A site about nothing...

sunnudagur, janúar 11, 2004

Fyrsta helgin byrjaði ekki vel. Ekkert lært og nokkuð ljóst að ef ég held uppteknum hætti, þ.e. læri ekki, þá eru góðar líkur að ég falli í vor.
Ég fór á útsölur í gær og mikið er það leiðinlegt. Ég fann nánast ekkert sem mig langaði í, tískan eitthvað svo mikið svona hnakkaföt einhver. Ég fór í allar helstu tískuvöruverslanir og endaði eins og svo oft áður í Hagkaup þar sem ég fann fína peysu sem ég svo keypti í dag. Það er líka svolítið fyndið að föt á útsölu í verslunum eins og 17 og Deres og þessum "tískuverslunum" að þegar þær eru á útsölu þá eru þær á svona normal verði á við aðrar búðir.
Anna Katrín var heppin að falla ekki úr leik í Idol á föstudaginn, röddin eitthvað að stríða henni og ef það heldur áfram þá er nokkuð ljóst að Kalli vinnur nema að konurnar á símanum, þar sem hann vinnur nota bene, sendi þeim mun meira af sms.
Einnig langar mig að spyrja hvort fólk hafi tekið eftir því hversu mikið brjóstin á Tinnu stækkuðu í keppninni. Ég var að horfa á hana syngja og tók eftir því að allt í einu var hún kominn með stóran og myndarlegan barm, eitthvað sem mig minnti að hún hefði ekki. Grunur minn staðfestist þegar hún datt út því þá sá maður sögu hennar í keppninni og var þetta ennþá greinilegra. Við vorum að ræða þetta ég, Tumi og Martin og eins og allir vita eru Tumi og Martin með slúðrið á hreinu. Þeir sögðu að sagan segði að hún væri að vinna á Sólon, hefði fengið sjóðandi heitt kaffi yfir brjóstin, farið í lýtalækningu og fengið stærri brjóst. Hafa fleiri heyrt þetta?