A site about nothing...

föstudagur, janúar 16, 2004

,,Bið, endalaus bið en það bara gerist ekki neitt" söng ung söngkona hér forðum og það á svo sannarlega við um þá stöðu sem margir standa fyrir í dag. Allir eru að bíða eftir einkunn úr Greiningu IIIB. Hann er kominn vel yfir tímatakmörkin sín en nýjasta sagan segir að einkunnum verði skilað á mánudaginn, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Jæja hörmuleg vika námslega séð að baki og vonandi hef ég tekið út letina fyrir veturinn út í þessari viku.
Idol í kvöld, allir greinilega að fara að horfa á þetta og margir með Idol partý og svona. Spá mín um að þetta yrði flopp var flopp.
Svo fór ég í tíma í náttúrufræðihúsinu í dag og sá það að innanverðu í fyrsta skipti, þetta er helvíti töff og eflaust eina húsið sem bíður upp á svona þægilegan lagningarstað, þ.e. það er einhver gryfja þarna sem er bara kjörin til að leggja sig í.
Svo er spurning, að gista eða gista ekki á árshátíðinni?