Það er voða spennó hlutir í gangi fyrir utan heimili mitt um þessar mundir. Þannig er mál með vexti að í gær þegar ég kom heim úr vinnunni þá var bíll í bílastæði bróður míns og þar sat einhver gaur. Þegar mamma kom heim sagði hún okkur að hann hefði verið þarna nánast allan daginn og við fórum að velta því fyrir okkur hvað gæti verið í gangi. Nú um kvöldið þá fer hann en viti menn, klukkan 9 í morgun var hann mættur og núna á öðrum bíl. Þegar ég kom heim klukkan 5 spurði mamma mig hvort hann væri ennþá fyrir utan sem hann og var. Ég held að þetta sé lögga eða eitthvað slíkt í stake-outi og sé að fylgjast með einhverjum í einhverri blokk í nágreninu, í það minnsta ekki minni blokk því þá væri þetta lélegt stake-out hjá honum. Ég sagði Einari frá þessu og hann giskaði á að þetta gæti verið einhver gaur sem ynni fyrir fíkniefnadúdda og væri að bíða eftir að sjá manneskjuna sem skuldar þeim pening til að handrukka hana.
Verður böst á morgun? Fylgist með
Að óskyldu máli, knattspyrnu. FC Kaos gerði jafntefli við liðið Hvat í gær sem margir spá ágætu gengi. Leikurinn fór 1-1 og var hörkuleikur sem hefði getað dottið hjá hvoru liðinu sem var. Það þarf vart að taka það fram að Sjonni skoraði okkar mark og að Fjalarr átti mjög góðan leik í markinu. Annars börðumst við vel og sóttum vel þannig að þetta er að smella hjá okkur.
Svo vil ég bara lýsa yfir ánægju minni að Hollendingar og Tékkar komust úr D-riðli en ekki Þjóðverjar. Tékkar eru með rosalega gott lið og komast eflaust langt. Svo held ég eiginlega með Hollendingum og því var ljúft að sjá þá fara áfram. Þessi Kolinko átti stórleik þrátt fyrir að fá á sig þrjú mörk. Hann gæti farið í eitthvað gott lið næsta haust, nema hann sé nú þegar í góðu liði, ég hreinlega veit það ekki.
Verður böst á morgun? Fylgist með
Að óskyldu máli, knattspyrnu. FC Kaos gerði jafntefli við liðið Hvat í gær sem margir spá ágætu gengi. Leikurinn fór 1-1 og var hörkuleikur sem hefði getað dottið hjá hvoru liðinu sem var. Það þarf vart að taka það fram að Sjonni skoraði okkar mark og að Fjalarr átti mjög góðan leik í markinu. Annars börðumst við vel og sóttum vel þannig að þetta er að smella hjá okkur.
Svo vil ég bara lýsa yfir ánægju minni að Hollendingar og Tékkar komust úr D-riðli en ekki Þjóðverjar. Tékkar eru með rosalega gott lið og komast eflaust langt. Svo held ég eiginlega með Hollendingum og því var ljúft að sjá þá fara áfram. Þessi Kolinko átti stórleik þrátt fyrir að fá á sig þrjú mörk. Hann gæti farið í eitthvað gott lið næsta haust, nema hann sé nú þegar í góðu liði, ég hreinlega veit það ekki.