A site about nothing...

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Nú árið er liðið í aldanna skaut og allt það. Þetta voru fínustu áramót. Eins og alltaf fórum við til systur mömmu sem býr á Háaleitisbraut þaðan sem er útsýni yfir alla Reykjavík og borðuðum með systkinum mömmu og fjölskyldum þeirra. Við vorum mjög fá í ár, eða bara 9 sem er frekar skrýtið og gátum við öll setið við stofuborðið, sem þó er ekki stórt. Eftir að hafa borðað góðan mat kom svo þetta líka leiðinlega áramótaskaup og eftir að það var búið fór maður að fylgjast betur með flugeldunum. Frá svölunum sér maður mjög vel í Breiðholtið og maður þarf varla að hafa klukku til að vita hvenær nýja árið er gengið í garð því flugeldarnir fara stigvaxandi, ná hámarki svona 5 mínútum fyrir 12 og svo dregur aftur úr þeim 5 mínútur yfir 12. Svo fór ég í svona dæmi sem var haldið í Hressó og hitti furðumarga, allaveganna miðað við hvað ég bjóst við að hitta marga og svo var maður kominn heim klukkan 6. Þannig að þetta var bara fínt kvöld. Svo vaknaði ég klukkan 4 í dag og það var bara af því að ég var í spreng, hefði eflaust sofið lengur.
Ég er að pæla í því að hafa svona annál eins og ég var með í fyrra en geri hann ekki núna, læt hann bíða morgundagsins eða laugardagsins.
Svo styttist óðfluga í að maður verði 22. Já maður er orðinn gamall.