Í dag fengum við loksins forsmekk af sumri hérna í Boston. Veðrið er frábært í einu orði sagt, sól, 20-25 stiga hiti og allir í stuði bara. Ókosturinn er reyndar að ég þarf að læra en ég gaf mér sjálfum pínu frí og kíkti á Newbury og þar iðaði allt af lífi. Newbury er staðurinn þar sem fólk fer til að láta sjá sig og oftar en ekki getur maður séð geðveika bíla fyrir utan Armani café, ég sá ferrari, lamborghini og porche, og svo er nóg af fallegu kvenfólki líka.
Þetta er svona ekta dagur þar sem maður myndi, ef maður væri á Íslandi, grilla með félögunum og chilla og ég hef varla getað hugsað um neitt annað í dag. Svo er ég sitjandi hérna að læra, þegar ég allt í einu finn þessa líka rosalega grillkolalykt og þá eru nágrannar mínar að grilla, helvítis bastarðar.
Í gær þá þurfti ég pásu þannig að ég fór og fékk mér Sushi með Oliviu og Ingu. Fyrir valinu varð Douzo sem er virkilega góður sushi staður hérna og það er óhætt að segja að hver biti sem maður sporðrenndi hafi verið eins og fullnæging í munninum á manni. Þetta var bara of gott.
Þetta er svona ekta dagur þar sem maður myndi, ef maður væri á Íslandi, grilla með félögunum og chilla og ég hef varla getað hugsað um neitt annað í dag. Svo er ég sitjandi hérna að læra, þegar ég allt í einu finn þessa líka rosalega grillkolalykt og þá eru nágrannar mínar að grilla, helvítis bastarðar.
Í gær þá þurfti ég pásu þannig að ég fór og fékk mér Sushi með Oliviu og Ingu. Fyrir valinu varð Douzo sem er virkilega góður sushi staður hérna og það er óhætt að segja að hver biti sem maður sporðrenndi hafi verið eins og fullnæging í munninum á manni. Þetta var bara of gott.