A site about nothing...

mánudagur, apríl 16, 2007

Áðan lenti ég í svo fáránlegu atviki að ég bara varð að skrifa um það. Ég er að vinna í lokaverkefni í hermun sem byggir á fjármálum og til að geta leyst verkefnið almennilega þá hafði ég samband við prófessor í viðskiptafræðideildinni. Hún kom með með fullt af gagnlegum upplýsingum, benti mér hvaða leið ég gat farið til að leysa einn mikilvægasta þátt verkefnisins og lánaði mér svo bók sem gæti hjálpað mér. Svo er ég áðan að lesa í bókinni um nákvæmlega þetta atriði sem er mikilvægast og "juice-y" hlutinn sem ég vildi vita var handan við hornið. Ég flétti síðunni og þá er síðan sem inniheldur upplýsingar sem mig vantar rifin, þ.e. vantar helminginn af henni. Það fáránlega við þetta allt saman er að þetta er eina síðan í bókinni sem er rifin. Líkurnar á þessu hljóta að teljast stjarnfræðilega litlar.