A site about nothing...

föstudagur, janúar 31, 2003

Einhver ótrúlegasta atburðaröð sem ég hef vitað um gerðist hér heima í kvöld. Þannig er mál með vexti að móðir mín góð var nýkomin heim og hafði hún verið að kaupa inn matvörur. Ég fór og náði í afganginn af pokunum og átti að læsa bílnum. Pokarnir sem eftir voru ollu því að ég gat ekki læst fyrr en ég skilaði þeim inn. Þegar inn kom þá fundust lyklarnir ekki. Þetta var náttúralega fáránlegt, hvernig er hægt að týna lyklum á svona stuttum tíma? Ég fer náttla að leit í durum og dyngjum, þó aðallega útí bíl og í kringum hann og í fyrstu umferð finn ég ekkert. Svo er ég aftur sendur út( því þessi lykill er ótrúlega dýr að endurgera og því mikilvægt að finna hann), og núna var ég vopnaður til að takast á við veðrið og leita betur. Ég hreinlega kembi svæðið, fer aftur inn í bíl, umturna þar öllu en ekki finnst lykillinn. Ég var kominn með kenningu að ég hefði misst lykilinn þegar ég hefði verið að bera pokann inn, einhver hefði komið svo stuttu á eftir mér, séð lykilinn, tekið hann og ætlaði kanski að ræna bílnum seinna. En allaveganna nú bættist mamma í lið með mér að leita, eftir að hafa sakað mig um að vera blindan því lykilinn hlyti að vera úti. Við leitum bæði hátt og lágt að lyklinum og eftir dágóðan tíma, þá gefst ég upp. En mamma heldur aðeins áfram. Svo þegar hún kemur inn er hún með lykilinn með sér. Kom í ljós að hann hafði fest á bakvið beltið í aftursætinu og því hafði ég ekki fundið hann. Þetta var ótrúlegt.

Ég ætla að setja inn nýtt lag vikunnar. Þetta er mjög merkilegt samstarf milli tveggja listamanna í Bretlandi, eða réttara sagt listakonu og hljómsveit. Þarna eru að vinna saman Miss Dynamite og Coldplay og taka þau saman í rokk útgáfu lagið Miss Dy-na-mee-tee, sem eflaust margir muna eftir þegar ég hafði það lag vikunnar fyrir nokkru, t.d. Önundur sem sagði á hvað ertu eiginlega að hlusta. Þetta er hinsvegar önnur snilldarútgáfa af sama lagið.
Njótið

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Draumurinn er horfinn. Einhvern veginn var ég ekki búinn að gera væntingar, annars væri ég þvílíkt vonsvikinn núna. Liðið var mjög óheppið, of mikil mistök og ákveðin mistök voru að láta Roland ekki byrja, því hann brilleraði eftir að hann kom inn á. Patti er alltof bráður og Dagur náði ekki að fylgja eftir góðum degi í gær. Það er spurning hvort Pólverja leikurinn hafi staðið of mikið í þeim.

Einhver bestu kaup sem ég gerði á síðasta ári voru um verslunarmannahelgina. Þá fórum við nokkur í Hveragerðisbæ og í svona rúmfatalagerinn þar í leit að skóm. Þar voru til flókaskór af ýmsum gerðum og ákváðum við öll sem vorum saman þarna að fá okkur. Þessir skór hafa verið þvílíkir lifesafer hérna heima hjá mér því mér mér er oft fótkalt og þá eru skórnir það besta sem ég fer í. Ég mæli með því að allir fái sér flókaskó

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Loksins er maður tengdur aftur við umheiminn.

Það leit út fyrir áðan að Ísland væri að klúðra þessu en með innkomu Rolands og betri vörn þá gekk þetta allt saman upp og möguleikinn á að spila um 4 efstu sætin eru ennþá til staðar. Við vorum nokkur saman að horfa á leikinn og voru menn með mismunandi kenningar um afhverju lukkan hafði snúist í lið með okkur. Unnur vildi eigna sér það að Patti tók sig til og skoraði nokkur mörk í röð, því að hún sagði að hann hefði verið lélegur og Gulli fór aftur í peysuna sína. Ísland var undir og svo tóku þeir soldið kombakk og þá varð Gulla ansi heitt í hamsi og fór úr peysunni. Þá gekk Íslendingum ekki nógu vel og lentu undir aftur, þá ákvað Gulli að fara aftur í peysuna og viti menn, við unnum. Næst er það do or die leikur á móti Spánverjum og það mun verða gríðarleg spenna. Þannig að nú verður Unnur að segja að þeir spili allir illa og Gulli að vera í peysunni ef við ætlum að eiga einhvern möguleika

sunnudagur, janúar 26, 2003

Hversu leiðinlegur var Ísland-Qatar leikurinn? Hann var verri en Ísland-Ástralía og þá er nú mikið sagt. Qatar spilaði með varaliðið sitt, því næsti leikur á mót Grænlendingum er do or die fyrir þá og Ísland var að lulla allan leikinn, Gummi varði ekki baun og vörnin svona svona. Í dag verður hinsvegar besti leikur riðlakeppninnar þegar við mætum Þjóðverjum. Maður getur búist við mikilli spennu í þeim leik, enda hefur okkur gengið ágætlega gegn þjóðverjum undanfarin ár.

Sökum þess að síminn rústaði tengingunni heima hjá okkur hef ég ekkert komist á netið til að blogga, eða ná mér í upplýsingar varðandi lærdóminn. Það er ekki laust við að fráhvarseinkenni séu farin að koma fram en þetta verður vonandi lagað á morgun. Þetta kom samt á vondum tíma því bæði ég og bróðir minn þurftum að nota netið, hann til að vinna og ég til að læra, fjandans Sími.

föstudagur, janúar 24, 2003

Í tilefni af því að ég uppgötvaði aftur snilldarhljómsveitina Airosmith ætla ég að skella inn einu lagi með þeim sem heitir Living on the edge og er þvílíkur rokkslagari, gott ef Alicia Silverstone lék ekki í myndbandinu við lagið. Annars finnst mér Airosmith vanmetin hljómsveit, þeir hafa gert fullt af rosalega góðum lögum, t.d. lagið sem ég setti inn, Angel Eyes úr Charle´s Angels, Walk this way, Crazy og fleiri. En svo kom nottla skítur eins og þarna úr myndinni Armageddon en ég fyrirgef þeim það.

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Fuckin a, þvílíkur leikur. Spennan var í hámarki undir lokin en sem betur fór náði íslenska liðið að hindra það að missa leikinn í jafntefli eins og gerðist stundum á EM í fyrra. Dómararnir dæmdu oft mjög skringilega, á vissu tímabili hallaðist ég að því að þeir væru algjörir heimadómarar, þ.e. dæmdu í portúgölum í hag, en svo réttu þeir sinn hlut. En samt var þetta léleg frammistaða hjá dómurunum.

Morgundagurinn verður brjálaður. Ég á eftir að gera greiningarheimadæmi, seinna dæmið í eðlisfræðinni, skrifa upp síðasta dæmið í burðarþolinu og skrifa upp dæmið í lík og töl. Svo á morgun þarf ég að klára autocad-verkefnið sem ég hef dregið fram að þessu. Já þetta kallar maður álag.

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Lag vikunnar þetta skiptið er I´m so tired með fugazi, snilldarlag. Fugazi eru annars þekktir fyrir að vera með mjög hart rokk, ólíkt þessu og því gaman að sjá að þeir búi yfir fjölbreytni. Þeir komu hérna einhvern tíma fyrir svona 5-6 árum minnir mig og héldu tónleika í húsnæði ríkisútvarpsins sem ku hafa verið mjög góðir.

Skipuleggjandi tónleika þeirra sem ég var að tala um var Kiddi í Hljómalind, en þess má geta að Kiddi er að hætta, aftur. Hljómalind er Mekka þeirra sem leggja lag sitt við að reyna að hlusta á eitthvað annað en það sem framreitt er fyrir þá af playlistum útvarpstöðva borgarinnar og þar hefur maður oft átt gott spjall við t.d. Kidda eða einhvern annan um tónlist og það bregst ekki að þeir geta fundið eitthvað sem maður fílar. Svo verður víst lok lok og læs útsala og þangað ætla ég, þ.e. ef ég á pening, því það er mikið af góðu efni þarna.

að lokum vil ég segja við Önund að ég hafði rangt fyrir mér um það sem við ræddum um á bókhlöðunni í kvöld.

mánudagur, janúar 20, 2003

Var inni á Select áðan og þar var Bylgjan í gangi og það var verið að lýsa leiknum. Þetta var undir lok leiksins og fyrir löngu síðan ljóst hvert stefndi, í þessu tilviki 40 marka sigur, þann stærsta hjá Íslandi frá upphafi. En það sem mér fannst svo merkilegt við þessa lýsingu var það að lýsandinn var ennþá gríðarspenntur þegar Ísland komst í gegn eða skoraði. Hann æsti sig alltof mikið miðað við það að við vorum að rústa þessum leik. Mér fannst það fáránlegt. Annað fáránlegt er það að hvernig gat Curb your enthusiasm unnið Golden Globe verðlaun sem besti þátturinn? Þessi þáttur er ekki einu sinni skuggi af Seinfeld, en aðalleikarinn var framleiðandi og rithöfundur að þeim þætti og er víst vel efnaður eftir það. Það sem ég hef séð af þessum þætti er mjög slæmt, alls ekki fyndið. Þetta er svona Seinfeld brandarnir en bara ganga ekki upp.

sunnudagur, janúar 19, 2003

þúsundasti gesturinn orðinn að veruleika. Það er magnað. Til hamingju þú sem varst númer 1000.

blogga meira seinna, ég lofa

föstudagur, janúar 17, 2003

Kóka kóla er sá drykkur sem ég drekk líklega hvað oftast og þykir mér hann vera mun betri en aðrir keppinautar á markaðnum, svo sem Pepsi eða Bónus Cola. En það er eitt sem ég hreinlega fatta ekki varðandi kók og það er það afhverju kolsýran endist svona lítið í kókinni. Taka þarf sérstakar ráðstafanir til þess að kolsýran haldist sem lengst í kókinu. Þessar ráðstafanir eru að passa upp á það að kókið liggi ekki í ísskáp heldur standi upp á rönd og það má ekki skrúfa tappann af og á of oft því þá hverfur kolsýran. Þetta er vandamál sem pepsi á t.d. ekki við að stríða finnst mér. Það er sama hversu gamalt gosið er, það er alltaf einhver kolsýra eftir þegar maður skrúfar tappann af. Ætli þetta sé svona risa plot hjá Coca Cola inc? Að láta kolsýruna endast rosalega stutt því þá þarf að kaupa meira kók, því maður er hooked, og með því selja þeir meira og græða?

Fyrir einhverjum árum sagði ég að ef Botnleðja myndi taka þátt í Eurovision myndu þeir vinna, því þeir væru svo ógeðslega góðir. Þetta var á þeim tíma sem Botnleðja var mín uppáhaldshljómsveit og ég var handviss um þetta. Nú gefst tækifæri til að sjá hvort þetta myndi vera sannleikur eða ei. Því Botnleðja á eitt af þessum fimmtán lögum sem koma til greina í forvali um Eurovision lag Íslendinga fyrir næstu keppni. Það verður gaman að heyra framlag þeirra til þessarar keppni því ég held að með þeim gætum við alveg átt jafnmikla möguleika og að t.d. senda 2 menn út sem myndu jafnvel kalla sig Two Tricky og flytja lag sem heitir bara Angel eða eitthvað þannig og að sá sem myndi semja lagið væri Einar Bárðason( Taka skal fram að þetta eru aðeins hugarórar í bloggara, Ísland myndi aldrei gera þetta).

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Rauða þruman byrjaði ekki sterkt. Þannig var mál með vexti að sumardekk voru undir honum en umgangur af vetrardekkjum fylgdi, þannig að mitt fyrsta verk á bílnum var að drífa mig í því að láta skipta um og ég fór því til manns sem ég þekki sem á verkstæði. Þar var skipt um dekk og ég fær í flestan sjó. Svo morguninn eftir legg ég af stað í skólann og ég er varla kominn að fyrstu ljósum í nágrenni við heimili mitt þegar ég heyri eitthvað skrýtið hljóð, ég keyri aðeins áfram en ákveð svo að fara með bílinn inn á bílastæði og aðgæta þetta. Kemur ekki í ljós að það er sprungið annað framdekkið. Nú voru góð ráð dýr. Klukkan er kortér í átta að morgni og bifreiðaverkstæði ekki opið. Reyndar var ég ekki svo langt frá því. Þannig að það eina sem ég gat gert var að drífa í því að setja varadekkið undir til að fara á bifreiðaverkstæðið þegar það opnaði til að láta laga dekkið. Sem ég og gerði, þannig að ég fékk þarna pínu morgunleikfimi. En einhversstaðar segir, fall er faraheill og ég vona að það eigi við um þetta.

þriðjudagur, janúar 14, 2003

Lag vikunnar
Þetta skiptið eiga Radiohead heiðurinn. Skyldi þetta verða á næstu plötu? Lagið heitir Mr. Magpie

mánudagur, janúar 13, 2003

Eftir að hafa baslað við að reyna að fatta út á hvað þetta Autocad forrit gengur út á um helgina þá loksins í dag kom það allt í ljós. Þá var farið í fyrsta verklega tímann og öllum mínum spurningum var svarað. Mér finnst þetta fag byrja mjög sterkt.
Stærðfræðigreining IIB hinsvegar er í ruglinu, eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, enda er sagt að þau sem komi úr MR fái mesta sjokkið eftir jól á fyrsta ári. Því þá er nánast allt nýtt fyrir þeim, það virðist vera sannleikurinn.

Hér með kunngjörist að Óttar hefi fjárfest í sjálfrennireið, rauðri að lit. Bílinn er nissan micra 97 módel og á að ferja drenginn í skólann og verða þess valdandi að hann haldi sér lengur inni í reykjavíkinni til þess að stunda námið betur því það verður nóg að gera þetta misseri. Í tilefni af þessu þá ákvað hann Óttar að gefa bílnum nafn(ennþá er möguleiki að koma með hugmynd að nafni en þetta eru þær hugmyndir sem hann fékk). Tvö nöfn eru líkleg þessa stundina. Annarsvegar höfum við:

Rauða Þruman (sökum þess að bílinn er rauður og ansi snar í snúningum)

eða

The Tarmobile (minnir mig á The Batmobile)

Annars eru allar hugmyndir vel þegnar og verða þær settar fyrir nefnd þegar að því kemur að velja endanlegt nafn.

föstudagur, janúar 10, 2003

Fyrsta vikan er liðin. Þetta stefnir í pakka sko. Læra alla daga vikunnar og svona ef maður ætlar að massa þetta. En ég var mjög latur fyrstu tvo dagana og lærði ekki neitt þannig að það gæti ráðið úrslitum, hvort ég nái eður ei.

Að kaupa notaðan bíl er mjög leiðinlegt skal ég ykkur segja. Ég er svona týpa sem vill bara gera hlutina á einum til tveimur dögum og þurfa svo ekkert að hugsa meira um það. En að kaupa bíl virðist ætla að taka lengri tíma. Sem betur fer eru nánast allar bílasölur í dag á netinu og maður getur leitað á þeim öllum samtímis sem styttir manni mjög þann tíma sem í þetta fer. Svo fer maður á aðrar síður og skoðar svona hvernig dóma bíllinn fær og hvað öðrum eigendum finnst um bílinn sem þeir eiga. Ég er t.d. milljón sinnum búinn að leita að bílum á netinu, grandskoða hvað þeir eru keyrðir, hvaða árgerð þeir séu hvað er sett á þá, hvað fylgi og svona. Svo finnur maður einhverja fer á söluna og skoðar hann, fær kanski að keyra og svona. En það er ekki nóg því þegar maður er kominn með bíl sem manni líst vel á þá þarf maður helst að fara með hann í söluskoðun og þá kemur kanski eitthvað í ljós sem eyðileggur áhugann( ekki vill maður þurfa að fara í viðgerðarpakkann strax) og þá hefst leit að nýju. Svo er alltaf spurning hvort maður versli við umboðin eða litlu sölurnar. Litlu sölurnar hafa að því er virðist meira úrval af svona bílum í minni katagóríu en á móti kemur að umboðin hafa yfirfarið sina bíla og þá losnar maður við að þurfa að láta skoða þá. Þetta er djössins hausverkur.

Ég varð fyrir sjokki í morgun þegar ég las í mogganum ástæðuna afhverju Britney og Justin hættu saman. Hún hélt framhjá honum!!! Ég sem hélt að hún væri bara saklaus ung stúlka sem væri ennþá hrein mey. En neihei þá kemur í ljós að hún hélt framhjá. Svo sagði hann líka að hann hefði átt þrjár kærustur minnir mig og þær hafa allar haldið framhjá honum. Gaurinn er greinilega ekki að standa sig.

þriðjudagur, janúar 07, 2003

Já skólinn byrjaður aftur og kennararnir voru ekkert að tvínóna við hlutina og dembdu sér í námsefnið. Sumir voru svo kræfir að þeir nýttu dæmatíma til að vera með fyrirlestur. Ég sé fram á að þriðjudagar verði mjög leiðinlegir, alltof langir eitthvað. En mér líst samt ágætlega á nýju fögin. Svo var gaman að svipast um hverjir væru eftir og mesta furða var hversu margir voru ennþá í verkfræðinni, t.d. var Angelina Jolie look-a-like-ið ennþá sem er mjög gott. Svo eru komin ný andlit inn, einhver sem hafa kanski ekki náð þessum tiltekna áfanga þannig að þetta stefnir í stemmara bara.

Önundur bara kominn með nýtt look á síðuna, lítur ágætlega út hjá drengnum. Er kanski full haukalegt fyrir minn smekk en tilbreyting er góð. Þetta er eins og þegar maður fær sér nýjan front á símann sinn, manni líður eins og maður hafi fengið nýjan síma og fær því ekki leið á símanum. T.d. fékk ég mér nýjan front í vetur og það halda mjög margir að ég sé með nýjan síma, því fronturinn er voða spes útlítandi.

Ég ætla að setja inn nýtt lag vikunnar. Ég gæti haft svona um 20 lög ef ég vildi því Háskólinn er svo örlátur að auka við geymsluplássið okkar upp í 200mb. En ég hef þau bara tvö í þetta skipti.
Annað lagið heitir Miss Dy-na-mi-tee með Miss Dynamite sem er bresk r&b/hip hop listamaður. Þessi stúlka fékk Mercury verðlaunin eftirsóttu núna síðust en til þeirra eru tilnefndar plötur sem hafa fengið mjög góða dóma en ekki náð að seljast yfir 500.000 eintök. T.d. var í fyrra eða hitt í fyrra Radiohead með Amnesiac tilnefnt. Það þykir mikill heiður að vinna þessi verðlaun. Ég tók fyrst eftir þessa eðal lagi í nýja Fifa-leiknum.
Hitt lagið sem fyrir valinu verður er Mr. Chombee takes the flaw(DJ Food Rebake) með The Herbaliser sem gerði t.d. B.L.E.N.D með rappstúlkunni What What, eitt af mínum uppáhalds rapplögum. Þetta er reyndar ekki rapplag heldur svona instrumental lag, virkilega flott. Endilega tjekkiði á því.

sunnudagur, janúar 05, 2003

I is old. 21 aldursárið er orðið staðreynd, maður er kominn á þrítugsaldurinn. Svei mér þá

Nú styttist í skólann, það verður ágætt í svona 2 vikur og þá vildi maður að það væri komið aftur frí. Þannig að núna þarf maður að fara að spýta í lófana og taka sig á, vakna snemma og drulla sér af stað bara.

Sá tvær myndir í gær. Aðra leigði ég og hin var í sjónvarpinu. Sú sem var í sjónvarpinu var ekki alslæm enda leikur ofur megagellan Shannon Elisabeth aka Nadia í henni og það er ávallt gaman að sjá myndir með henni. Svo leigði ég mynd sem heitir Made og t.d. leikur Vince Vaughn í henni. Gott fólk ekki leigja þá mynd hún er verri en allt sem er slæmt. Gaurinn sem Vince Vaughn leikur er svo pirrandi að ef hann væri til og væri vinur minn þá myndi ég lemja hann fyrir að vera fífl. Kanski er það ætlunin með myndinni og ef svo er þá tekst honum það fullkomlega en ég skemmti mér í það minnsta ekki því gaurinn fór svo í taugarnar á mér.
Að lokum vil ég mæla með einni mynd. Flest ykkar ættu að kannast við hana en ef þið hafið ekki séð hana. leigið hana næst. Boondock saints heitir hún og Willem Dafoe leikur t.d. í henni og fer á kostum.

fimmtudagur, janúar 02, 2003

I´m the gladest man alive skal ég ykkur segja. Ég fékk 6 í því prófi sem ég var svona 95% viss um að falla í, þvílík gleði og hamingja :Ð

Var áðan úti á bensínstöð og sá þar forsíðu bleiks og blátt og þar stóð, Sigurjón Kjartansson, Hefnd ljóta fólksins. Er hann hefnd ljóta fólksins, hann er nú ekki fríður það verður að segjast en hvernig getur hann verið hefnd ljóta fólksins. Hefur hann gert eitthvað á hlut fallega fólksins sem telst hefnd? Bara pæling sko

Gleðilegt nýtt ár.

Fór á Lord of the Rings aftur í gær. Það var eitthvað sem ég þurfti að gera því seinast þegar ég fór var ég í verstu sætum í heimi og með mesta hausverk í geimi. Núna naut ég myndarinnar miklu betur enda staðsettur á frábærum stað. Þó var eitthvað fífl fyrir aftan mig sem var með lappirnar á stólbakinu mínu þannig að ég gat ekki hallað mér jafn mikið aftur á bak og ég vildi. En myndin er geðveik. Þetta er eitthvað mesta ævintýri sem ég hef séð, ultimate barátta milli góðs og ills. Og svo er lokabardaginn ekkert slor heldur. Svo varð mér eitt ljóst í gær á myndinni. Gaurinn sem leikur Elrond álfakóng, Hugo Weaving sem leikur einmitt líka einhvern bad ass dude í Matrix sem er by the way á leiðinni, að hann minnti mig soldið á pabba Hildi Einarsdóttir. Ætli Hildur sé þá Álfadrottning???

Það hefur eflaust verið stemmning hjá Tuma í gær enda hann staddur í Manchester, þar sem hann var á leik Sunderland og Manchester. Leikurinn byrjaði reyndar ekkert vel, Veron varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en svo tók við stórsókn Manchester sem bar ávöxt undir lokin með 2 mörkum. Þau hefðu víst getað verið 15 því það er fjöldi skota sem rataði á rammann.