Einn félagi minn hérna úti heitir Terrence og er frá Ghana. Þetta er frekar nettur gaur, hefur gaman af fótbolta en því miður styður Chelsea og við "rífumst" oft um hvort United eða Chelsea sé betra lið en það er allt í góðu. Einnig veit ég að hann spilar golf og þar sem mér finnst mjög gaman að spila golf þá ákvað ég að tjekka á því hvort hann vildi kíkja með mér um helgina og taka 9 holur eða svo því ég vissi að hann þarf að byrja að vinna næsta mánudag. Svo spyr ég hann að þessu og þá svarar hans eins og ekkert sé sjálfsagðra: "Ég get það ekki, ég þarf að slátra geit". Ég verð auðvitað eitt spurningamerki í framan en þá sagði hann mér að það er venja í hans trúarbrögðum að fórna geit svo að allt verði í góðu hjá fjölskyldu þess sem fórnar geitinni. Einnig sagði hann mér að þar sem hann er höfuð fjölskyldu sinnar að þá kemur það í hans hlutverk að slátra geitinni og svo sagði hann mér aðferðina á bakvið þetta sem í stuttu máli felst í því að drepa geitina í þremur hnífsstungum/skurðum þannig að geitin þjáist sem minnst.
Í lokin vil ég benda fólki á þessa umfjöllun hér sem ég skrifaði um Hróarskelduhátíðina sem ég er einmitt að fara á í sumar í fyrsta skipti. Í umfjölluninni koma Fjalli Palli og Káki mikið við sögu þannig að endilega tjekkið á þessu.
Í lokin vil ég benda fólki á þessa umfjöllun hér sem ég skrifaði um Hróarskelduhátíðina sem ég er einmitt að fara á í sumar í fyrsta skipti. Í umfjölluninni koma Fjalli Palli og Káki mikið við sögu þannig að endilega tjekkið á þessu.