A site about nothing...

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Í þessari viku nær geðveikin hámörkum. Síðustu tvær eða þrjár vikur hef ég nánast bara gert einn hlut, læra. Í gær var svo ansi massífur dagur þegar ég þurfti að skila skýrslu um hermunarverkefnið mitt, skýrslu um fræðigrein sem ég las auk þess sem ég hélt kynningu á því og svo í dag var lokaprófið í Probabilistic OR og fyrirfram hefði ég viljað meira en hálfan dag til að læra fyrir prófið. Rétt fyrir prófið var ég orðinn nett geðveikur og farinn að rugla öllu í hausnum á mér og bjóst ekki við góðu í prófinu sjálfu en mér tókst að standa mig held ég bara þrælvel og mér leið mjög vel þegar ég kom úr prófinu. Framundan er svo lokapróf í hermun á fimmtudaginn, verðskuldað fyllerí á föstudaginn og svo er það lokapróf í Production Systems á mánudaginn. Föstudaginn eftir það flýg ég svo heim.
Það er í rauninni ótrúlegt til þess að hugsa að ég er búinn að vera hérna í 8 mánuði. Tíminn hefur gjörsamlega flogið og mér finnst bara eins og það hafi verið í gær þegar ég flutti hingað í óvissuna. Svo er líka merkilegt til þess að hugsa hvað maður á mikið af dóti eftir jafn stutta dvöl. Hér á þessu heimili erum við ekkert að kaupa endalaust af hlutum en samt eigum við miklu meira dót en við gerðum okkur í hugarlund því þetta þurfum við að geyma allt yfir sumarið.
Annars þá var geðveikt veður í gær, 30 stiga hita og allir í fíling, nema ég sem sat inni og lærði hehe.