Ég viðurkenni fúslega að ég hata ekki að horfa á Las Vegas. Fólk getur skotið á mig fyrir þetta og sagt að það sé enginn söguþráður og þetta snúist bara um að horfa á flottu gellurnar og það allt, en mér er sama. Það þarf ekki allt að vera útpælt eins og samtal í Dawson´s Creek. Allaveganna í gær kom linkur á batman á myndir sem teknar voru fyrir Sports Illustrated, The swimsuit edition, reyndar frá 2003, sem er sú útgáfa SI sem flestir karlmenn í BNA bíða í ofvæni eftir hvert ár. Þegar ég var að skoða myndirnar sá ég eina bráðhuggulega stúlku sem mér þótti bara pretty fine og komst að því að hún heitir Molly Sims, tjekkið á myndunum hennar. Nú í kvöld var ég að horfa á Las Vegas og sá þá kunnuglegt nafn, nefnilega Molly Sims og nú skammast ég mín, því ég tel mig vera mannglöggan mann, fyrir að fatta ekki hver gellan var á myndunum sem ég skoðaði í gær, því ég hef vissulega tekið eftir því í þáttunum að hún er fine. Ég varð bara að deila þessu með fólki, þó svo þetta sé óskiljanlegt blaður af minni hálfu.
Fyrsti vinnudagurinn í dag. Ég vissi náttúrulega ekki hvað neitt var á staðnum og fannst það óþægilegt. Því seinustu fjögur sumur hef ég unnið við sama hlutinn og gæti gert það sofandi. En þetta á eftir að skána eftir því sem líður á sumarið. Ég er strax samt byrjaður að pressa á það að það verði sett upp sjónvarp á lagernum fyrir EM :)
Fór á The Day after Tomorrow og þetta er bara mjög góð mynd. Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð hetjusaga, pínu rómans og bandarísk þjóðernisást. Sumarmynd eftir formúlunni.
Fyrsti vinnudagurinn í dag. Ég vissi náttúrulega ekki hvað neitt var á staðnum og fannst það óþægilegt. Því seinustu fjögur sumur hef ég unnið við sama hlutinn og gæti gert það sofandi. En þetta á eftir að skána eftir því sem líður á sumarið. Ég er strax samt byrjaður að pressa á það að það verði sett upp sjónvarp á lagernum fyrir EM :)
Fór á The Day after Tomorrow og þetta er bara mjög góð mynd. Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð hetjusaga, pínu rómans og bandarísk þjóðernisást. Sumarmynd eftir formúlunni.