föstudagur, apríl 27, 2007
Fór í annað prófið mitt í gær og undirbúningslega séð var það allt öðruvísi en hið fyrsta. Ég hafði ágætis tíma til að læra en á móti kom þá hafði ég enga hugmynd um hvað gæti komið á prófinu. Svo mæti ég í prófið, ágætlega undirbúinn og svona og kennarinn kemur inn, segir að prófið ætti ekki að vera svo erfitt, tæki kannski einn og hálfan til tvo að leysa það. Þegar 30 mínútur voru eftir af prófatímanum sem hann hefði gefið upp þá var ég varla búin að leysa 2 heil dæmi, það voru 5 í það heila. Svo fór að við fengum lengingu á prófatíma og tveimur tímum eftir að prófið byrjaði og allir áttu að vera búnir þá sátu allir sveittir ennþá að leysa prófið. Ég var 3 klst og 20 mínútur að leysa það þannig að kennarinn hefur gróflega vanmetið tímann sem tæki að leysa þetta en fær þó hrós fyrir að gefa okkur lengri tíma. En eftir á að hyggja þá tel ég að loka einkunn mín í þessu fagi verði ekkert til að hrópa húrra fyrir, því miður.
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Einn félagi minn hérna úti heitir Terrence og er frá Ghana. Þetta er frekar nettur gaur, hefur gaman af fótbolta en því miður styður Chelsea og við "rífumst" oft um hvort United eða Chelsea sé betra lið en það er allt í góðu. Einnig veit ég að hann spilar golf og þar sem mér finnst mjög gaman að spila golf þá ákvað ég að tjekka á því hvort hann vildi kíkja með mér um helgina og taka 9 holur eða svo því ég vissi að hann þarf að byrja að vinna næsta mánudag. Svo spyr ég hann að þessu og þá svarar hans eins og ekkert sé sjálfsagðra: "Ég get það ekki, ég þarf að slátra geit". Ég verð auðvitað eitt spurningamerki í framan en þá sagði hann mér að það er venja í hans trúarbrögðum að fórna geit svo að allt verði í góðu hjá fjölskyldu þess sem fórnar geitinni. Einnig sagði hann mér að þar sem hann er höfuð fjölskyldu sinnar að þá kemur það í hans hlutverk að slátra geitinni og svo sagði hann mér aðferðina á bakvið þetta sem í stuttu máli felst í því að drepa geitina í þremur hnífsstungum/skurðum þannig að geitin þjáist sem minnst.
Í lokin vil ég benda fólki á þessa umfjöllun hér sem ég skrifaði um Hróarskelduhátíðina sem ég er einmitt að fara á í sumar í fyrsta skipti. Í umfjölluninni koma Fjalli Palli og Káki mikið við sögu þannig að endilega tjekkið á þessu.
Í lokin vil ég benda fólki á þessa umfjöllun hér sem ég skrifaði um Hróarskelduhátíðina sem ég er einmitt að fara á í sumar í fyrsta skipti. Í umfjölluninni koma Fjalli Palli og Káki mikið við sögu þannig að endilega tjekkið á þessu.
miðvikudagur, apríl 25, 2007
Í þessari viku nær geðveikin hámörkum. Síðustu tvær eða þrjár vikur hef ég nánast bara gert einn hlut, læra. Í gær var svo ansi massífur dagur þegar ég þurfti að skila skýrslu um hermunarverkefnið mitt, skýrslu um fræðigrein sem ég las auk þess sem ég hélt kynningu á því og svo í dag var lokaprófið í Probabilistic OR og fyrirfram hefði ég viljað meira en hálfan dag til að læra fyrir prófið. Rétt fyrir prófið var ég orðinn nett geðveikur og farinn að rugla öllu í hausnum á mér og bjóst ekki við góðu í prófinu sjálfu en mér tókst að standa mig held ég bara þrælvel og mér leið mjög vel þegar ég kom úr prófinu. Framundan er svo lokapróf í hermun á fimmtudaginn, verðskuldað fyllerí á föstudaginn og svo er það lokapróf í Production Systems á mánudaginn. Föstudaginn eftir það flýg ég svo heim.
Það er í rauninni ótrúlegt til þess að hugsa að ég er búinn að vera hérna í 8 mánuði. Tíminn hefur gjörsamlega flogið og mér finnst bara eins og það hafi verið í gær þegar ég flutti hingað í óvissuna. Svo er líka merkilegt til þess að hugsa hvað maður á mikið af dóti eftir jafn stutta dvöl. Hér á þessu heimili erum við ekkert að kaupa endalaust af hlutum en samt eigum við miklu meira dót en við gerðum okkur í hugarlund því þetta þurfum við að geyma allt yfir sumarið.
Annars þá var geðveikt veður í gær, 30 stiga hita og allir í fíling, nema ég sem sat inni og lærði hehe.
Það er í rauninni ótrúlegt til þess að hugsa að ég er búinn að vera hérna í 8 mánuði. Tíminn hefur gjörsamlega flogið og mér finnst bara eins og það hafi verið í gær þegar ég flutti hingað í óvissuna. Svo er líka merkilegt til þess að hugsa hvað maður á mikið af dóti eftir jafn stutta dvöl. Hér á þessu heimili erum við ekkert að kaupa endalaust af hlutum en samt eigum við miklu meira dót en við gerðum okkur í hugarlund því þetta þurfum við að geyma allt yfir sumarið.
Annars þá var geðveikt veður í gær, 30 stiga hita og allir í fíling, nema ég sem sat inni og lærði hehe.
sunnudagur, apríl 22, 2007
Fyrir 15 árum þá dansaði ég sem óður maður við þetta lag. Þetta lag er eitt besta lag þessa tímabils sem ég vanalega kalla 92' tónlist en aðrir þekkja líklega sem rave. Ég er ekki frá því að þetta er það sem kom mér út í danstónlist síðar meir og mér hefur alltaf þótt tónlist frá þessu tímabili alveg helvíti nett.
laugardagur, apríl 21, 2007
Í dag fengum við loksins forsmekk af sumri hérna í Boston. Veðrið er frábært í einu orði sagt, sól, 20-25 stiga hiti og allir í stuði bara. Ókosturinn er reyndar að ég þarf að læra en ég gaf mér sjálfum pínu frí og kíkti á Newbury og þar iðaði allt af lífi. Newbury er staðurinn þar sem fólk fer til að láta sjá sig og oftar en ekki getur maður séð geðveika bíla fyrir utan Armani café, ég sá ferrari, lamborghini og porche, og svo er nóg af fallegu kvenfólki líka.
Þetta er svona ekta dagur þar sem maður myndi, ef maður væri á Íslandi, grilla með félögunum og chilla og ég hef varla getað hugsað um neitt annað í dag. Svo er ég sitjandi hérna að læra, þegar ég allt í einu finn þessa líka rosalega grillkolalykt og þá eru nágrannar mínar að grilla, helvítis bastarðar.
Í gær þá þurfti ég pásu þannig að ég fór og fékk mér Sushi með Oliviu og Ingu. Fyrir valinu varð Douzo sem er virkilega góður sushi staður hérna og það er óhætt að segja að hver biti sem maður sporðrenndi hafi verið eins og fullnæging í munninum á manni. Þetta var bara of gott.
Þetta er svona ekta dagur þar sem maður myndi, ef maður væri á Íslandi, grilla með félögunum og chilla og ég hef varla getað hugsað um neitt annað í dag. Svo er ég sitjandi hérna að læra, þegar ég allt í einu finn þessa líka rosalega grillkolalykt og þá eru nágrannar mínar að grilla, helvítis bastarðar.
Í gær þá þurfti ég pásu þannig að ég fór og fékk mér Sushi með Oliviu og Ingu. Fyrir valinu varð Douzo sem er virkilega góður sushi staður hérna og það er óhætt að segja að hver biti sem maður sporðrenndi hafi verið eins og fullnæging í munninum á manni. Þetta var bara of gott.
föstudagur, apríl 20, 2007
Sniðmátin sem fylgja KraftPunkti frá Örmjúkt fyrirtækinu, Powerpoint frá Microsoft, eru mörg hver hræðilega ljót. Í HÍ hannaði ég vanalega mínar glærur sjálfur en ég nennti því ekki núna og fór því á stúfana á lýðnetinu. Þar fann ég heimasíður sem hafa ýmis sniðmát sem nota má í KraftPunkti og eru miklu flottari en þau sem fylgja. Svo var ég að vinna í kynningu sem ég á að flytja eftir helgi og valdi eitt af nýju sniðmátunum og djöfull er það sexy! Ég verð án vafa með flottustu kynninguna, útlitslega allaveganna og það er náttúrulega það eina sem skiptir máli.
Annað í fregnum, það er einhver hasar í gangi hérna fyrir utan núna þegar þetta er skrifað og löggan er mætt á svæðið og búið er að handtaka einhvern gaur. Svona gerast hlutirnir í Ameríku gott fólk.
Annað í fregnum, það er einhver hasar í gangi hérna fyrir utan núna þegar þetta er skrifað og löggan er mætt á svæðið og búið er að handtaka einhvern gaur. Svona gerast hlutirnir í Ameríku gott fólk.
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Þar sem líf mitt þessa dagana snýst um nánast eingöngu tvennt, þ.e. að læra og að horfa á scrubs þegar ég tek mér frí frá lærdóminum þá datt mér í hug að koma með quote úr þáttunum sem sýnir vel samband JD og Turk.
Turk: "Honey, guys will have sex with anybody. If Tyra Banks ran over my mother with her car, and then asked me to have sex with her, I'd have to dial 911 in the nude, cuz my pants would already be off."
Carla: Your mother?
J.D.: It's okay, see, Tyra uses her supermodel connections in the government to put Turk's mom's brain into (some model, I don't remember) and then she falls madly in love with me, and they move into our apartment with us.
Turk: It would be awkward at first, but I'd get over it, because I love my mom.
Carla: Wow, new low
Turk: "Honey, guys will have sex with anybody. If Tyra Banks ran over my mother with her car, and then asked me to have sex with her, I'd have to dial 911 in the nude, cuz my pants would already be off."
Carla: Your mother?
J.D.: It's okay, see, Tyra uses her supermodel connections in the government to put Turk's mom's brain into (some model, I don't remember) and then she falls madly in love with me, and they move into our apartment with us.
Turk: It would be awkward at first, but I'd get over it, because I love my mom.
Carla: Wow, new low
mánudagur, apríl 16, 2007
Áðan lenti ég í svo fáránlegu atviki að ég bara varð að skrifa um það. Ég er að vinna í lokaverkefni í hermun sem byggir á fjármálum og til að geta leyst verkefnið almennilega þá hafði ég samband við prófessor í viðskiptafræðideildinni. Hún kom með með fullt af gagnlegum upplýsingum, benti mér hvaða leið ég gat farið til að leysa einn mikilvægasta þátt verkefnisins og lánaði mér svo bók sem gæti hjálpað mér. Svo er ég áðan að lesa í bókinni um nákvæmlega þetta atriði sem er mikilvægast og "juice-y" hlutinn sem ég vildi vita var handan við hornið. Ég flétti síðunni og þá er síðan sem inniheldur upplýsingar sem mig vantar rifin, þ.e. vantar helminginn af henni. Það fáránlega við þetta allt saman er að þetta er eina síðan í bókinni sem er rifin. Líkurnar á þessu hljóta að teljast stjarnfræðilega litlar.
föstudagur, apríl 13, 2007
Næst þegar ég kíki á djammið þá er þetta klárlega dans sem ég mun taka ( þ.e. dansinn hans Turk). Núna er bara að vona að þetta lag komi, annars munu allir klukkutímarnir sem ég hef eytt í að mastera dansinn fara í súginn.
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Einhvern daginn ætla ég að skreppa hér í Whole Foods og kaupa mér skyr.is. Svo þegar ég kem að kassanum þá ætla ég að vera ógeðslega hress, því maður er alltaf hress þegar maður talar við afgreiðslufólkið, spyr það hvernig það hafi það og svona. Svo rétti ég þeim skyrið og spyr mjög casualt:
"Do you know how this is pronounced?"
Þetta mun ég auðvitað segja með miklum amerískum hreim, kannski Suðurríkja hreim. Ég geri mér í hugarlund að hljóðfallslega mun manneskjan bera nafnið svona fram:
"Yeah isn't it, skæer?"
Þá mun ég hlæja dátt og uppljóstra að ég hafi verið að blöffa með Suðurríkja hreiminum og segja
"No that is not how it's pronounced, I'm from Iceland and it's pronunced Skyr (þarna mun ég rúlla err-inu í lokin extra mikið þannig að það frussast á afgreiðslumanneskjuna), biatch"
Fyndið eða ekki fyndið? Ef þetta er ekki fyndið þá hef ég afsökun, heilinn minn er orðinn soðinn eftir lestur fræðigreina síðustu daga.
Talandi um Whole Foods þá er þetta frábær búð og skyr dæmið allt er gott að hafa, því mér þykir skyr.is rosa gott. Einnig vil ég nefna að ég er mjög ánægður með starfsmannaval upp á síðkastið hjá þeim. Nýju afgreiðsludömurnar eru bara þokkalega fæn.
Ég hef einnig ætlað í pínu tíma að blogga um Moggabloggið. Á þeim tíma sem ég hef verið á leiðinni að blogga um það hafa aðrir bloggað um það og með sömu pælingar og ég. Mikill meirihluti af þessu, Moggabloggi, er þvílíkt rusl. Einhverjir einstaklingar sem skrifa 2 línur um einhverja frétt og hafa ekkert annað til málanna að leggja, vilja bara að þeirra blogg sé tengt fréttinni eða eitthvað. Einhverja hluta vegna fer þetta ótrúlega í taugarnar á mér.
"Do you know how this is pronounced?"
Þetta mun ég auðvitað segja með miklum amerískum hreim, kannski Suðurríkja hreim. Ég geri mér í hugarlund að hljóðfallslega mun manneskjan bera nafnið svona fram:
"Yeah isn't it, skæer?"
Þá mun ég hlæja dátt og uppljóstra að ég hafi verið að blöffa með Suðurríkja hreiminum og segja
"No that is not how it's pronounced, I'm from Iceland and it's pronunced Skyr (þarna mun ég rúlla err-inu í lokin extra mikið þannig að það frussast á afgreiðslumanneskjuna), biatch"
Fyndið eða ekki fyndið? Ef þetta er ekki fyndið þá hef ég afsökun, heilinn minn er orðinn soðinn eftir lestur fræðigreina síðustu daga.
Talandi um Whole Foods þá er þetta frábær búð og skyr dæmið allt er gott að hafa, því mér þykir skyr.is rosa gott. Einnig vil ég nefna að ég er mjög ánægður með starfsmannaval upp á síðkastið hjá þeim. Nýju afgreiðsludömurnar eru bara þokkalega fæn.
Ég hef einnig ætlað í pínu tíma að blogga um Moggabloggið. Á þeim tíma sem ég hef verið á leiðinni að blogga um það hafa aðrir bloggað um það og með sömu pælingar og ég. Mikill meirihluti af þessu, Moggabloggi, er þvílíkt rusl. Einhverjir einstaklingar sem skrifa 2 línur um einhverja frétt og hafa ekkert annað til málanna að leggja, vilja bara að þeirra blogg sé tengt fréttinni eða eitthvað. Einhverja hluta vegna fer þetta ótrúlega í taugarnar á mér.
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Ætli ég byrji ekki þessa blogg færslu á að hvetja alla að kíkja á nýjasta bloggið hans Tuma, þar er fjallað um all sérstæðar ferðir ákveðins frábærs einstaklings.
Á þessum tímapunkti þegar ég hugsa um allt það sem ég þarf að framkvæma á næstu þremur vikum þá fæ ég hreinlega hausverk. Þrjú stór verkefni bíða og þar af eitt sem ég þar algjörlega að skilgreina sjálfur og svo leysa. Hin tvö eru lestur á fræðigreinum sem ég á að greina í öreindir og skilja aftur á bak og áfram, skrifa svo ítarlega greinargerð um þær og halda kynningu. Önnur þessara greina er pretty straightforward og ég er næstum búinn með hana en hin er miklu erfiðari auk þess sem ég þarf að fara ítarlegar í hana. Kennarinn er einnig svo bjartsýnn að hann vill að við lesum greinarnar sem vísað er í í okkar grein. Mín grein er með yfir 20 tilvísunum og ég hef viku til að klára þetta verkefni, þetta er bara ekki að fara að gerast. Reyndar get ég kannski kennt sjálfum mér um að vera ekki kominn lengra á veg en ég er en þetta attitjúd að hlutirnir reddist verður greinilega enn eina ferðina að virka.
Ef fólk vill eiga við mig spjall í sumar þá er um að gera að þið rifjið upp það sem þið hafið lært í biðraðafræði og kerfum tengdum því. Í öllum mínum kúrsum eftir jól hef ég komið inn á þetta viðfangsefni og er því orðinn ansi djúpt sokkinn í þessi fræði.
Á þessum tímapunkti þegar ég hugsa um allt það sem ég þarf að framkvæma á næstu þremur vikum þá fæ ég hreinlega hausverk. Þrjú stór verkefni bíða og þar af eitt sem ég þar algjörlega að skilgreina sjálfur og svo leysa. Hin tvö eru lestur á fræðigreinum sem ég á að greina í öreindir og skilja aftur á bak og áfram, skrifa svo ítarlega greinargerð um þær og halda kynningu. Önnur þessara greina er pretty straightforward og ég er næstum búinn með hana en hin er miklu erfiðari auk þess sem ég þarf að fara ítarlegar í hana. Kennarinn er einnig svo bjartsýnn að hann vill að við lesum greinarnar sem vísað er í í okkar grein. Mín grein er með yfir 20 tilvísunum og ég hef viku til að klára þetta verkefni, þetta er bara ekki að fara að gerast. Reyndar get ég kannski kennt sjálfum mér um að vera ekki kominn lengra á veg en ég er en þetta attitjúd að hlutirnir reddist verður greinilega enn eina ferðina að virka.
Ef fólk vill eiga við mig spjall í sumar þá er um að gera að þið rifjið upp það sem þið hafið lært í biðraðafræði og kerfum tengdum því. Í öllum mínum kúrsum eftir jól hef ég komið inn á þetta viðfangsefni og er því orðinn ansi djúpt sokkinn í þessi fræði.
mánudagur, apríl 09, 2007
Fyrsta páskarnir mínir þar sem ég er ekki á Íslandi. Venjan er að á páskadag þá borðar stórfjölskyldan saman, þ.e. mamma, systkini hennar, börn og barnabörn. Þar sem ég er eins og áður segir ekki á landinu þá ákvað ég bara að halda matarboð í staðinn hérna í Boston og bjóða nokkrum góðum vinum. Úr varð að 9 manns komu í mat. Þetta var þrírétta, þýðir ekkert annað á páskunum, þar sem boðið var upp á fordrykk og kex og osta með því. Aðalrétturinn var lambalæri kryddað í miðjarðarhafsstíl, með frábærri sósu sem Hidda bjó til (við elduðum allt), frábærum brúnuðum kartöflum (aftur Hidda), grænum baunum, salati og rauðkáli sem gleymdist þannig að núna á ég kíló af rauðkáli. Með þessu var drukkið chianti og þetta smakkaðist bara stórvel verð ég að segja. Í eftirrétt þá tók ég bite size brownies sem fást í whole foods, setti pínu cranberry sultu og ferskt jarðarber. Allt í allt þá var þetta frábært kvöld með góðum vinum, svona eins og maður vill hafa það.
eftirrétturinn góði
Ég verð nú að nefna að ég er að fara í sumarfrí í sumar. Ég ætla í fyrsta skipti á ævi minni á Hróarskeldu hátíðina og tilhlökkunin er mikil. Ekki skemmir fyrir að eiga eitt stykki VIP miða. Þaðan fer ég svo til Flórens þar sem ég mun heimsækja Vanni og fjölskyldu og sjá Ítalíu í fyrsta skipti á minni ævi. Þaðan flýg ég aftur til danmörku og svo heim á mánudegi þar sem ég lendi snemma morguns og skelli mér eflaust bara beint í vinnuna, vonandi með gott base-tan. Það er jú fyrir öllu.
Í gær, laugardag, þá loksins opnaði ég lakkrís pokann minn sem ég hef átt í skúffunni minni í 3 vikur eða svo. Himnarnir opnuðust og sólargeisli skein inn um gluggann um leið og ég opnaði pokann og furðulegt nokk þá heyrði ég Hallelujah kórinn þegar anganinn barst vitum mér. Ég var auðvitað með ískalt mjólkurglas mér við hlið og eftir að hafa þefað nokkrum sinnum af lakkrísnum fékk ég mér fyrsta molann, saup á mjólkinni og leyfði þessum kokteil mjólkur og lakkrís leika um bragðlaukana. Hann var guðdómlegur, miklu betri en nokkurt páskaegg.
Ég verð nú að nefna að ég er að fara í sumarfrí í sumar. Ég ætla í fyrsta skipti á ævi minni á Hróarskeldu hátíðina og tilhlökkunin er mikil. Ekki skemmir fyrir að eiga eitt stykki VIP miða. Þaðan fer ég svo til Flórens þar sem ég mun heimsækja Vanni og fjölskyldu og sjá Ítalíu í fyrsta skipti á minni ævi. Þaðan flýg ég aftur til danmörku og svo heim á mánudegi þar sem ég lendi snemma morguns og skelli mér eflaust bara beint í vinnuna, vonandi með gott base-tan. Það er jú fyrir öllu.
Í gær, laugardag, þá loksins opnaði ég lakkrís pokann minn sem ég hef átt í skúffunni minni í 3 vikur eða svo. Himnarnir opnuðust og sólargeisli skein inn um gluggann um leið og ég opnaði pokann og furðulegt nokk þá heyrði ég Hallelujah kórinn þegar anganinn barst vitum mér. Ég var auðvitað með ískalt mjólkurglas mér við hlið og eftir að hafa þefað nokkrum sinnum af lakkrísnum fékk ég mér fyrsta molann, saup á mjólkinni og leyfði þessum kokteil mjólkur og lakkrís leika um bragðlaukana. Hann var guðdómlegur, miklu betri en nokkurt páskaegg.
föstudagur, apríl 06, 2007
Ég skal viðurkenna fyrirfram að eftirfarandi lag er ekki allra en shiiiiit hvað það er töff. Ég var að renna í gegnum lagið í fyrsta skiptið í þann mund sem þetta er skrifað, aleinn, klukkan hálf tvö að nóttu og ég var að missa mig yfir þessu. En eins og áður segir þá er þetta ekki allra. Ef þið hlustið leyfið því að renna í gegn, það kemur geðsjúkur kafli sem byrjar 1:33 inn í lagið.
Jensen Sportag - Japanese Zombie Schoolgirls
Jensen Sportag - Japanese Zombie Schoolgirls
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Ég hef fundið lag sumarsins. Lag sumarsins er frábært. Stúfullt af gleði og góðu bíti sem tryggir að maður á eftir að hrista skankana við það í sumar. Lag sumarsins heitir B.E.A.T. og er með Justice.
B.E.A.T. - Justice
Ef fólk filar ekki lag sumarsins þá getur það hlustað á eftirfarandi lag sem er ágætis varamaður fyrir lag sumarsins og mun eflaust verða spilað mikið líka. Það lag er remix af frægum Coldplay smelli, God Put A Smile Upon Your Face. Lagið er líka með flottu bíti og geðveiku brassi í 60's eða 70's fíling.
God Put A Smile Upon Your Face - Mark Ronson remix
B.E.A.T. - Justice
Ef fólk filar ekki lag sumarsins þá getur það hlustað á eftirfarandi lag sem er ágætis varamaður fyrir lag sumarsins og mun eflaust verða spilað mikið líka. Það lag er remix af frægum Coldplay smelli, God Put A Smile Upon Your Face. Lagið er líka með flottu bíti og geðveiku brassi í 60's eða 70's fíling.
God Put A Smile Upon Your Face - Mark Ronson remix
sunnudagur, apríl 01, 2007
Í dag skall hurð nærri hælum. Möguleikar mínir á að fjölga mannkyninu voru í hættu en rétt sluppu. Ég var með 20 kílóa lóð í sitthvorri höndinni og ætlaði að fleygja þessu upp nokkrum sinnum en eitthvað ákvað líkaminn að mótmæla og gaf undan þannig að lóðið féll niður og höndin mín líka og lenti örfáum cm frá klofinu og stöðvaðist þar á bekknum sem ég sat á. Það er ekki laust við að maður varð pínu skelkaður við þessa lífsreynslu.
Annað í fréttum, ég á VIP miða á Hróarskeldu í sumar.
Annað í fréttum, ég á VIP miða á Hróarskeldu í sumar.