Sniðmátin sem fylgja KraftPunkti frá Örmjúkt fyrirtækinu, Powerpoint frá Microsoft, eru mörg hver hræðilega ljót. Í HÍ hannaði ég vanalega mínar glærur sjálfur en ég nennti því ekki núna og fór því á stúfana á lýðnetinu. Þar fann ég heimasíður sem hafa ýmis sniðmát sem nota má í KraftPunkti og eru miklu flottari en þau sem fylgja. Svo var ég að vinna í kynningu sem ég á að flytja eftir helgi og valdi eitt af nýju sniðmátunum og djöfull er það sexy! Ég verð án vafa með flottustu kynninguna, útlitslega allaveganna og það er náttúrulega það eina sem skiptir máli.
Annað í fregnum, það er einhver hasar í gangi hérna fyrir utan núna þegar þetta er skrifað og löggan er mætt á svæðið og búið er að handtaka einhvern gaur. Svona gerast hlutirnir í Ameríku gott fólk.
Annað í fregnum, það er einhver hasar í gangi hérna fyrir utan núna þegar þetta er skrifað og löggan er mætt á svæðið og búið er að handtaka einhvern gaur. Svona gerast hlutirnir í Ameríku gott fólk.