Kóka kóla er sá drykkur sem ég drekk líklega hvað oftast og þykir mér hann vera mun betri en aðrir keppinautar á markaðnum, svo sem Pepsi eða Bónus Cola. En það er eitt sem ég hreinlega fatta ekki varðandi kók og það er það afhverju kolsýran endist svona lítið í kókinni. Taka þarf sérstakar ráðstafanir til þess að kolsýran haldist sem lengst í kókinu. Þessar ráðstafanir eru að passa upp á það að kókið liggi ekki í ísskáp heldur standi upp á rönd og það má ekki skrúfa tappann af og á of oft því þá hverfur kolsýran. Þetta er vandamál sem pepsi á t.d. ekki við að stríða finnst mér. Það er sama hversu gamalt gosið er, það er alltaf einhver kolsýra eftir þegar maður skrúfar tappann af. Ætli þetta sé svona risa plot hjá Coca Cola inc? Að láta kolsýruna endast rosalega stutt því þá þarf að kaupa meira kók, því maður er hooked, og með því selja þeir meira og græða?
Fyrir einhverjum árum sagði ég að ef Botnleðja myndi taka þátt í Eurovision myndu þeir vinna, því þeir væru svo ógeðslega góðir. Þetta var á þeim tíma sem Botnleðja var mín uppáhaldshljómsveit og ég var handviss um þetta. Nú gefst tækifæri til að sjá hvort þetta myndi vera sannleikur eða ei. Því Botnleðja á eitt af þessum fimmtán lögum sem koma til greina í forvali um Eurovision lag Íslendinga fyrir næstu keppni. Það verður gaman að heyra framlag þeirra til þessarar keppni því ég held að með þeim gætum við alveg átt jafnmikla möguleika og að t.d. senda 2 menn út sem myndu jafnvel kalla sig Two Tricky og flytja lag sem heitir bara Angel eða eitthvað þannig og að sá sem myndi semja lagið væri Einar Bárðason( Taka skal fram að þetta eru aðeins hugarórar í bloggara, Ísland myndi aldrei gera þetta).
Fyrir einhverjum árum sagði ég að ef Botnleðja myndi taka þátt í Eurovision myndu þeir vinna, því þeir væru svo ógeðslega góðir. Þetta var á þeim tíma sem Botnleðja var mín uppáhaldshljómsveit og ég var handviss um þetta. Nú gefst tækifæri til að sjá hvort þetta myndi vera sannleikur eða ei. Því Botnleðja á eitt af þessum fimmtán lögum sem koma til greina í forvali um Eurovision lag Íslendinga fyrir næstu keppni. Það verður gaman að heyra framlag þeirra til þessarar keppni því ég held að með þeim gætum við alveg átt jafnmikla möguleika og að t.d. senda 2 menn út sem myndu jafnvel kalla sig Two Tricky og flytja lag sem heitir bara Angel eða eitthvað þannig og að sá sem myndi semja lagið væri Einar Bárðason( Taka skal fram að þetta eru aðeins hugarórar í bloggara, Ísland myndi aldrei gera þetta).