Þegar ég var að fara að hlusta á geisladisk nýlega í gettoblasternum mínum fann ég disk,everybody hertz með air, frá bókasafni hafnarfjarðar í spilaranu, disk sem ég hélt að ég væri fyrir löngu búinn að skila. Þetta kom mér mjög á óvart því ég hélt að ég hefði verið fyrir löngu búinn að skila honum(leigði hann um mánaðarmótin, nóvember desember held ég). Ekki minntist ég þess að konurnar á bókasafninu hefðu sagt að ég skuldaði þegar ég leigði bók hjá þeim núna í janúar og því var þetta mál allt hið furðulegasta. Í gær fór ég svo á bókasafnið og þar var Hjalti, fyrrum Gettu Betur gaur að vinna og ég þekki hann ágætlega þannig að ég sagði honum alla söguna. Við fórum því að tjekka á hlutunum og kom í ljós að diskurinn sem ég skilaði inn var Premier Symptomes, diskur sem ég á. Hafði ég bara ruglast og sett minn disk í hulstrið og ekkert pælt í því meira. Við björguðum þessu með því að ég tók rétta hulstrið og minn disk tilbaka en skila svo réttum diski í réttu hulstri. Þá kemst ekki upp um þessi mistök og ég verð ekki látinn borga fúlgur fjár fyrir sekt. Heppilegt fyrir mig.
þriðjudagur, janúar 27, 2004
|
<< Home