A site about nothing...

laugardagur, janúar 03, 2004

Já ég var víst búinn að segja að ég ætlaði að hafa svona annál eins og ég gerði í fyrra. Þá valdi ég uppáhaldsplötuna mína, lag, kvikmynd og fleira. Það verður reyndar að segjast að ég er ógurlega gleyminn varðandi þetta og kanski hef ég ekki verið að fylgjast nægjanlega mikið með tónlistinni sérstaklega þetta árið sökum anna í námi.
Þegar ég hugsa um plötur sem komu út á þessu ári koma strax í huga mér Hail to the Thief og Absolution. Það er nú alltaf merkilegt þegar Radiohead gefa út nýja plötu finnst mér og var þetta ekki undantekning. Ég var bara mjög sáttur með plötuna, þeir reyndu ýmislegt nýtt á henni, t.d. er fyrsta lagið frekar pönkað, svo er ein angurværasta vögguvísa sem maður hefur heyrt á plötunni líka og svo klassískt Radiohead lag í anda The Bends og kanski Ok Computer sem var There There.
Absolution var ekki jafngrípandi fannst mér við fyrstu hlustun og meistaraverkið Origin of Symmetry en hún óx við hverja hlustun og eftir nokkrar hlustanir fílaði maður hana í tætlur. Bellamy aðalspíran í hljómsveitinni er náttúrulega geðsjúkur gítar og píanóleikari eins og maður fékk að sjá á tónleikunum. Lag sem stendur upp úr er kanski Stockholm Syndrom, sudda rokkslagari.
Svo gáfu reyndar ein af mínum uppáhaldshljómsveitum GYBE, eða Godspeed you black Emperor út plötuna Yanqui U.X.O sem var virkilega góð. Þessi hljómsveit er mjög góð og mæli ég með að fólk tékki á henni vilji þeir víkka tónlistarsmekkinn aðeins. Öll lögin eru frekar löng þannig að maður þarf svona aðeins að leggja við hlustir.

Á morgun ætla ég að halda áfram þessari umfjöllun.