Þvílíkur leikur sem Hollendingar og Tékkar spiluðu áðan og að sama skapi, þvílík vonbrigði. Bæði lið sýndu frábæran sóknarbolta mestan hluta leiksins og tempóið í leiknum var fáránlegt, þeir eru eflaust allir dauðuppgefnir núna. Dick Advocaat gerði þvílík mistök þegar hann tók Robben útaf og ákvað að reyna að halda fengnum hlut í stöðunni 2-1, hann nagar sig eflaust í handabökin núna. Dómarinn var sá versti sem ég hef séð í lengri tíma og mætti líta á sigurinn sem hálfgerða gjöf frá honum til Tékka. Heitinga var óréttlátt sendur af velli þar sem þetta var svo langt frá því að vera gult spjald fyrir brotið á Nedved og svo var spurning um eitt eða tvö víti sem Holland hefði getað fengið. En það þýðir víst lítið að gráta það sem er liðið. Nú þurfa Hollendingar bara að taka Letta sem verður reyndar ekki auðvelt miðað við frammistöðu þeirra í dag og vonandi tapa Þjóðverjar eða gera jafntefli.
laugardagur, júní 19, 2004
|
<< Home