A site about nothing...

föstudagur, janúar 31, 2003

Einhver ótrúlegasta atburðaröð sem ég hef vitað um gerðist hér heima í kvöld. Þannig er mál með vexti að móðir mín góð var nýkomin heim og hafði hún verið að kaupa inn matvörur. Ég fór og náði í afganginn af pokunum og átti að læsa bílnum. Pokarnir sem eftir voru ollu því að ég gat ekki læst fyrr en ég skilaði þeim inn. Þegar inn kom þá fundust lyklarnir ekki. Þetta var náttúralega fáránlegt, hvernig er hægt að týna lyklum á svona stuttum tíma? Ég fer náttla að leit í durum og dyngjum, þó aðallega útí bíl og í kringum hann og í fyrstu umferð finn ég ekkert. Svo er ég aftur sendur út( því þessi lykill er ótrúlega dýr að endurgera og því mikilvægt að finna hann), og núna var ég vopnaður til að takast á við veðrið og leita betur. Ég hreinlega kembi svæðið, fer aftur inn í bíl, umturna þar öllu en ekki finnst lykillinn. Ég var kominn með kenningu að ég hefði misst lykilinn þegar ég hefði verið að bera pokann inn, einhver hefði komið svo stuttu á eftir mér, séð lykilinn, tekið hann og ætlaði kanski að ræna bílnum seinna. En allaveganna nú bættist mamma í lið með mér að leita, eftir að hafa sakað mig um að vera blindan því lykilinn hlyti að vera úti. Við leitum bæði hátt og lágt að lyklinum og eftir dágóðan tíma, þá gefst ég upp. En mamma heldur aðeins áfram. Svo þegar hún kemur inn er hún með lykilinn með sér. Kom í ljós að hann hafði fest á bakvið beltið í aftursætinu og því hafði ég ekki fundið hann. Þetta var ótrúlegt.

Ég ætla að setja inn nýtt lag vikunnar. Þetta er mjög merkilegt samstarf milli tveggja listamanna í Bretlandi, eða réttara sagt listakonu og hljómsveit. Þarna eru að vinna saman Miss Dynamite og Coldplay og taka þau saman í rokk útgáfu lagið Miss Dy-na-mee-tee, sem eflaust margir muna eftir þegar ég hafði það lag vikunnar fyrir nokkru, t.d. Önundur sem sagði á hvað ertu eiginlega að hlusta. Þetta er hinsvegar önnur snilldarútgáfa af sama lagið.
Njótið