A site about nothing...

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Draumurinn er horfinn. Einhvern veginn var ég ekki búinn að gera væntingar, annars væri ég þvílíkt vonsvikinn núna. Liðið var mjög óheppið, of mikil mistök og ákveðin mistök voru að láta Roland ekki byrja, því hann brilleraði eftir að hann kom inn á. Patti er alltof bráður og Dagur náði ekki að fylgja eftir góðum degi í gær. Það er spurning hvort Pólverja leikurinn hafi staðið of mikið í þeim.

Einhver bestu kaup sem ég gerði á síðasta ári voru um verslunarmannahelgina. Þá fórum við nokkur í Hveragerðisbæ og í svona rúmfatalagerinn þar í leit að skóm. Þar voru til flókaskór af ýmsum gerðum og ákváðum við öll sem vorum saman þarna að fá okkur. Þessir skór hafa verið þvílíkir lifesafer hérna heima hjá mér því mér mér er oft fótkalt og þá eru skórnir það besta sem ég fer í. Ég mæli með því að allir fái sér flókaskó