A site about nothing...

laugardagur, janúar 10, 2004

ég er að lesa bók um nútíma flökkusögur og rakst á þessa sögu:

Það voru hjón sem áttu tjaldvagn, ágætis tjaldvagn, en vildu fara að stækka við sig, fá sér hjólhýsi, svo þau ákváðu að auglýsa tjaldvagninn til sölu. Konan tók málið í sínar hendur og hún semur auglýsingu þar sem saviskusamlega er minnst á að eitthvað votti nú fyrir ryði í einu horni vagnsins. Svo banka áhugasöm hjón upp á og vilja fá að skoða tjaldvagninn. Húsmóðirin var ekki heima svo húsbóndinn tekur að sér að sýna gripinn. ,,Jú, jú, það var nú ekki mikið mál...", og hann sýnir tjaldvagninn. Þá spyrja væntanlegir kaupendur auðvitað hvar sé nú ryðið í þessum prýðistjaldvagni. Maðurinn verður hálfskrýtinn í framan og jafnvel dálítið skömmustulegur en bendir að endingu á svefnherbergið og segir: ,, Tja, við gerum það nú vanalega þarna!".