eins og fimm kvikindi í netið eða svo en það var aðeins einn bolti sem fór inn. Í síðari hálfleik bökkuðu þeir eins og þeirra er von og vísa og hófu að leika sinn leiðilega leik. Þá tóku Svíar við sér og réðu lögum og lofum á vellinum og voru stórhættulegir en lengi vel tókst Ítölum að verjast vel. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og þurfti "undramark" snillingsins Ibrahimovic til. Adolf Ingi fór að hlægja geðveikislegum hlátri í útsendingunni þegar markið var sýnt aftur því þetta var svo fáránlegt mark. Ibrahimovic notaði hælinn til að flicka boltanum og einhvern veginn endaði hann upp undir slánni efst í markhorninu. Ótrúlegur leikur og leikurinn milli Svía og Dana verður rosalegur.
Á morgun er annar rosalegur leikur þegar Hollendingar, liðið sem ég styð soldið í keppninni, mæta Tékkum í riðli dauðans.
Annars verð ég að taka undir með þeim skonrokk mönnum þegar þeir tala um að lýsendurnir sumir hverjir á RÚV eru í tómu tjóni að lýsa leikjunum. Adolf Ingi er án vafa versti lýsandinn. Hans markmið er að þylja allt upp sem hann veit um leikmennina og ef t.d. einhver væri blindur að "horfa" á leikinn, hefði sá hinn sami ekki hugmynd um hvað væri að gerast á vellinum.
Annars er það bara gott fótboltatjill um helgina.