Fyrsta páskarnir mínir þar sem ég er ekki á Íslandi. Venjan er að á páskadag þá borðar stórfjölskyldan saman, þ.e. mamma, systkini hennar, börn og barnabörn. Þar sem ég er eins og áður segir ekki á landinu þá ákvað ég bara að halda matarboð í staðinn hérna í Boston og bjóða nokkrum góðum vinum. Úr varð að 9 manns komu í mat. Þetta var þrírétta, þýðir ekkert annað á páskunum, þar sem boðið var upp á fordrykk og kex og osta með því. Aðalrétturinn var lambalæri kryddað í miðjarðarhafsstíl, með frábærri sósu sem Hidda bjó til (við elduðum allt), frábærum brúnuðum kartöflum (aftur Hidda), grænum baunum, salati og rauðkáli sem gleymdist þannig að núna á ég kíló af rauðkáli. Með þessu var drukkið chianti og þetta smakkaðist bara stórvel verð ég að segja. Í eftirrétt þá tók ég bite size brownies sem fást í whole foods, setti pínu cranberry sultu og ferskt jarðarber. Allt í allt þá var þetta frábært kvöld með góðum vinum, svona eins og maður vill hafa það.
eftirrétturinn góði
Ég verð nú að nefna að ég er að fara í sumarfrí í sumar. Ég ætla í fyrsta skipti á ævi minni á Hróarskeldu hátíðina og tilhlökkunin er mikil. Ekki skemmir fyrir að eiga eitt stykki VIP miða. Þaðan fer ég svo til Flórens þar sem ég mun heimsækja Vanni og fjölskyldu og sjá Ítalíu í fyrsta skipti á minni ævi. Þaðan flýg ég aftur til danmörku og svo heim á mánudegi þar sem ég lendi snemma morguns og skelli mér eflaust bara beint í vinnuna, vonandi með gott base-tan. Það er jú fyrir öllu.
Í gær, laugardag, þá loksins opnaði ég lakkrís pokann minn sem ég hef átt í skúffunni minni í 3 vikur eða svo. Himnarnir opnuðust og sólargeisli skein inn um gluggann um leið og ég opnaði pokann og furðulegt nokk þá heyrði ég Hallelujah kórinn þegar anganinn barst vitum mér. Ég var auðvitað með ískalt mjólkurglas mér við hlið og eftir að hafa þefað nokkrum sinnum af lakkrísnum fékk ég mér fyrsta molann, saup á mjólkinni og leyfði þessum kokteil mjólkur og lakkrís leika um bragðlaukana. Hann var guðdómlegur, miklu betri en nokkurt páskaegg.
Ég verð nú að nefna að ég er að fara í sumarfrí í sumar. Ég ætla í fyrsta skipti á ævi minni á Hróarskeldu hátíðina og tilhlökkunin er mikil. Ekki skemmir fyrir að eiga eitt stykki VIP miða. Þaðan fer ég svo til Flórens þar sem ég mun heimsækja Vanni og fjölskyldu og sjá Ítalíu í fyrsta skipti á minni ævi. Þaðan flýg ég aftur til danmörku og svo heim á mánudegi þar sem ég lendi snemma morguns og skelli mér eflaust bara beint í vinnuna, vonandi með gott base-tan. Það er jú fyrir öllu.
Í gær, laugardag, þá loksins opnaði ég lakkrís pokann minn sem ég hef átt í skúffunni minni í 3 vikur eða svo. Himnarnir opnuðust og sólargeisli skein inn um gluggann um leið og ég opnaði pokann og furðulegt nokk þá heyrði ég Hallelujah kórinn þegar anganinn barst vitum mér. Ég var auðvitað með ískalt mjólkurglas mér við hlið og eftir að hafa þefað nokkrum sinnum af lakkrísnum fékk ég mér fyrsta molann, saup á mjólkinni og leyfði þessum kokteil mjólkur og lakkrís leika um bragðlaukana. Hann var guðdómlegur, miklu betri en nokkurt páskaegg.