A site about nothing...

laugardagur, janúar 31, 2004

Hidda a.k.a Hildigunnur bauð í partý í gær. Þarna var samankomið annað árið í Véla og Iðn og var bara helvíti gaman. Góð stemmning myndaðist og virtist vera almenn ánægja með þetta hjá Hiddu. Þegar fækkaði í partýinu kom gítarstemmning í hópinn og var tekið í gítar sem þarna var. Hann var klassískt smíðaður en með stálstrengjum og rammfalskur en það gerði ekki að sök. Sjonni var í spotlightinu og gleymdi eitthvað af lögum sem hann átti að kunna. Svo fór ég aðeins í spotlightið og sló í gegn með því að byrja á því að taka Blister in the Sun með Violent Femmes, vill ég meina í það minnsta. Spotligthið lék mig grátt líka því ég mundi ekki eftir neinum lögum nema Vertu til er vorið kallar á þig og Ó jósep jósep. Það var því spilað í sitthvoru lagi þar sem Vertu Til var tekið með svona rússneskri stigmagnandi stemmningu. Svo endaði kvöldið á söngsyrpu sem samanstóð af Ó jósep jósep og Vertu til. Við strákarnir vorum meðal seinustu manna að fara, Ásdís var bara eftir, og var stefnan tekin niður í bæ, klukkan 3:30. Þar sýndi Sjonni höfðingskap sinn og bauð okkur í pullu og var svo farið á De Boomkikker en stoppað stutt við.
Hildigunnur fær mikið hrós fyrir að halda magnað partý.
Ég er þvílíkt heitur fyrir því að fara á landsleikinn við England í júní. Ég er að tjekka hvað þetta muni kosta og býð líka eftir því hvað Úrval Útsýn mun bjóða upp á. Það væri náttúrulega bara snilld að fara.
Kominn með nýtt kommenta kerfi. Blogspeak var með einhverja mongó stæla. Haloscan er því komið upp og vonandi að fólk nýti sér það og kommenti á þetta.

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Búinn að eyða tveimur dögum í matlab verkefnið stóra. Þ.e. við eigum að gera 4 stærri heimaverkefni í Tölulegri greiningu og því fyrsta á að skila núna á mánudag að ég held. Ég og Gbus erum búnir að vera í þessu tvo daga en meirihluti dagsins í dag fór í að gera skýrsluna, sem við gerum í LaTeX sem er miklu miklu flottara heldur en Word. Þar að auki er þetta ekki mikið erfiðara þegar maður hefur gert þetta nokkrum sinnum. T.d. er öll vinna með gröf og svona mjög þægileg og jöfnur eru draumur miðað við Microsoft Equation Editor. Ég sé fram á að við klárum þetta á morgun, ekki mikið eftir.
Svo er partý hjá Véla og Iðn öðru ári annaðkvöld. Hildigunnur ákvað að bjóða öllum og þetta er gott effort hjá henni, að bjóða um 50 manns heim til sín, það væru ekki allir til í það. Skilyrði fyrir að mæta sagði hún er að koma með góða skapið. Ég reyni að muna eftir því.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Ég hef verið mikið að hlusta á lagið Monkey Man með Rolling Stones. Byrjunin á laginu er ein sú allra svalasta sem ég hef heyrt og lagið er geðveikt, skyldueign, allir að ná í það NÚNA.
Maður þarf greinilega að huga að því hvaða fyrirtækjum maður ætlar að sækja um sumarvinnu hjá. CV er tilbúið og í kvöld tók ég myndir til að nota í það, ein kom út eins og ég væri leikari og þetta væri svona headshot mynd, brjálað módel sko. Set hana kanski inn við tækifæri

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Þegar ég var að fara að hlusta á geisladisk nýlega í gettoblasternum mínum fann ég disk,everybody hertz með air, frá bókasafni hafnarfjarðar í spilaranu, disk sem ég hélt að ég væri fyrir löngu búinn að skila. Þetta kom mér mjög á óvart því ég hélt að ég hefði verið fyrir löngu búinn að skila honum(leigði hann um mánaðarmótin, nóvember desember held ég). Ekki minntist ég þess að konurnar á bókasafninu hefðu sagt að ég skuldaði þegar ég leigði bók hjá þeim núna í janúar og því var þetta mál allt hið furðulegasta. Í gær fór ég svo á bókasafnið og þar var Hjalti, fyrrum Gettu Betur gaur að vinna og ég þekki hann ágætlega þannig að ég sagði honum alla söguna. Við fórum því að tjekka á hlutunum og kom í ljós að diskurinn sem ég skilaði inn var Premier Symptomes, diskur sem ég á. Hafði ég bara ruglast og sett minn disk í hulstrið og ekkert pælt í því meira. Við björguðum þessu með því að ég tók rétta hulstrið og minn disk tilbaka en skila svo réttum diski í réttu hulstri. Þá kemst ekki upp um þessi mistök og ég verð ekki látinn borga fúlgur fjár fyrir sekt. Heppilegt fyrir mig.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Íslenska landsliðið
Já það hlaut að koma að því, landsliðið fer á stórkeppni og stenst ekki undir væntingum. Þetta er mjög algengt með landsliðið að á einu móti fer það langt fram úr væntingum og svo á næsta eru væntingarnar svo miklar að erfitt er að standa undir þeim. Nú komu tvö mót í röð góð og því væntingar mjög miklar. Þetta var liðið sem var með reynslu, kjarninn búinn að spila lengi saman og ekkert því til fyrirstöðu að taka vinningsæti, en svo fór sem fór.
Ef við lítum aðeins á leikmennina sem eru í hópnum þá voru nokkrir sem stóðu ekki undir væntingum. Dagur Sigurðs er fyrsta dæmið sem ég verð að nefna. Gaurinn er jú fyrirliði landsliðsins en hefur ekkert verið að keppa í samkeppnishæfri deild í mörg ár, en er samt alltaf valin. Meiðslin gætu jú haft stór áhrif á hann núna en hann spilaði eins og hann væri á sínu fyrsta stórmóti.
Á móti kemur að Snorri Steinn var að spila eins og maður með 10 ára reynslu. Ég var sáttastur við hann á mótinu, hann var að skora fullt og reyna allan tímann. Hann verður fastamaður inn á miðjunni held ég í sumar ef hann heldur þessu áfram.
Afhverju var Patrekur með spyr ég? Hann kom lítið inn á og þegar hann kom inn á þá var hann eins og vanalega að fá á sig ruðning og heimskulegar brottvísanir. Spurning hefði verið að taka Arnór Atlason eins og Viggó Sigurðs benti réttilega á í Kastljósinu áðan þá hefur Arnór Atla verið besti maður mótsins hér heima en Patti er valinn því hann er Patti.
Einar Örn Jónsson var síðan út á þekju, hann þorði aldrei að taka af skarið og reyna eitthvað, hékk bara út í horni. Kæmi mér ekki á óvart þó hann hafi getað sleppt sturtu eftir suma af þessum leikjum því hann gerði svo lítið. Sjáið t.d. þegar Ásgeir kom inn á, hann var miklu hreyfanlegri og meiri ógn.
Markvarslan er svo sér kapituli útaf fyrir sig. Við verðum að vona að Roland verði góður fyrir Olympíuleikana því hann er besti markvörðurinn okkar. Reynir kom ágætlega inn í þetta og Kokkteillinn var sæmilegur en við þurfum stabílan markmann.

Jæja það er langt síðan maður skrifaði en vikan líður bara svo hratt. Reyni að vera duglegri í næstu viku.

mánudagur, janúar 19, 2004

Skúbbið með greininguna reyndist rétt. Einkunnir komu inn í dag og voru framar björtustu vonum finnst mér. Solid 8 í hús og besta einkunn í stærðfræði sem ég hef fengið í mörg ár. Bjóst ekki við að fá 8, bjóst við 7 í mesta lagi. Yfir höfuð gekk mér bara virkilega vel og er mjög sáttur við prófin.
BOMBA, erum við að tala um BOMBU eða hvað!! Seinasti þátturinn af Alias í kvöld og ég var með svona spennutilfinningu í maganum seinasta kortérið. Endirinn var nottla snilld og biðin fram á næsta haust verður of löng. Núna ætla ég að kynnast einhverri manneskju sem býr í BNA og láta þá manneskju taka upp fyrir mig þættina og senda mér. Ég hreinlega get ekki beðið.
Einu sinni var ég þvílíkt fan Nágranna og mátti ekki missa úr þætti. Fór á huga.is áðan og þar er áhugamál sem heitir Nágrannar. Einhver stelpa þýddi grein um öll þau dauðsföll sem hafa verið í nágrönnum og er algengt að fólk deyji á leið í brúðkaup eða úr hjartaáfalli. En þessi söguþráður fannst mér langbestur, of fyndinn:

Garth Kirby, March 1992 (Episode 1639)
Gath var góður vinur pam og dougs, en dag einn greindist hann með alvarlega veiki, hann bað þau um hjálp til að gefa sér líffæri en þau neituðu bæði.
Hann ákvað að taka málið í sínar eigin hendur, en þa´myrti Pam hann.
Morðið komst upp síðar.
(þannig dó Garth árið 1990)

Hversu mikil snilld er þessi söguþráður. Mjög ólíkur Nágrönnum verð ég að segja

laugardagur, janúar 17, 2004

Fór á Felix í gær að horfa á Idolið. Var búinn að heyra að það yrði stormur og eitthvað þessháttar en fór nú samt á bílnum mínum í bæinn. Lagði í olíuportinu hjá MR. Upp úr 12 hringir bróðir minn í mig og segir mér að mamma sé eitthvað hrædd um að ég komist ekki heim ég pæli ekkert mikið í því og lofa að fara varlega. Svo stuttu seinna hitti ég Káka og Gulla og Káki er þakinn af snjó. Þá fara að renna á mig tvær grímur og ég ákvað að lokum að fara heim. Ég ákvað að skutla Gulla heim og við löbbum frá Felix til MR, þar mæta okkur hnéhæðarháir skaflar, svo þegar ég sá bílinn þá vildi ég að ég hefði haft myndavél. Það var svona 25cm jafnfallinn snjór á honum og bílastæðið þakið snjó. Ég komst samt út enda er bíllinn þvílíkt góður í snjó og komst heim heill á húfi.
Ég er ennþá að gera upp hug minn hvort ég eigi að gista eða ekki á árshátíðinni. Þá þarf ég vitaskuld að finna herbergisfélaga. Mig minnir að það hafi verið Tumi sem kom með þá góðu hugmynd að labba að einhverri gellu spyrja hana hvort hún ætlaði að gista á árshátíðinni og ef svarið væri já að segja ,,Fínt þá verðum við saman í herbergi". Ætli þetta myndi virka? hehe

föstudagur, janúar 16, 2004

,,Bið, endalaus bið en það bara gerist ekki neitt" söng ung söngkona hér forðum og það á svo sannarlega við um þá stöðu sem margir standa fyrir í dag. Allir eru að bíða eftir einkunn úr Greiningu IIIB. Hann er kominn vel yfir tímatakmörkin sín en nýjasta sagan segir að einkunnum verði skilað á mánudaginn, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Jæja hörmuleg vika námslega séð að baki og vonandi hef ég tekið út letina fyrir veturinn út í þessari viku.
Idol í kvöld, allir greinilega að fara að horfa á þetta og margir með Idol partý og svona. Spá mín um að þetta yrði flopp var flopp.
Svo fór ég í tíma í náttúrufræðihúsinu í dag og sá það að innanverðu í fyrsta skipti, þetta er helvíti töff og eflaust eina húsið sem bíður upp á svona þægilegan lagningarstað, þ.e. það er einhver gryfja þarna sem er bara kjörin til að leggja sig í.
Svo er spurning, að gista eða gista ekki á árshátíðinni?

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Essó fær þvílíkt hrós hérmeð. Var að keyra heim og allar rúðurnar voru eitthvað fitugar. Rúðupissið kláraðist en ég ætlaði samt að keyra alla leið í fjörðinn áður en ég færi á bensínstöð. Svo sé ég að það myndi ekki ganga því ég sá ekki sérlega vel framfyrir mig þannig að ég stoppaði í Essó þarna í fossvoginum, sem er við Hafnarfjarðarveg. Ég var með pínu sjálfur af rúðupissi og ætlaði bara að mixa þetta við eitthvað sem Essó átti, en karlinn sem var að aðstoða mig tók það ekki í mál. Hann sagði við mig að ég ætti bara að láta sem ég væri fátækur námsmaður og ekkert að vera að kaupa neitt auka. Svo þreif hann rúðurnar með sápuvatni og rúðuþurrkurnar líka. Svo geri ég mig tilbúinn að fara að borga og spyr hann hvað þetta kostaði og þá spurði hann: ,,Hvað?". Svo þakkaði ég honum fyrir og hann sagði að svona væri nú bara þjónustan á Essó. Frábær náungi og er hann bara maður dagsins og jafnvel maður vikunnar.
Þessi fyrsta vika stefnir í tjill. Gerði næstum ekkert í gær, fyrir utan ein heimadæmi og mjög lítið í dag. Það er reyndar ágætt að byrja rólega en þetta verður ekkert svona áfram veit ég vel.
Americas next top model var í gær, snilldarþáttur. Því miður datt stúlka út sem ég hélt svolítið með, Nicole heitir hún. Ég tók eftir því í gær að hún líkist leikkonunni Teri Hatcher mjög mikið og gæti þar verið komin ástæðan fyrir því að ég hélt með henni. Teri Hatcher var ein af þeim leikkonum sem ég var soldið hrifinn af á táningsárum mínum. Þar lék hún í Súpermann þáttunum en hvarf einhvern veginn eftir það dæmi allt. Fyrir utan eina lélega mynd sem ég man eftir og það að hún kom til íslands að flytja Píkusögur.

sunnudagur, janúar 11, 2004

Fyrsta helgin byrjaði ekki vel. Ekkert lært og nokkuð ljóst að ef ég held uppteknum hætti, þ.e. læri ekki, þá eru góðar líkur að ég falli í vor.
Ég fór á útsölur í gær og mikið er það leiðinlegt. Ég fann nánast ekkert sem mig langaði í, tískan eitthvað svo mikið svona hnakkaföt einhver. Ég fór í allar helstu tískuvöruverslanir og endaði eins og svo oft áður í Hagkaup þar sem ég fann fína peysu sem ég svo keypti í dag. Það er líka svolítið fyndið að föt á útsölu í verslunum eins og 17 og Deres og þessum "tískuverslunum" að þegar þær eru á útsölu þá eru þær á svona normal verði á við aðrar búðir.
Anna Katrín var heppin að falla ekki úr leik í Idol á föstudaginn, röddin eitthvað að stríða henni og ef það heldur áfram þá er nokkuð ljóst að Kalli vinnur nema að konurnar á símanum, þar sem hann vinnur nota bene, sendi þeim mun meira af sms.
Einnig langar mig að spyrja hvort fólk hafi tekið eftir því hversu mikið brjóstin á Tinnu stækkuðu í keppninni. Ég var að horfa á hana syngja og tók eftir því að allt í einu var hún kominn með stóran og myndarlegan barm, eitthvað sem mig minnti að hún hefði ekki. Grunur minn staðfestist þegar hún datt út því þá sá maður sögu hennar í keppninni og var þetta ennþá greinilegra. Við vorum að ræða þetta ég, Tumi og Martin og eins og allir vita eru Tumi og Martin með slúðrið á hreinu. Þeir sögðu að sagan segði að hún væri að vinna á Sólon, hefði fengið sjóðandi heitt kaffi yfir brjóstin, farið í lýtalækningu og fengið stærri brjóst. Hafa fleiri heyrt þetta?

laugardagur, janúar 10, 2004

ég er að lesa bók um nútíma flökkusögur og rakst á þessa sögu:

Það voru hjón sem áttu tjaldvagn, ágætis tjaldvagn, en vildu fara að stækka við sig, fá sér hjólhýsi, svo þau ákváðu að auglýsa tjaldvagninn til sölu. Konan tók málið í sínar hendur og hún semur auglýsingu þar sem saviskusamlega er minnst á að eitthvað votti nú fyrir ryði í einu horni vagnsins. Svo banka áhugasöm hjón upp á og vilja fá að skoða tjaldvagninn. Húsmóðirin var ekki heima svo húsbóndinn tekur að sér að sýna gripinn. ,,Jú, jú, það var nú ekki mikið mál...", og hann sýnir tjaldvagninn. Þá spyrja væntanlegir kaupendur auðvitað hvar sé nú ryðið í þessum prýðistjaldvagni. Maðurinn verður hálfskrýtinn í framan og jafnvel dálítið skömmustulegur en bendir að endingu á svefnherbergið og segir: ,, Tja, við gerum það nú vanalega þarna!".

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Tveir dagar liðnir af skólanum. Hafa reyndar verið bara mjög fínir. Byrjað á miðvikudaginn og fór í þá fyrirlestra sem voru þann daginn. Fór síðan heim og sofnaði, það var einkar ljúft. Endurtók leikinn í dag, mætti í fyrirlestur dagsins, fór síðan heim og sofnaði. En þetta er ekki eitthvað sem mun vara lengi því nú tekur alvaran við.
Svo er maður búinn að skrá sig í vísindaferð þannig að maður byrjar árið sterkt félagslega í skólanum.
Einnig er önnur einkunn af 4 komin í hús. Solid 7 þar á ferð og frekar fyndið frá því að segja að í morgun sagði ég við sjálfan mig að ég yrði mjög sáttur við að ná 7 í örtölvu og mælitækni.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Fyrsti skóladagurinn á morgun. Enginn rosaleg tilhlökkun svosem. Ætli maður fari ekki á morgun að kaupa þessar bækur sem manni vantar. Ég ætla síðan að selja tvær í hádeginu. Það kom miklu betur út fannst mér heldur en að nota skiptibókamarkaðinn sem er verið að bjóða upp á. Ég á líka eftir að púsla því hvernig önnin verður, ég ætla ekki að fara að taka 6 fög, nógu mikið er álagið fyrir. Svo er bara vonandi að kennararnir taki sig til og skili inn þessum einkunnum.
Við strákarnir hittumst í gær og spiluðum langt frameftir kveldi. Ég og Gbus vorum saman í liði, Fjalli og Káki og svo Sjonni og Kiddi. Við hituðum upp í Trivial þar sem ég og Gunni unnum fyrra spilið en Sjonni og Kiddi seinna spilið. Óhægt er að segja að þessi tvö lið hafi verið á allt öðru level heldur en Fjalli og Káki. Svo fórum við í gettu betur spilið þar sem Káki og Fjalarr komu sterkir inn en að sama skapi duttu Kiddi og Sjonni soldið út. Það spil var hörkuspennandi og unnum ég og Gunni með sjónarmun ef svo mætti að orði komast. Svo fórum við í Hættuspilið og hvað haldiði? Jú ég vann. Byrjaði hræðilega reyndar, átti engin örlagaspjald og lítið af heilasellum. Byrjaði að drekka og allt í volli. En svo rættist úr þessu og ég stal sigrinum eftir að hafa neitað öðrum keppendum nokkrum sinnum með að vinna með vel völdum örlagaspjöldum.
Ég held að öll þessi heppni í spilum yfir jólin þýði bara eitt. Maður verður áfram á lausu.

mánudagur, janúar 05, 2004

Hreint ágætur afmælisdagur er nú að kveldi kominn. Ég var bara rólegur í dag, fór aðeins í bæinn með bróðir mínum og við tókum helling af myndum af Reykjavík, fór ég meðal annars upp í Hallgrímskirkjuturn og klukkurnar byrjuðu að hringja á meðan. Erfiðast við daginn var að ákveða hvað skyldi borðað og ákvað ég að endingu að panta pizzur frá Dominos. Við buðum svo Árna frænda mínum í mat og fórum ég og hann svo í bíó á Lord of the Rings, og sá ég hana því í annað skiptið. Þessar myndir eru náttúrulega algjör snilld og besti þríleikur sem til er held ég án vafa.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hringdu eða sendu sms í dag.

sunnudagur, janúar 04, 2004

Ég gleymdi auðvitað að minnast á Lemon Jelly sem gáfu út plötuna Lost Horizons sem er þvílíkt snilldarverk. Þetta er ein þeirra plata sem ég hlustaði hvað mest á þetta árið og fílaði hana virkilega mikið. Tónlistin er svona það sem kallast chill out tónlist en kemur manni samt í mjög gott skap og manni langar til að gera eitthvað. Þetta er svona plata sem ég myndi setja á góðum sumardegi þegar maður er með vinum sínum að grilla og hafa það gott.
Ég valdi í fyrra útlenskalag ársins og gott ef ekki það var með The Vines. Núna er ég ekki svo öruggur á því hvað ég skuli velja. Lög sem koma í hugann eru Stockholm Syndrom, Curse of Ka´zar eða Nice weather for ducks sem eru á Lemon Jelly plötunni, Crazy in Love með Beyoncé, Hey Ya með Outkast og Out of time með Blur svo einhver séu nefnd. Ég get eiginlega ekki valið eitthvað eitt sem stóð algjörlega upp úr.
Nú varðandi íslenska tónlist þá var ég hreinlega ekki með á nótunum hvað væri að gerast í þeim geira. Einu plöturnar sem ég hef eitthvað hlustað á eru Halldór Laxness með Mínus og Musick með Maus. Þær eru hvorugur algjört snilldarverk en eiga sín lög, t.d. er hið frábæra lag Romantic Excorsism á Mínusplötunni og gott ef ekki ég valdi það lag íslenska lag ársins í fyrra, svo hefur Maus Musick lagið sem mér finnst besta lagið á þeirri plötu. Önnur íslensk lög sem koma upp í hugann eru Eurovisa með Botnleðju. Einnig fannst mér Írafár vera að gera góða hluti og áttu þau nokkur góð lög. Þau eru án vafa besta svona "sveitaballahljómsveitin" á Íslandi.

laugardagur, janúar 03, 2004

Já ég var víst búinn að segja að ég ætlaði að hafa svona annál eins og ég gerði í fyrra. Þá valdi ég uppáhaldsplötuna mína, lag, kvikmynd og fleira. Það verður reyndar að segjast að ég er ógurlega gleyminn varðandi þetta og kanski hef ég ekki verið að fylgjast nægjanlega mikið með tónlistinni sérstaklega þetta árið sökum anna í námi.
Þegar ég hugsa um plötur sem komu út á þessu ári koma strax í huga mér Hail to the Thief og Absolution. Það er nú alltaf merkilegt þegar Radiohead gefa út nýja plötu finnst mér og var þetta ekki undantekning. Ég var bara mjög sáttur með plötuna, þeir reyndu ýmislegt nýtt á henni, t.d. er fyrsta lagið frekar pönkað, svo er ein angurværasta vögguvísa sem maður hefur heyrt á plötunni líka og svo klassískt Radiohead lag í anda The Bends og kanski Ok Computer sem var There There.
Absolution var ekki jafngrípandi fannst mér við fyrstu hlustun og meistaraverkið Origin of Symmetry en hún óx við hverja hlustun og eftir nokkrar hlustanir fílaði maður hana í tætlur. Bellamy aðalspíran í hljómsveitinni er náttúrulega geðsjúkur gítar og píanóleikari eins og maður fékk að sjá á tónleikunum. Lag sem stendur upp úr er kanski Stockholm Syndrom, sudda rokkslagari.
Svo gáfu reyndar ein af mínum uppáhaldshljómsveitum GYBE, eða Godspeed you black Emperor út plötuna Yanqui U.X.O sem var virkilega góð. Þessi hljómsveit er mjög góð og mæli ég með að fólk tékki á henni vilji þeir víkka tónlistarsmekkinn aðeins. Öll lögin eru frekar löng þannig að maður þarf svona aðeins að leggja við hlustir.

Á morgun ætla ég að halda áfram þessari umfjöllun.

Græddi tvo daga í gær þegar ég komst að því að skólinn byrjar ekki fyrr en 7.janúar, hélt að hann byrjaði 5.janúar og var því drullusáttur við þetta allt saman.
Reyndar er ég kominn í ruglið með það hvað ég vaki lengi, nú þegar þetta er skrifað er klukkan 6 að morgni, cm er farinn að hafa vond áhrif á mig. Vaki of lengi og sef langt fram eftir degi, verð að snúa klukkunni aftur við áður en skólinn byrjar.
Fór til Mörtu í kvöld þar sem var komið mikið af góðu fólki og var spilað. Marta var þvílíkt húsmóðursleg og var búinn að týna til ýmis konar kræsingar sem var japplað á allt kvöldið. Við byrjuðum á því að spila öll Party og Co. Skipt var í þrjú lið og ég var með Guðrúnu og Guggu Láru. Til að gera langa sögu stutta þá rústuðum við þessu spili og áttu hinir ekki möguleika í okkur. Svo skiptist hópurinn í tvennt og við nokkur fórum í Trivial á meðan aðrir fóru í Fimbulfamb. Ég var með Guðrúnu í liði á móti Atla og Völu og svo var Tumi einn. Ég og Guðrún byrjuðum mjög sterkt og fékk ég orð á mig fyrir að vera frábær giskari. Við kláruðum að fylla okkar köku fyrst og voru frekar snögg að því, þökk sé kasthæfileikum mínum. En svo fór að síga á ógæfuhliðina. Vala fór og Atli bætti í. Tumi var líka öflugur og vorum við Guðrún að reyna að komast í lokareitinn en ekkert gekk, kastheppnin mín hvarf bara. Svo fór að Atli vann.

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Nú árið er liðið í aldanna skaut og allt það. Þetta voru fínustu áramót. Eins og alltaf fórum við til systur mömmu sem býr á Háaleitisbraut þaðan sem er útsýni yfir alla Reykjavík og borðuðum með systkinum mömmu og fjölskyldum þeirra. Við vorum mjög fá í ár, eða bara 9 sem er frekar skrýtið og gátum við öll setið við stofuborðið, sem þó er ekki stórt. Eftir að hafa borðað góðan mat kom svo þetta líka leiðinlega áramótaskaup og eftir að það var búið fór maður að fylgjast betur með flugeldunum. Frá svölunum sér maður mjög vel í Breiðholtið og maður þarf varla að hafa klukku til að vita hvenær nýja árið er gengið í garð því flugeldarnir fara stigvaxandi, ná hámarki svona 5 mínútum fyrir 12 og svo dregur aftur úr þeim 5 mínútur yfir 12. Svo fór ég í svona dæmi sem var haldið í Hressó og hitti furðumarga, allaveganna miðað við hvað ég bjóst við að hitta marga og svo var maður kominn heim klukkan 6. Þannig að þetta var bara fínt kvöld. Svo vaknaði ég klukkan 4 í dag og það var bara af því að ég var í spreng, hefði eflaust sofið lengur.
Ég er að pæla í því að hafa svona annál eins og ég var með í fyrra en geri hann ekki núna, læt hann bíða morgundagsins eða laugardagsins.
Svo styttist óðfluga í að maður verði 22. Já maður er orðinn gamall.