A site about nothing...

mánudagur, janúar 19, 2004

Skúbbið með greininguna reyndist rétt. Einkunnir komu inn í dag og voru framar björtustu vonum finnst mér. Solid 8 í hús og besta einkunn í stærðfræði sem ég hef fengið í mörg ár. Bjóst ekki við að fá 8, bjóst við 7 í mesta lagi. Yfir höfuð gekk mér bara virkilega vel og er mjög sáttur við prófin.
BOMBA, erum við að tala um BOMBU eða hvað!! Seinasti þátturinn af Alias í kvöld og ég var með svona spennutilfinningu í maganum seinasta kortérið. Endirinn var nottla snilld og biðin fram á næsta haust verður of löng. Núna ætla ég að kynnast einhverri manneskju sem býr í BNA og láta þá manneskju taka upp fyrir mig þættina og senda mér. Ég hreinlega get ekki beðið.
Einu sinni var ég þvílíkt fan Nágranna og mátti ekki missa úr þætti. Fór á huga.is áðan og þar er áhugamál sem heitir Nágrannar. Einhver stelpa þýddi grein um öll þau dauðsföll sem hafa verið í nágrönnum og er algengt að fólk deyji á leið í brúðkaup eða úr hjartaáfalli. En þessi söguþráður fannst mér langbestur, of fyndinn:

Garth Kirby, March 1992 (Episode 1639)
Gath var góður vinur pam og dougs, en dag einn greindist hann með alvarlega veiki, hann bað þau um hjálp til að gefa sér líffæri en þau neituðu bæði.
Hann ákvað að taka málið í sínar eigin hendur, en þa´myrti Pam hann.
Morðið komst upp síðar.
(þannig dó Garth árið 1990)

Hversu mikil snilld er þessi söguþráður. Mjög ólíkur Nágrönnum verð ég að segja