A site about nothing...

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Essó fær þvílíkt hrós hérmeð. Var að keyra heim og allar rúðurnar voru eitthvað fitugar. Rúðupissið kláraðist en ég ætlaði samt að keyra alla leið í fjörðinn áður en ég færi á bensínstöð. Svo sé ég að það myndi ekki ganga því ég sá ekki sérlega vel framfyrir mig þannig að ég stoppaði í Essó þarna í fossvoginum, sem er við Hafnarfjarðarveg. Ég var með pínu sjálfur af rúðupissi og ætlaði bara að mixa þetta við eitthvað sem Essó átti, en karlinn sem var að aðstoða mig tók það ekki í mál. Hann sagði við mig að ég ætti bara að láta sem ég væri fátækur námsmaður og ekkert að vera að kaupa neitt auka. Svo þreif hann rúðurnar með sápuvatni og rúðuþurrkurnar líka. Svo geri ég mig tilbúinn að fara að borga og spyr hann hvað þetta kostaði og þá spurði hann: ,,Hvað?". Svo þakkaði ég honum fyrir og hann sagði að svona væri nú bara þjónustan á Essó. Frábær náungi og er hann bara maður dagsins og jafnvel maður vikunnar.
Þessi fyrsta vika stefnir í tjill. Gerði næstum ekkert í gær, fyrir utan ein heimadæmi og mjög lítið í dag. Það er reyndar ágætt að byrja rólega en þetta verður ekkert svona áfram veit ég vel.
Americas next top model var í gær, snilldarþáttur. Því miður datt stúlka út sem ég hélt svolítið með, Nicole heitir hún. Ég tók eftir því í gær að hún líkist leikkonunni Teri Hatcher mjög mikið og gæti þar verið komin ástæðan fyrir því að ég hélt með henni. Teri Hatcher var ein af þeim leikkonum sem ég var soldið hrifinn af á táningsárum mínum. Þar lék hún í Súpermann þáttunum en hvarf einhvern veginn eftir það dæmi allt. Fyrir utan eina lélega mynd sem ég man eftir og það að hún kom til íslands að flytja Píkusögur.