Tjallarnir liðið sem ég held með, auk Hollands, er fallið úr leik eftir ansi dramatískan leik. Spurning hvort Beckham fái að taka víti aftur, hann er ekki alveg að nýta þau en hann var mjög óheppinn að renna þarna. Ricardo án vafa hetja kvöldsins, ver víti berhentur og skorar síðan ótrúlega örugglega og tryggir sigurinn. Postiga var líka kaldur með chippinu. Nú hvetur maður bara Holland áfram.
Sjónvarpsstöðvarnar eru með hreint út sagt mjög gott prógram í sumar. Hver raunveruleikasjónvarpsþátturinn (mjög langt orð) er að hefja göngu sýna og maður verður að velja og hafna hvað skal horfa á, því annars fer maður ekkert úr húsi. Í gær sá ég fyrsta þáttinn af Joe Schmo á Popptívi. Hugmyndin að baki þættinum er snilld að mínu mati, þetta er svona survivor dæmi, þ.e. að þola eitthvað fólk sem þú þekkir ekkert á meðan þú keppir við þau í allskonar keppnum og svo er svona Truman show fílingur í þessu sem er snilld að mínu mati. Gaurinn sem er Joe Schmo heldur að hann sé að keppa í raunveruleikaþætti sem heitir Lap of Luxury eða eitthvað álíka og er mjög ýkt útgáfa af svona þáttum. Það sem hann veit ekki er að allir aðrir keppendur eru leikarar sem eru í starfinu allan tímann og verða að passa sig að klúðra ekki hlutunum svo hann fatti ekki hvað sé í gangi. Gaurinn er þvílíkt næs og viðkunnalegur og mjög fyndið að fylgjast með þessu. Ég mæli allaveganna með því að fólk sem fýlar raunveruleikasjónvarpsþætti tjekki á þessum því þetta er stálið. Sýnt á þriðjudögum klukkan hálfníu eða níu.
Að lokum update varðandi stakeout gaurinn. Hann var ekki úti í dag og því spurning hvort stakeoutið sé búið eða gaurinn búinn að lemja þann sem skuldar. Reyndar kom ný kenning fram í gær. Mömmu datt í hug að þetta væri eitthvað svona foreldraerjur, hver á að fá börnin dæmi, og gaurinn ætlaði að ná börnunum sínum.
Sjónvarpsstöðvarnar eru með hreint út sagt mjög gott prógram í sumar. Hver raunveruleikasjónvarpsþátturinn (mjög langt orð) er að hefja göngu sýna og maður verður að velja og hafna hvað skal horfa á, því annars fer maður ekkert úr húsi. Í gær sá ég fyrsta þáttinn af Joe Schmo á Popptívi. Hugmyndin að baki þættinum er snilld að mínu mati, þetta er svona survivor dæmi, þ.e. að þola eitthvað fólk sem þú þekkir ekkert á meðan þú keppir við þau í allskonar keppnum og svo er svona Truman show fílingur í þessu sem er snilld að mínu mati. Gaurinn sem er Joe Schmo heldur að hann sé að keppa í raunveruleikaþætti sem heitir Lap of Luxury eða eitthvað álíka og er mjög ýkt útgáfa af svona þáttum. Það sem hann veit ekki er að allir aðrir keppendur eru leikarar sem eru í starfinu allan tímann og verða að passa sig að klúðra ekki hlutunum svo hann fatti ekki hvað sé í gangi. Gaurinn er þvílíkt næs og viðkunnalegur og mjög fyndið að fylgjast með þessu. Ég mæli allaveganna með því að fólk sem fýlar raunveruleikasjónvarpsþætti tjekki á þessum því þetta er stálið. Sýnt á þriðjudögum klukkan hálfníu eða níu.
Að lokum update varðandi stakeout gaurinn. Hann var ekki úti í dag og því spurning hvort stakeoutið sé búið eða gaurinn búinn að lemja þann sem skuldar. Reyndar kom ný kenning fram í gær. Mömmu datt í hug að þetta væri eitthvað svona foreldraerjur, hver á að fá börnin dæmi, og gaurinn ætlaði að ná börnunum sínum.