Nú vita flestir að ég er frekar fanatískur Radiohead aðdáandi og fýla nærrum allt sem þeir gera. En það er þó eitt lag sem ég fýla ekki mjög og um tíma þoldi ég hreinlega ekki og það er lagið High and Dry af The Bends. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart þar sem þetta er frekar vinsælt lag. Um daginn heyrði ég hinsvegar útgáfu af þessu lagi sem mér finnst virkilega flott. Það er einhver breskur hotshot að nafni Jamie Cullum sem gerði þessa útgáfu og er hún svona í djassstíl og mér finnst lagið einhvernveginn njóta sín miklu betur. Ég mæli allaveganna með því að allir tjekki á þessu hjá kappanum því þetta er mjög flott stuff.
Eftir að hafa unnið á lagernum í viku plús nokkra daga er ég farinn að hugsa í staðlaðri byrði.
Ástralir eru þvílíkir snillingar. Mig langar ekki lítið til að fara þangað einn daginn og skoða mig almennilega um eða jafnvel búa þar um stund. Þessa skoðun mína byggi ég á því sjónvarpsefni sem ég hef séð í gegnum árin og er framleitt í Ástralíu. Nágrannar eru náttúrulega það fyrsta sem maður sá, allaveganna sem ég man eftir og ég horfði einu sinni alltaf á þá þætti. Svo var þáttur sem heitir Hartbreak High sem var mjög góður og nú nýjast The Block. Eftir að hafa séð þann þátt langar mig enn frekar til Ástralíu því fólkið er mjög svalt og gellurnar virkilega flottar, t.d. hún Fiona úr þáttunum. Og ef maður væri kominn á þessar slóðir væri ekki óvitlaust að kíkja til Nýja Sjálands því eftir að maður sá LOTR myndirnar þá væri ansi magnað að skoða þetta land. Þetta er að mig minnir eina landið í heiminum sem hefur allar gerðir af veðrakerfum, held ég sé að fara með rétt mál hérna, og svo er landið gullfallegt.
Eftir að hafa unnið á lagernum í viku plús nokkra daga er ég farinn að hugsa í staðlaðri byrði.
Ástralir eru þvílíkir snillingar. Mig langar ekki lítið til að fara þangað einn daginn og skoða mig almennilega um eða jafnvel búa þar um stund. Þessa skoðun mína byggi ég á því sjónvarpsefni sem ég hef séð í gegnum árin og er framleitt í Ástralíu. Nágrannar eru náttúrulega það fyrsta sem maður sá, allaveganna sem ég man eftir og ég horfði einu sinni alltaf á þá þætti. Svo var þáttur sem heitir Hartbreak High sem var mjög góður og nú nýjast The Block. Eftir að hafa séð þann þátt langar mig enn frekar til Ástralíu því fólkið er mjög svalt og gellurnar virkilega flottar, t.d. hún Fiona úr þáttunum. Og ef maður væri kominn á þessar slóðir væri ekki óvitlaust að kíkja til Nýja Sjálands því eftir að maður sá LOTR myndirnar þá væri ansi magnað að skoða þetta land. Þetta er að mig minnir eina landið í heiminum sem hefur allar gerðir af veðrakerfum, held ég sé að fara með rétt mál hérna, og svo er landið gullfallegt.