A site about nothing...

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Einhvern daginn ætla ég að skreppa hér í Whole Foods og kaupa mér skyr.is. Svo þegar ég kem að kassanum þá ætla ég að vera ógeðslega hress, því maður er alltaf hress þegar maður talar við afgreiðslufólkið, spyr það hvernig það hafi það og svona. Svo rétti ég þeim skyrið og spyr mjög casualt:
"Do you know how this is pronounced?"
Þetta mun ég auðvitað segja með miklum amerískum hreim, kannski Suðurríkja hreim. Ég geri mér í hugarlund að hljóðfallslega mun manneskjan bera nafnið svona fram:
"Yeah isn't it, skæer?"
Þá mun ég hlæja dátt og uppljóstra að ég hafi verið að blöffa með Suðurríkja hreiminum og segja
"No that is not how it's pronounced, I'm from Iceland and it's pronunced Skyr (þarna mun ég rúlla err-inu í lokin extra mikið þannig að það frussast á afgreiðslumanneskjuna), biatch"
Fyndið eða ekki fyndið? Ef þetta er ekki fyndið þá hef ég afsökun, heilinn minn er orðinn soðinn eftir lestur fræðigreina síðustu daga.

Talandi um Whole Foods þá er þetta frábær búð og skyr dæmið allt er gott að hafa, því mér þykir skyr.is rosa gott. Einnig vil ég nefna að ég er mjög ánægður með starfsmannaval upp á síðkastið hjá þeim. Nýju afgreiðsludömurnar eru bara þokkalega fæn.

Ég hef einnig ætlað í pínu tíma að blogga um Moggabloggið. Á þeim tíma sem ég hef verið á leiðinni að blogga um það hafa aðrir bloggað um það og með sömu pælingar og ég. Mikill meirihluti af þessu, Moggabloggi, er þvílíkt rusl. Einhverjir einstaklingar sem skrifa 2 línur um einhverja frétt og hafa ekkert annað til málanna að leggja, vilja bara að þeirra blogg sé tengt fréttinni eða eitthvað. Einhverja hluta vegna fer þetta ótrúlega í taugarnar á mér.