Hidda a.k.a Hildigunnur bauð í partý í gær. Þarna var samankomið annað árið í Véla og Iðn og var bara helvíti gaman. Góð stemmning myndaðist og virtist vera almenn ánægja með þetta hjá Hiddu. Þegar fækkaði í partýinu kom gítarstemmning í hópinn og var tekið í gítar sem þarna var. Hann var klassískt smíðaður en með stálstrengjum og rammfalskur en það gerði ekki að sök. Sjonni var í spotlightinu og gleymdi eitthvað af lögum sem hann átti að kunna. Svo fór ég aðeins í spotlightið og sló í gegn með því að byrja á því að taka Blister in the Sun með Violent Femmes, vill ég meina í það minnsta. Spotligthið lék mig grátt líka því ég mundi ekki eftir neinum lögum nema Vertu til er vorið kallar á þig og Ó jósep jósep. Það var því spilað í sitthvoru lagi þar sem Vertu Til var tekið með svona rússneskri stigmagnandi stemmningu. Svo endaði kvöldið á söngsyrpu sem samanstóð af Ó jósep jósep og Vertu til. Við strákarnir vorum meðal seinustu manna að fara, Ásdís var bara eftir, og var stefnan tekin niður í bæ, klukkan 3:30. Þar sýndi Sjonni höfðingskap sinn og bauð okkur í pullu og var svo farið á De Boomkikker en stoppað stutt við.
Hildigunnur fær mikið hrós fyrir að halda magnað partý.
Ég er þvílíkt heitur fyrir því að fara á landsleikinn við England í júní. Ég er að tjekka hvað þetta muni kosta og býð líka eftir því hvað Úrval Útsýn mun bjóða upp á. Það væri náttúrulega bara snilld að fara.
Kominn með nýtt kommenta kerfi. Blogspeak var með einhverja mongó stæla. Haloscan er því komið upp og vonandi að fólk nýti sér það og kommenti á þetta.
Hildigunnur fær mikið hrós fyrir að halda magnað partý.
Ég er þvílíkt heitur fyrir því að fara á landsleikinn við England í júní. Ég er að tjekka hvað þetta muni kosta og býð líka eftir því hvað Úrval Útsýn mun bjóða upp á. Það væri náttúrulega bara snilld að fara.
Kominn með nýtt kommenta kerfi. Blogspeak var með einhverja mongó stæla. Haloscan er því komið upp og vonandi að fólk nýti sér það og kommenti á þetta.