A site about nothing...

föstudagur, apríl 27, 2007

Fór í annað prófið mitt í gær og undirbúningslega séð var það allt öðruvísi en hið fyrsta. Ég hafði ágætis tíma til að læra en á móti kom þá hafði ég enga hugmynd um hvað gæti komið á prófinu. Svo mæti ég í prófið, ágætlega undirbúinn og svona og kennarinn kemur inn, segir að prófið ætti ekki að vera svo erfitt, tæki kannski einn og hálfan til tvo að leysa það. Þegar 30 mínútur voru eftir af prófatímanum sem hann hefði gefið upp þá var ég varla búin að leysa 2 heil dæmi, það voru 5 í það heila. Svo fór að við fengum lengingu á prófatíma og tveimur tímum eftir að prófið byrjaði og allir áttu að vera búnir þá sátu allir sveittir ennþá að leysa prófið. Ég var 3 klst og 20 mínútur að leysa það þannig að kennarinn hefur gróflega vanmetið tímann sem tæki að leysa þetta en fær þó hrós fyrir að gefa okkur lengri tíma. En eftir á að hyggja þá tel ég að loka einkunn mín í þessu fagi verði ekkert til að hrópa húrra fyrir, því miður.