A site about nothing...

þriðjudagur, júní 08, 2004

Hér á eftir fer lítil en sönn saga.
Á sunnudagsmorgun vakna ég upp við það að ég heyri suð í að þvi er ég tel, býflugu á bakvið gluggatjöldin í herbergi mínu. Þar sem mér er ekki vel við býflugur eða geitunga vildi því ekki fá eina slíka í andlitið ákvað ég að skríða fram í sófa og lúra þar. Um kvöldið er ég eitthvað að dunda í tölvunni en heyri ekkert í býflugunni og býst því við að hún sé annaðhvort dauð eða floginn út um gluggann sem hún kom inn. Ég fer því að sofa í góðri trú um að "hættan" sé liðin hjá. Þá nótt vakna ég klukkan hálffimm um morgunin við það að ég heyri í helvítis býflugunni og er hún komin á kreik. Enn heyrist mér hún vera bakvið gluggatjöldin en eins og deginum áður, ákveð ég að sofa frekar í sófanum frammi heldur en að standa í stórræðum við það að eyða flugunni. Þegar ég kem heim úr vinnunni þennan dag, fer ég að kíkja hvort býflugan væri ennþá og dreg alveg frá og skoða vel í kringum mig. Ég næ meira að segja í ryksuguna og ryksuga á bakvið rúmið ef vera skyldi að hún leyndist þar. Nú var ég þess fullviss um að engin væri fluga lengur í herbergi mínu og skríð því upp í rúm með góðri samvisku um að hafa losnað við ófétið sem hafði gert mér þann grikk að pirra mig í svefni. Sem ég sit í rúminu og er að lesa heyri ég í suðinu. Ég stend upp og varlega kíki bakvið gluggatjöldin öðru megin en engin fluga leyndist þar, svo dreg ég frá hinum megin, þar sem glugginn er og viti menn, var ekki bara geitungur á svæðinu. Ég fer og næ í ryksuguna og kem aftur í herbergið vopnaður henni, nú skyldi sko eyða þessari leiðindaflugu. Þegar ég kem aftur inn heyri ég ekkert suð en ég dreg samt gluggatjöldin þeim megin sem glugginn er frá varlega og skima í kringum mig. Ég lít upp á vegginn í hornið á gluggakamrinum og sé ég þar helvítið sitjandi á búi sínu. Fuck hugsa ég með mér, flugan er búin að gera sér bú, lítið reyndar. Ég snara því stútnum á ryksugunni að flugunni og búinu og sýg helvítið inn í ryksuguna, einnig tók ég búið með, sem reyndist þó nokkuð erfitt að losa en ég náði því samt fyrir rest. Lýkur hérmeð þessari hetjufrásögn af sjálfum mér.