A site about nothing...

laugardagur, janúar 17, 2004

Fór á Felix í gær að horfa á Idolið. Var búinn að heyra að það yrði stormur og eitthvað þessháttar en fór nú samt á bílnum mínum í bæinn. Lagði í olíuportinu hjá MR. Upp úr 12 hringir bróðir minn í mig og segir mér að mamma sé eitthvað hrædd um að ég komist ekki heim ég pæli ekkert mikið í því og lofa að fara varlega. Svo stuttu seinna hitti ég Káka og Gulla og Káki er þakinn af snjó. Þá fara að renna á mig tvær grímur og ég ákvað að lokum að fara heim. Ég ákvað að skutla Gulla heim og við löbbum frá Felix til MR, þar mæta okkur hnéhæðarháir skaflar, svo þegar ég sá bílinn þá vildi ég að ég hefði haft myndavél. Það var svona 25cm jafnfallinn snjór á honum og bílastæðið þakið snjó. Ég komst samt út enda er bíllinn þvílíkt góður í snjó og komst heim heill á húfi.
Ég er ennþá að gera upp hug minn hvort ég eigi að gista eða ekki á árshátíðinni. Þá þarf ég vitaskuld að finna herbergisfélaga. Mig minnir að það hafi verið Tumi sem kom með þá góðu hugmynd að labba að einhverri gellu spyrja hana hvort hún ætlaði að gista á árshátíðinni og ef svarið væri já að segja ,,Fínt þá verðum við saman í herbergi". Ætli þetta myndi virka? hehe