A site about nothing...

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Fyrsti skóladagurinn á morgun. Enginn rosaleg tilhlökkun svosem. Ætli maður fari ekki á morgun að kaupa þessar bækur sem manni vantar. Ég ætla síðan að selja tvær í hádeginu. Það kom miklu betur út fannst mér heldur en að nota skiptibókamarkaðinn sem er verið að bjóða upp á. Ég á líka eftir að púsla því hvernig önnin verður, ég ætla ekki að fara að taka 6 fög, nógu mikið er álagið fyrir. Svo er bara vonandi að kennararnir taki sig til og skili inn þessum einkunnum.
Við strákarnir hittumst í gær og spiluðum langt frameftir kveldi. Ég og Gbus vorum saman í liði, Fjalli og Káki og svo Sjonni og Kiddi. Við hituðum upp í Trivial þar sem ég og Gunni unnum fyrra spilið en Sjonni og Kiddi seinna spilið. Óhægt er að segja að þessi tvö lið hafi verið á allt öðru level heldur en Fjalli og Káki. Svo fórum við í gettu betur spilið þar sem Káki og Fjalarr komu sterkir inn en að sama skapi duttu Kiddi og Sjonni soldið út. Það spil var hörkuspennandi og unnum ég og Gunni með sjónarmun ef svo mætti að orði komast. Svo fórum við í Hættuspilið og hvað haldiði? Jú ég vann. Byrjaði hræðilega reyndar, átti engin örlagaspjald og lítið af heilasellum. Byrjaði að drekka og allt í volli. En svo rættist úr þessu og ég stal sigrinum eftir að hafa neitað öðrum keppendum nokkrum sinnum með að vinna með vel völdum örlagaspjöldum.
Ég held að öll þessi heppni í spilum yfir jólin þýði bara eitt. Maður verður áfram á lausu.