A site about nothing...

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Búinn að eyða tveimur dögum í matlab verkefnið stóra. Þ.e. við eigum að gera 4 stærri heimaverkefni í Tölulegri greiningu og því fyrsta á að skila núna á mánudag að ég held. Ég og Gbus erum búnir að vera í þessu tvo daga en meirihluti dagsins í dag fór í að gera skýrsluna, sem við gerum í LaTeX sem er miklu miklu flottara heldur en Word. Þar að auki er þetta ekki mikið erfiðara þegar maður hefur gert þetta nokkrum sinnum. T.d. er öll vinna með gröf og svona mjög þægileg og jöfnur eru draumur miðað við Microsoft Equation Editor. Ég sé fram á að við klárum þetta á morgun, ekki mikið eftir.
Svo er partý hjá Véla og Iðn öðru ári annaðkvöld. Hildigunnur ákvað að bjóða öllum og þetta er gott effort hjá henni, að bjóða um 50 manns heim til sín, það væru ekki allir til í það. Skilyrði fyrir að mæta sagði hún er að koma með góða skapið. Ég reyni að muna eftir því.